Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 32
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Við erum sannfærðir um að það sé rétt að taka þetta stökk og veðja á ofurkælinguna á laxinum og viðskiptavinir okkar í Bandaríkjunum eru með okkur í ráðum,“ segir Víkingur Gunnars- son, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal. „Í stóra samhenginu erum við mjög lítið peð á markaðnum og með auknu geymsluþoli, meiri líftíma og góðri meðhöndlun sköpum við okkur jákvæða sérstöðu á markaðnum.“ Í janúar verður fyrsta laxinum úr kvíunum við Haganes slátrað í nýju sláturhúsi Arnarlax á Bíldudal. Þar er unnið hörðum höndum við að koma upp nútímalegu frystihúsi þar sem áður var eldri, hefðbundin fiskvinnsla. Tæki frá Marel, 3X, Baader og fleiri fyrirtækjum verða komin á sinn stað þegar að slátrun kemur. Laxinum dælt lifandi í land Einnig er reiknað með að nýr brunnbátur verði keyptur á næstunni og hann verði kominn í gagnið þegar slátrun hefst. Laxinum verður þá dælt úr kvíunum í sjó í lestum bátsins, sem flytur hann lifandi að landi. Þaðan verður laxinum dælt í gegnum stórt rör inn í húsið þar sem slátrun fer fram. Að lok- inni pökkun verður fiskurinn fluttur landleiðina í flug frá Keflavík eða sjóleiðis til viðskiptavina erlendis. Nú starfa um 20 manns hjá Arnarlaxi á Bíldudal og í seiðaeldisstöðinni á Gileyri í Tálknafirði. Víkingur reiknar með að 10-12 manns bætist við er kemur að slátrun og brunnbáturinn verður kominn til landsins. Áætlað er að slátra um 3.300 tonnum af laxi á næsta ári og dreifist slátrun á flestar vikur árs- ins. Fjórða hver flugvél flytur ís og krapa „Fyrst í stað fer laxinn frá okkur til Banda- ríkjanna, en við horfum líka til Asíu og fleiri markaða,“ segir Víkingur. „Það verður algjör bylting að þurfa ekki að flytja ís og krapa langar leiðir til að kæla fiskinn og lækkar flutnings- kostnað gífurlega. Fróður maður sagði mér að nú mætti líkja þessu við að fjórða hver flugvél sem flygi með lax til Asíu flytti eingöngu ís. Við horfum á þessa keðju sem eina heild, frá eldi, slátrun og pökkun alla leið til neytandans og það er mikið ímyndarmál að gæðin séu í há- vegum höfð alla leiðina. Þar skiptir ofurkæl- ingin miklu máli til að tryggja ferskleika og gæði alla leið til neytandans erlendis. Við vænt- um þess að þessi sérstaða tryggi okkur betra verð og gefi íslenska laxinum okkar sérstöðu sem hágæða hráefni á kröfuhörðustu mörk- uðum fyrir lax. Fyrirhugað var að hefja slátrun nú í byrjun desember, en vegna framkvæmdanna ákváðum við meðal annars að seinka henni aðeins. Haust- ið er líka gott í sjónum fyrir vestan og vöxtur laxins var fínn í haust. Við erum því komin með mjög góðan fisk og í safninu eru núna um 10% af 7-8 kílóa fiski. Svo stór fiskur hentar vel þeim mörkuðum sem við ætlum að selja inn á.“ Frekari fjárfestingar handan við hornið Fyrsta kynslóð eldislax hjá Arnarlaxi er í kví- unum við Haganes, tilbúin til slátrunar en þar voru seiði sett í sjó 2014, önnur kynslóð er í kví- um við Tjaldanes og sú þriðja í seiðaeldinu á Gi- leyri. Fyrirtækið bíður eftir leyfi fyrir eldi á 10 þús- und tonnum á laxi árlega, en núgildandi leyfi er fyrir 3.400 tonnum. Þær framkvæmdir sem nú standa yfir eru kostnaðarsamar, en enn meiri fjárfestingar bíða þess að frekara leyfi verði gefið út sem gert er ráð fyrir að verði í byrjun árs 2016. Arnarlax veðjar á ofurkælingu  Viðskiptavinir frá Bandaríkjunum með í ráðum  Aukinn líftími og bætt meðhöndlun skapar já- kvæða sérstöðu  Fyrsta laxaslátrun á Bíldudal í janúar  Reiknað með nýjum brunnbáti á næstunni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á Bíldudal Víkingur Gunnarsson fyrir framan þjónustubátinn Garðar Jörundsson BA. Málmey SK, skip FISK Seafood á Sauð- árkróki, hóf róðra í febrúar með búnað til ofurkælingar um