Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 að skattar gætu átt eftir að bætast við. Íbúðagisting eins og þessi er skil- greind sem hluti af svokölluðu deili- hagkerfi þar sem einstaklingar deila hver með öðrum vöru, þjónustu eða öðrum gæðum og greiða ýmist fyrir með peningum eða öðrum verðmæt- um. Í janúar voru um 3.900 gisti- rými á Íslandi auglýst á Airbnb og hafði þeim þá fjölgað um 124% frá sama tíma í fyrra, samkvæmt vefsíð- unni túristi.is. Ekki er vitað um hversu margir erlendir ferðamenn nýttu sér þennan gistimöguleika en árið 2014 voru 8,1% af gistinóttum erlendra ferðamanna í íbúðum sem þessum. Hlutfallið hefur aukist mik- ið undanfarin ár, t.d. var það 5,5% árið 2010 og 1% árið 2005. Eins og ríflegt hótelverð Edward H. Huijbens, sérfræð- ingur hjá Rannsóknamiðstöð ferða- mála, hefur rannsakað Airbnb og skyldar vefsíður, m.a. með tilliti til áhrifa slíkrar gistingar á samfélagið. Hann segir það koma nokkuð á óvart að Airbnb-gisting sé dýrari en hótelgisting. „Þetta er bara eins og ríflegt hótelverð,“ segir Edward um meðalverð á Airbnb-íbúðum í Reykjavík. „En reyndar fæst ým- islegt með Airbnb sem ekki fæst með hefðbundinni hótelgistingu,“ segir hann. „Grunnhugmyndin er að virkja sérstöðu og leggja áherslu á heimilislegan andblæ og staðbundna menningu. Kannski finnst ein- hverjum þeir fá meira af slíku ef þeir leigja íbúð, en á hóteli.“ Hefur ekki verið rannsakað hér Í nýlegri skýrslu Háskólans á Bif- röst um Airbnb segir m.a. að mönn- um beri ekki saman um hvort og hversu mikið Airbnb sé í samkeppni við venjuleg hótel. „Það er þó ljóst að þjónustan sem boðið er upp á í gegnum síðuna er af sama toga og hótel og gistiheimili bjóða upp á,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt greiningu alþjóðlega fjárfestingabankans Morgan Stanl- ey, sem breska útgáfa tímaritsins Business Insider birti fyrir nokkru, er lægra verð langalgengasta ástæðan fyrir því að ferðamenn velja Airbnb fremur en hótelgist- ingu. Aðrar ástæður sem eru nefnd- ar eru t.d. staðsetning og upplifun að hætti innfæddra. Það að vera með eigið eldhús er fjórða algeng- asta ástæðan. Edward segist ekki vita til þess að svipuð rannsókn hafi verið gerð á gistivenjum erlendra ferðamanna á Íslandi. „Það er alveg klárt mál að margir sækja í þetta, en við vitum ekki af hverju. Ef það er ekki verðið, sem augljóslega get- ur ekki alltaf verið ástæðan, – þá er eitthvað annað sem dregur fólk að þessu.“ Ekki alltaf ódýrasti kosturinn  Gisting í íbúðum á vegum airbnb.com getur kostað ferðamenn í Reykjavík meira en hótelgisting  Sérstaða, sem ekki fæst með því að dvelja á hóteli Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Vefsíðan airbnb.com nýtur vinsælda. Samkvæmt rannsóknum telja margir ferðamenn það ódýrari kost, en sú er ekki alltaf raunin. Í skýrslu Háskólans á Bifröst segir að atvinnufyrirtæki séu farin að nýta sé Airbnb til að reka þar gististarfsemi. T.d. hafi rannsókn á umfangi vef- síðunnar í Berlín leitt í ljós að sumir notendur hennar hafi haft tugi eigna til útleigu á síðunni. Edward segir marga þjónustuveitendur, þ.e. aðila sem hafi hreina at- vinnu af því að selja ferðamönnum gistingu, vera á Airbnb. Hann segir áhrifin á leigumarkað margvísleg, m.a. þau að úrval leiguíbúða fyrir heimamenn verði takmarkaðra. „Ef það er mikið af svona íbúðum, t.d. í miðborginni, getur afleiðingin orðið sú að borgin holast að innan; þ.e. þegar margar íbúðir eru í eigu fólks sem ekki býr í þeim en miðlar þeim einungis áfram í tímabundna leigu.