Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Page 53

Víkurfréttir - 14.12.1989, Page 53
Fréttir Yíkurfréttir Jólablað 1989 V.S.F.K.: Flugeldhús- konur útskrifast Stór og myndarlegur hópur kvenna, er starfar hjá Flugleið- um, útskrifaðist af námskeiði er haldið var á vegum Verkalýðs- og sjómannafclags Keflavíkur og nágrennis og Flugleiða, á föstudagskvöld. Um er að ræða starfsstúlkur úr eldhúsi Flugleiða en mark- miðið með námskeiðinu var að reyna ná enn betri nýtingu út úr fólki og jafnframt að starfs- fólkið geri enn betur við mat- arframleiðsluna, sem nú þykir sú besta í flugheiminum, að sögn eins stjórnenda hjá Flug- leiðum. Er þetta fyrsta námskeiðið sem starfsfólk flugeldhúss út- skrifast af, en vonir standa til að hægt verði að halda fleiri námskeið á næstu mánuðum. „Skólastjóri“ á námskeiði Flugleiða og V.S.F.K. var Guðrún Ólafsdóttir. Hinn fríði og stóri kvcnnahópur er útskrifaðist, ásamt hluta kennara á námskciðinu, fulltrúum Flug- leiða og „skólastjóra" verkalýðsfélagsins. Ljósm.: hbb. Keflavík í byrjun aldar Mikið ritverk komið út Ritverkið Keflavík í byrjun aldar - minningar frá Keflavík eftir Mörtu Valgerði Jónsdótt- ur er komið út í þremur hindum. Er fólki gefinn kostur á að kaupa allan bókaflokkinn með 15% afslætti á kr. 19.890, og þá með ýmsum greiðsluformum s.s. Visa-raðgreiðslum eða skuldabréfi til 10 mánaða. I verki þessu, Keflavik í byrj- unaldar, birtast 125þættirsem Marta Valgerður Jónsdóttir skrifaði um þá sem bjuggu í Keflavík og víðar á Suðurnesj- um í byrjun aldarinnar. Þættirnir birtust á sinni tíð í Faxa, en eru í bókunum færðir í nýjan búning. Jón Tómasson skrifaði myndtexta með þátt- unum. Guðleifur Sigurjónsson og Þorsteinn Jónsson tóku saman niðjatal með 100 þátt- um.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.