Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Útsöluaðilar: Útilíf Kringlunni – Smáralind – Glæsibæ I Debenhams I Englabörn Intersport - Bíldshöfða - Akureyri - Selfossi I barnaheimar.is I Leiksport I Músik & Sport K Sport Keflavík I Nína Akranesi I Sportver Akureyri I Toppmenn og Sport Akureyri Borgarsport Borgarnesi I Hafnarbúðin Ísafirði I Siglósport Siglufirði I Sentrum Egilsstaðir Sportbær Selfossi I Pex Reyðarfirði I Axel Ó Vestmannaeyjum I Efnalaug Vopnafirði Verið getur að auglýstar vörur séu ekki til hjá útsöluaðila. Umboðsaðili: DanSport ehf. fatnaður Fótboltabuxur Gjöf sem hittir í mark Hummel SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Frá barnæsku hef ég verið safnari í eðli mínu en þessum hlutum hef ég mest safnað síðan ég hætti á sjónum um sextugt. Þessi iðja hefur alveg bjargað lífi mínu,“ segir Friðrik Frið- riksson, fyrrverandi bátsmaður hjá Eimskip, sem lumar á myndarlegu sjóminjasafni heima hjá sér í Vest- urbænum. Má með sanni segja að við þeim sem heimsækja Friðrik blasi lít- ill ævintýraheimur. Einna fyrirferðarmest eru skips- líkönin sem Friðrik hefur dundað sér við að smíða; skútur, seglskip, varð- skip, fiskibátar, kafbátar, olíuskip, togarar og fraktskip, m.a. líkön af Gullfossi, Dettifossi, Lagarfossi, Brú- arfossi og Goðafossi, fyrsta varðskipi Íslendinga, Þór, Herjólfi fyrsta, Jóni forseta, gömlu Sæbjörginni, Súðinni og fleiri nafntoguðum fleyjum. Á sumum þeirra sigldi Friðrik um æv- ina og hefur því sterkar taugar til þeirra. Þá áskotnuðust honum ýmsir innanstokksmunir úr varðskipinu Þór, m.a. rúm og snyrtiborð úr for- setaíbúðinni svonefndu. Stofan og borðstofan „sleppa“ Friðriki var bannað að fara meira til sjós eftir að hafa fengið hjartaáfall, sextugur að aldri. Síðan eru liðin 18 ár og á þeim tíma segir hann gripina hafa tínst til öðru hvoru. Fyrir átti hann ýmsa muni frá föður sínum og afa, auk þess sem hann sankaði að sér hinu og þessu í fraktsiglingunum til fjölda ára. „Ég hlýddi nú læknunum ekki al- veg í fyrstu og laumaðist á sjóinn með Sæbjörginni hjá Slysavarnaskóla sjó- manna. Síðan fór ég alfarið í land og fór að dunda mér við þetta,“ segir hann en Friðrik varð ekkjumaður í sumar þegar eiginkona hans, Esther Helga Pálsdóttir, lést. „Hún gaf mér leyfi til að vera með alla þessa muni í íbúðinni, hún var það mikill sjómaður í eðli sínu að hún hafði bara gaman af þessu. Ég hef alltaf séð um að þrífa gripina sjálfur og passa upp á þá. Hún tók af mér loforð um að halda stofunni og borðstofunni frá þessu og ég ætla að efna það,“ segir Friðrik. Má ekki enda ofan í geymslu „Það koma oft til mín í heimsókn gamlir félagar af sjónum sem hafa mikið yndi af því að skoða safnið. Einnig hafa komið hér hópar í óvissu- ferðir og fengið að fræðast um grip- ina. Menn hafa verið að gauka að mér hlutum sem þeir eiga og telja betur geymda hjá mér en ofan í kjallara eða úti í bílskúr. Ég vil miklu frekar geta tekið á móti fólki heldur en að senda munina frá mér sem enda svo ofan í einhverri geymslu,“ segir Friðrik sem gerir dálítið af því að gefa muni ef hann hefur vissu fyrir því að farið sé vel með þá og þeir séu einhvers staðar hafðir til sýnis. Friðrik vonast til þess að munirnir fái verðugan sess eftir sinn dag, en ýmsir aðilar hafa sýnt áhuga að fá muni til sín, eins og Eimskip, Byggðasafnið í Garði og Hrafnista. Friðrik gerir töluvert af því að gera við skipslíkön sem aðrir eiga. „Stór partur af deginum fer í að smíða líkön og laga, ætli fari