“ Atvinnufyrirtæki á Airbnb MARGVÍSLEG ÁHRIF Á LEIGUMARKAÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu, segir að Neytendastofa hafi ekki kynnt sér sér- staklega, hver áhrifin verða af breyttu úttektar- tímabili kredit- korta hjá Lands- bankanum, sem Morgunblaðið greindi frá sl. laugardag, en stofnunin muni kanna áhrifin. „Breytingar á skilmálum koma inn á borð hjá okk- ur. Við skoðum þetta út frá því hvernig þetta er tilkynnt og hvaða upplýsingar notandi kortanna fær,“ sagði Þórunn Anna í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún segir að Neytendastofa skoði einnig hvort notandi korts sem er í bindandi áskrift, hafi möguleika á því að segja sig úr áskriftinni, komi breyting úttektartímabils þannig út, að ekki henti notandanum. „Við höfum ekki skoðað áhrifin sérstaklega af breyttu úttektartíma- bili kreditkorta Landsbankans. En það er ljóst að neytandinn, sem áður keypti með kreditkorti þann 20. hvers mánaðar, hafði vaxtalaust lán í rúman mánuð, en eftir breytingu, þegar 26. hvers mánaðar verður lokadagur úttektartímabils, verður vaxtalausa lánstímabilið styttra sem því nemur, og þar munar fimm dög- um,“ sagði Þórunn Anna. Þórunn Anna segir að Neytenda- stofa muni kynna sér skilmála Landsbankans fyrir kreditkortum, eftir þessa breytingu, en bendir um leið á að notandi kreditkorts geti alltaf sagt upp kreditkorti sínu, ef honum hugnast ekki skilmálarnir. Neytendastofa skoðar skilmála  Alltaf hægt að segja upp kreditkorti Morgunblaðið/Árni Sæberg Visa Neytendastofa bendir á mögu- leikann á uppsögn á kreditkortinu. Þórunn Anna Árnadóttir BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Erlendar kannanir hafa sýnt að lægra verð er helsta ástæða þess að ferðamenn taka íbúðaleigu á vegum einstaklinga, sem býðst m.a. á vef- síðunni airbnb.com, fram yfir hót- elgistingu. Slík gisting er þó í mörgum tilvikum talsvert dýrari en hótelgisting, en þeir sem vilja leigja íbúðir eru stundum að sækjast eftir ann- ars konar upp- lifun en finna má á hótelum, að sögn sérfræðings hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Fyrr í vikunni var skoðað verð á gistingu miðsvæðis í Reykjavík fyrir tvo í fjórar nætur, fimmtudag til mánudags, í byrjun júní. Samkvæmt Airbnb er meðalverðið 704 evrur, rúmar 100.000 íslenskar krónur. Það er talsvert dýrara en á þeim hót- elum sem bjóða gistingu á lægsta verðbilinu, t.d. er hægt að gista jafn- margar nætur á sama tíma á 1-3 stjörnu gististöðum fyrir 38.000 - 90.000 krónur, samkvæmt hótelbók- unarsíðunni hotels.com fyrr í vik- unni. Sífellt fleiri velja þennan kost Hér eru nokkur dæmi nefnd af handahófi og þess ber að geta að á mörgum hótelum er gistingin tals- vert dýrari og líklega er hægt að finna enn ódýrari gistingu. Hægt er að skilyrða leitina á Airbnb á ýmsan hátt og í þessu tilviki voru valdar íbúðir með einu baðherbergi og einu svefnherbergi með einu rúmi. Þá var skilyrði að þráðlaust netsam- band væri í íbúðinni, eins og er á flestum hótelanna og eingöngu voru valdar íbúðir í miðbæ, Vesturbæ og Hlíðahverfi. Yfirleitt bætist þjónustugjald við verðið og þá er tekið fram á síðunni Edward H. Huijbens Mama B - ítölsk hönnun - vor 2016 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 www.facebook.com/spennandi „Ég mun ekki una því að horfa á eftir gestum mínum fljúga á haus- inn þarna aftur og aftur.“ Þetta segir Hermann Valsson, leiðsögumaður og ferðmálafræð- ingur, í bréfi sem hann sendi Um- hverfisstofnun á dögunum. Þar lýs- ir hann alvarlegu ástandi við Geysissvæðið í Haukadal þar sem mikið svell hefur myndast við hverina í vetur og ferðamenn eigi erfitt með að fóta sig þar. Þá hefur hann þegar boðist til að sandbera svæðið sjálfur en bann er lagt við því á svæðinu. Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að bú- ið sé að sandbera megingönguleiðir á svæðinu en ekki sé vilji til að sandbera utan stíganna því þar sé að finna svokallað hverahrúður. „Það er útfellingin sem verður þeg- ar heita vatnið rennur frá hver- unum – það verður mjög litríkt og fallegt,“ bætir hann við. Telur hann það geta haft neikvæð áhrif að setja sand yfir það sem eftir situr. Verið er að útbúa skilti sem sett verða upp á svæðinu sem hvetja menn til að gera viðeigandi ráðstaf- anir og festa mannbrodda á skó sína vilji þeir ganga utan til- greindra göngustíga. Í deiliskipu- lagsvinnu hjá sveitarfélaginu er hafin vinna að varanlegra skipulagi og sterkari innviðum á svæðinu, t.d. pöllum. laufey@mbl.is Skautasvell myndast hjá Geysi  Leiðsögumaður vildi sandbera svæðið Hver Fjöldi ferðamanna heimsækir Geysissvæðið en þar er nú svell.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.