Morgunblaðið - 03.12.2015, Side 55

Morgunblaðið - 03.12.2015, Side 55
UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Vitað er að mikil aukning verður á fjölda hvítra blóð- korna eftir neyslu soðins matar, en eng- in við neyslu hrás matar, sama hvort er úr dýra- eða jurtarík- inu. Virðist líkaminn bregðast við soðnum mat sem að- skotaefnum sem þurfi að koma burt. Sumir hafa túlkað þetta svo að frummaðurinn hafi að- allega neytt hrás jurtafæðis og benda á gerð tanna og lögun melt- ingarfæra í því sambandi. Þá hafi líka hrá jurtafæða áhrif á þarmaf- lóruna með fjölgun heilsusamlegra sýrumyndandi gerla. Álitið er að há- marks prótínþörf sé nálægt lág- marksþörfinni (Daninn Hindherde) nokkuð sem er vel skiljanlegt þar sem líkaminn getur ekki geymt um- framþörf prótíns eins og sykrur (glýkógen) og glýseríðfitu (forða- fita). Við of mikið prótínát þrengjast líka háræðarnar sem hefur áhrif á blóðþrýsting. Frá 1909 var með- alneysla prótíns alla 20. öldina í BNA 90 g á mann og dag sem er ríf- lega tvöföld þörfin (T.J. Moore). Heilbrigðiskerfið þar er dýrast í heimi hér en helmingi ódýrara í Þýskalandi, þrátt fyrir svipaða menntun lækna og ævilengd íbú- anna. Sykrum og fitu í mataræðinu hef- ur lengi verið kennt um æðimarga lífsstílskvilla manna í iðnríkjunum en nú virðist röðin líka komin að prótíninu og þá einkum úr dýrarík- inu. Í fyrra stríði vofði hungursneyð yfir Dönum en henni var afstýrt með því að taka upp jurtafæði. Svipað átti sér stað í Norergi og Svíþjóð í seinni heimstyrjöldinni, þótt ekki hafi verið gengið jafnlangt og Danir gerðu. Mikið hef- ur verið ritað um batn- andi heilsufar á þessum örlagatímum og fullyrt að Danir hafi ekki notið betri heilsu fyrr né síð- ar. Það er raunar fyrst eftir seinni heimstyrjöldina að ofát verður viðvarandi vandamál í iðn- ríkjunum. Hefur ís- og kæliskáp- unum jafnvel verið kennt um þar sem tilkoma þeirra beindi óbeint mataræðinu í átt að orku- og prót- ínríkum dýraafurðum á kostnað jurtaafurða. Við neytum í dag allt of mikils af kjöti, fiski, eggjum og mjólkurafurðum miðað við prót- ínþörfina. Með tilraunum hefur ver- ið sýnt fram á að mikil kjötneysla hækkar líka orkuþörf líkamans. Sé reynt að skoða flutning að og frá frumunum úr blóðinu um háræð- ar og í gegnum þekjuvefsfrumur „mes-enchyme“-lagsins, kemur í ljós að þetta frumulag stöðvar óþörf efni og kemur þeim burt. Takist ekki að koma óþurftarefnum burt er talið að ýmsir krónískir kvillar eða drep í vefjum geti myndast. Þetta frumulag umlykur háræðar, blóð- æðar, taugar og vefi um allan líkam- ann. Þau efni sem hlaðast upp í þessu millistoðfrumulagi eru kölluð „amýloid“ og eru flóknar óuppleys- anlegar prótínsameindir sem hafa bundist fjölsykrum (mucopolysacch- arides). Þessar amýloidútfellingar eiga sér væntanlega líka stað í slag- æðum á undan kólesterólfellingum og kölkun þeirra. Gegnumstreymi háræðanna er vegna rafkrafta en spennumunur er milli blóðsins í háræðunum og í frumunum. Það hefur verið sýnt fram á að hrá jurtafæða eykur þennan spennumun (Austurrík- ismaðurinn Eppinger) og hjálpar til við hreinsun amýloid úr milli- frumulaginu. Það er eimitt sýru- basa jafnvægið með alla sína raf- hlöðnu jóna úr grænmetinu sem hlýtur að hjálpa hér verulega til við þessa flutninga úrgangsefna og næringarefna. Þá er því haldið fram af stuðningsmönnum sýru-basa- fræðanna að koma megi í veg fyrir marga lífsstílssjúkdóma sem eru að því er virðist þeir sömu og hrjá alæturnar í iðnaðarlöndunum í dag. Það þurfi að breyta samsetningu í einfaldlega 80% matar úr jurtarík- inu og restina úr dýraríkinu, því þá sé neyslan í sýru-basa-jafnvægi í líkamanum og við losnum við að fá „amýloidósis“-sjúkdóminn vegna of mikils prótíns. Það virðist því vera unnt að bæta lýðheilsuna auk þess sem mikil tækifæri væru í að rækta enn meiri hollan mat í gróðurhúsum hérlendis handa landsmönnum enda arðsamt til lengri tíma litið. Góð lýðheilsa verður ávallt dýrmætasta eign þjóð- arinnar. Um lýðheilsu almennt Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson » Ofát dýraprótíns veldur að því er virð- ist hægt og bítandi lífs- stílssjúkdómum sem mætti komast hjá. Höfundur er efnaverkfræðingur. Það sem ég skil um umræðu á Al- þingi er mér framandi, enda gam- all. Ég nefni sem dæmi Pírata. Kafteinn þeirra talar þannig: Ég kann ekki. Ég skil ekki. Ég vil vita. Ég vil að allt sé gegnsætt. Ég vil að allt sé á tölvutæku formi, allt sé rafrænt. Ég er ekki sósíalisti, held- ur ekki kapítalisti. Mér líkar við hvern sem er, ef hann er heið- arlegur. Mér líkar illa við stjórn- málamenn sem ekki eru heið- arlegir. Ég get bæði verið stjórnarsinni eða stjórnarandstæð- ingur. Fer eftir því hvað mér „lík- ar“. Það er sannfæring mín, að þjóðin mín, fólkið okkar og þeir sem eru minni máttar í samfélag- inu, eigi að álykta og geta sett lög alveg eins og við hér á Alþingi. Þjóðin á að ráða. Fulltrúalýðræði var gott á sínum tíma en er úrelt. Ég, kafteinn Pí- rata, er kominn til að breyta stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands og setja landinu og fólki þess end- urskoðaða stjórnarskrá. Það er verkefni okkar Pírata. Man einhver eftir Jörundi hundadagakonungi? Brynleifur Steingrímsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Píratar Umræður Pistlahöfundi eru sumar umræður á Alþingi framandi. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Hafa skal það sem betur sést og heyrist ormsson.is laugardaga kl. 11-15 LÁGMÚLA 8 SÍMI 530 2800 á góðu verði SÍÐUMÚLA 9 SÍMI 530 2900 kl. 10-18 og UE55JU6075 55” kr. 199.900.- UE65JU6075 65” kr. 399.900.- UE43JU5505 43” kr.99.900.- Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is JÓLAGJAFIRNAR fást í Eirvík Jólatilboð Blandarar kr. 38.242 Jólatilboð Jólatilboð Jólatilboð Matvinnsluvélar frá kr. 38.242 Brauðristar frá kr. 33.992 Safapressur frá kr. 38.242 Frönsk gæðavara - lengri ending Magimixmatvinnsluvélar, blandarar, safapressur og brauðristar. Magimix kaffivélar og kaffiskot frá CafféVergnano.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.