ekki í þetta einir þrír eða fjórir tímar á dag. Ég hef mjög gaman af þessu, að sitja og tálga og litlu hlutina er skemmti- legast að gera,“ bætir hann við. Varðandi skipslíkönin segir hann að starfsmenn Eimskips hafi verið ötulir við að hjálpa sér með teikn- ingar af gömlum skipum. Eina slíka er hann kominn með útbreidda á borðstofuborðinu. Næsta verkefni hans er að smíða Álafoss, sem Friðrik sigldi lengi með hjá Eimskip. Hjálmar úr öllum áttum Það eru ekki bara skipslíkön sem hann hefur smíðað, einnig má finna Garðskagavitann, þann yngri, sem er mikil völundarsmíð. Í yfirbyggðu svalaskýli blikka ljósin á vitanunm, innan um nokkur skipslíkön. Friðrik er greinilega laghentur maður. Hann hefur smíðað borð og stóla úr gripum tengdum sjónum, eins og tunnum og stýrum, og í einu horninu er heimasmíðaður bar úr rauðvínstunnum úr Brúarfossi, hífð- ur upp á blökkum. „Þessi er lítið not- aður nú orðið,“ segir hann brosandi. Á heimili Friðriks má að auki sjá margt annað en líkön. Má þar m.a. nefna skipsbjöllur, klukkur, vélsíma, luktir, baujur, björgunarhringi, stýri, sjónauka, byssur, gamlan kafarabún- ing og ótal margt fleira. Á nokkrum hillum er hann með úrval herhjálma úr flestum heimshornum, flesta úr seinni heimsstyrjöldinni, og engir tveir eru eins. Þarna er líka hjálmur sem faðir hans, Friðrik Einarsson, bar í heimavarnarliðinu. Þá fékk hann sendan breskan lögregluhjálm frá Humberside og meðal fleiri dýr- gripa er fálkaorða með kórónu, frá því fyrir 1944, sem Friðrik keypti í Þýskalandi. Enn fleiri muni geymir hann í kössum og skápum og eru ekki sýni- legir. „Ég hef ekki lengur tölu á þessu öllu saman,“ segir hann, þegar blaðamaður spyr hve margir munir séu á heimilinu. Hann kann söguna á bakvið hvern einasta grip og er haf- sjór fróðleiks. „Ég hef ekki haldið neina skrá um þetta, hef bara ekki haft tíma í það en kannski vissara að fara að huga að því á meðan eitthvert minni er til staðar,“ segir hann að endingu og brosir breitt. Dettifoss Friðrik hefur smíðað tvö eintök af þessu fraktskipi. Fornfrægt Gamli Gullfoss er meðal stærstu líkana í safninu. Stríðsminjar Dettifoss og kafbátur sem sökkti skipinu 1945. Bátsmaður með eigið minjasafn  Heimili Friðriks Friðrikssonar hefur breyst í lítið sjóminjasafn  Smíðar skipslíkön og safnar að sér ýmsum gripum tengdum sjómennsku og fraktsiglingum  „Hefur alveg bjargað lífi mínu“ Ljósmyndir/Jón Páll Ásgeirsson Safnari Friðrik Friðriksson við eitt stærsta líkanið sem hann hefur smíðað, seglskip sem hann bjó til sjálfur og án teikninga eða fyrirmyndar. Hér sést í fleiri líkön og fyrir aftan hann er hluti herhjálmasafnsins. Seglskip Garðskagavitinn, sem Friðrik smíðaði, innan um líkön af segl- skipum sem hann bjó til eða gerði við. Hvert sem litið er blasa skipin við. Fyrir utan safngripina ber heimili Friðriks þess merki að hann er vel sigldur. Hann er ekki bara fyrrverandi bátsmaður heldur einnig riddari. Á einum veggnum er skjal frá 1965 þegar Karl Einarsson Dunganon, hertoginn af St. Kildu, sló Friðrik og félaga hans til riddara í Kaup- mannahöfn. „Ég þekkti Dung- anon vel, hann kom oft um borð í Gullfoss og borðaði hjá okkur,“ segir Friðrik, sem lumar á ýmsu úr fórum þessa fræga lífskúnst- ners. Riddaratign frá Dunganon FRIÐRIK VEL SIGLDUR Karl Einarsson Dunganon Vopn Haglabyssuna hægra megin á veggnum átti afi Friðriks en byssan er belgísk og talið að hún hafi verið smíðuð á árunum 1850-1860.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.