borð. Vel hefur gengið og stöðugt betur eftir því sem á hefur lið- ið. Í nýliðnum nóvember landaði togarinn fimm sinnum, alls 912 tonnum af slægð- um fiski. Allur þessi afli var kældur um borð án þess að ís eða krapi kæmu þar nærri. Góður gangur í Málmey SK 912 TONN Í NÓVEMBER 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Osta fondue-veisla Komdu þínum á óvart 4.990,-ámann bóka þarffyrirfram Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Laxeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal hefur, fyrst laxeldisfyrirtækja, fest kaup á vinnslubúnaði frá 3X Technology á Ísafirði og Skaganum á Akranesi. Bún- aðurinn undirkælir meðal annars afurðir fyrirtæk- isins, lengir líftíma afurða og tryggir betri og jafnari vinnslu. Vel er fylgst með rannsóknum á ofurkælingu á fiski og ekki síður reynslu sem fengist hefur um borð í togaranum Málmey frá Sauðárkróki. Norsk laxeldisfyrirtæki eru áhugasöm um framvinduna, en laxeldi er stór atvinnugrein í Noregi. Albert Högnason, þróunarstjóri 3x, og Gunnar Þórðarson, útibússtjóri hjá Matís á Ísafirði, gerðu í síðustu viku tilraunir með ofurkælingu á tíu tonnum af laxi hjá Greig Seafood í Alta í Norður-Noregi. Þeir fylgdu síðan fiskinum sem var fluttur til áframvinnslu hjá Hätälä í Oulu í Finnlandi og Norway Seafood í Gardaa í Danmörku. Við ofurkælingu er laxinn kældur niður í -1,5°C sem tryggir mikla kæliorku án þess að kristallar myndist við kælingu sem skemmt geta prótein, en frostmark laxins er við 2,2 gráður. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari hélt ofurkældi fiskurinn mínus 1½ gráðu alla leið á áfangastað og eftir sex daga í 250 kílóa körum hafði hitastigið ekki hreyfst. Þá voru nýlega þrír 30 lítra frauðplastkassar af ofurkældum íslausum laxi fluttir með flugi til Tokyo frá Alta í gegnum Ósló. Laxinn skilaði sér á nákvæm- lega sama hitastigi og þegar hann lagði af stað, -1,5°C. Í flutningum heimsálfa á milli sparar ofurkæl- ing mikla fjármuni þar sem enginn ís er með í för og umhverfisáhrif því mjög jákvæð. Gerðar hafi verið líf- tímarannsóknir á laxi og eftir 16 daga hafi ísfiskurinn verið orðinn skemmdur, en sá ofurkældi dugði í 25 daga, samkvæmt upplýsingum Gunnars. Aukinn líf- tími skipti gífurlega miklu máli. „Þetta leit allt mjög vel út og ofurkælingin gæti orðið næsti tæknihvellur,“ segir Albert. Ávinning- urinn felst í minna álagi á samgöngutæki þar sem ekki þarf að flytja ís á milli landshluta, svo ekki sé tal- að um heimsálfur. Þá fæst aukin nýting úr hráefni sem kælt er með þessum hætti. Albert segir að hann verði var við það í Noregi og víðar að þrýst sé á fyr- irtæki sem slátra laxi að þau komi sér upp búnaði til ofurkælingar. aij@mbl.is Aðferðin „gæti orðið næsti tæknihvellur“  Norsk laxeldisfyrirtæki eru áhugasöm um framvinduna Nákvæmni Hitastigið var óbreytt þegar komið var til Oulu í Finnlandi, Matti Isohätälä og Albert Högnason. Tilraun Gunnar Þórðarson við mælingar á laxi í Alta þar sem gerð var tilraun með ofurkælingu á tíu tonnum. Búnaðurinn fyrir ofurkælingu í laxavinnslunni hjá Arnarlaxi á Bíldudal samanstendur af blæðingartanki annars vegar sem tryggir fullkomna og jafna blæðingu og kælitanki hins vegar sem ofurkælir hratt og vel. Til að vinna tíma hefst kæling þegar í blæðingartankinum. Vinna við verkefnið er nú í fullum gangi á Ísafirði, en einnig er hluti verkefnisins unninn hjá Skaganum á Akranesi. 3x er með annað stórt verkefni í gangi, sem er ný fiskvinnsla Bakka- frosts í Runavik í Færeyjum, í samvinnu við Marel. Unnið er um kvöld og helgar hjá 3x til að anna þeim verkefnum sem eru í gangi. Nóg að gera hjá 3X á Ísafirði TVEIR TANKAR FYRIR BLÆÐINGU OG KÆLINGU Mikill munur Bæði flökin hafa verið kæld í átta daga, það til vinstri með ofurkælingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.