Morgunblaðið - 25.02.2016, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Sérhæfum okkur í innflutningi á silkitrjám og
silkiblómum í hæsta gæðaflokki fyrir hótel,
veitingastaði, skrifstofuna, fundarsali og heimili.
Einnig blómaker, blómavasar, gjafavara, vinylgólfmottur frá Ísrael.
Ný verslun í Listhúsinu
við Engjateig
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-16.
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Við vonumst eftir því að fá sérstaka
sýn á þær áskoranir sem eru fram-
undan í björgunar- og leitarmálum á
norðurslóðum,“
segir Odd Jarl
Borch, prófessor í
sjávarhagfræði
við háskólann í
Nordland í Bodø,
en hann mun
flytja meginfyrir-
lesturinn á sér-
stakri ráðstefnu
um öryggismál á
norðurslóðum
sem haldin verður í dag á Þjóðminja-
safninu.
Ráðstefnan er liður í þriggja ára
verkefni rannsóknarstofnanna í Nor-
egi, Norður-Rússlandi, Danmörku, á
Íslandi og Grænlandi, sem nefnist
Maritime Preparedness and Int-
ernational Partnership in the High
North, skammstafað MARPART.
Verkefnið snýst um að kortleggja ör-
yggisviðbúnað og viðbragðsgetu á
hafsvæðinu milli þessara landa með
tilliti til aukinna efnahags- og við-
skiptaumsvifa og annarra áhættu-
þátta á norðurslóðum.
Síaukið mikilvægi norðurslóða
Borch segir mikilvægi norðurslóða
hafa færst í aukana á síðustu árum,
einkum vegna aukinnar nýtingar á
þeim auðlindum sem heimskauta-
svæðin hafa upp á að bjóða. Þá hafi
skipaflutningar um svæðið stóraukist
á síðustu árum. „Það á einkum við um
norðurhluta Rússlands, en þaðan er
verið að flytja meira af steinefnum,
olíu og gasi, og hluti þess mun fara
um hafsvæði hinna þjóðanna á norð-
urslóðum.“
Borch segir að því sé mikilvægt að
undirbúa sig fyrir möguleg slys og
óhöpp sem geti komið upp á.
Samvinna milli ríkja nauðsyn
Eitt af því sem rannsóknin snertir
á eru þau vandamál sem geta komið
upp þegar slys eiga sér stað á haf-
svæðum sem ná kannski yfir yf-
irráðasvæði nokkurra ríkja. „Öll ríki
norðurslóða hafa frekar takmörkuð
úrræði miðað við þær fjarlægðir sem
um er að ræða, sem gerir samvinnu
yfir landamæri mjög mikilvæga þeg-
ar slys ber að höndum.“
Borch segir því nauðsyn að ríkin
læri meira um getu hvert annars til
þess að bregðast við og hvernig kerfið
virki í hverju landi fyrir sig. „Hvernig
getum við gert það auðveldara að fá
stuðning frá nágrannaríkinu? Hvaða
getu hefur það til að bregðast við og
getum við aukið skilvirknina okkar
saman?“ segir Borch að séu á meðal
þeirra spurninga sem þurfi að spyrja.
Það sé meðal annars þess vegna sem
áhersla sé sett á að bæta þjálfun við-
bragðsaðila eins og til dæmis Land-
helgisgæslunnar. MARPART-
verkefnið geti stuðlað að því.
Áhættan kortlögð
En hvernig er hægt að bæta sam-
starfið á milli þessara ríkja? „Eitt af
því sem við erum að gera er að kort-
leggja þá áhættu sem fylgir ólíkum
hafsvæðum og líta á það hvaða geta
sé til staðar hjá hverjum aðila fyrir
sig,“ segir Borch. Þá sé einnig verið
að reikna út hvernig skipaumferð
næsta áratugar muni líta út til þess
að hægt sé að sjá hvar mestu líkurnar
séu á slysum og óhöppum.
„Við ættum þannig að geta sam-
hæft betur yfir landamæri til dæmis
hvaða búnaður þurfi að vera til staðar
á hverjum stað. Það er erfitt fyrir
minni ríki eins og Ísland og Noreg að
hafa allan þann búnað til staðar,
þannig að kannski er hægt að deila
þeim úrræðum á milli.“
Borch nefnir þar olíuleka sem sér-
stakt áhyggjuefni, en sá búnaður sem
þarf til þess að bregðast við slíku er
mjög kostnaðarsamur. „Strand-
gæsluyfirvöld ríkjanna þurfa að horfa
mjög vandlega á það hvernig þau vilja
bregðast við slíku og jafnvel íhuga
það að koma upp sameiginlegu við-
bragðsliði,“ segir Borch.
Fyrirlestur Borchs mun einkum
fjalla um samstarfið á milli fjögurra
ríkja á norðurslóðum, Noregs, Ís-
lands, Rússlands og Grænlands.
Hann telur ástandið þar vera gott.
„Það er mikið af formlegum sam-
þykktum á milli ríkjanna, bæði tví- og
fjölhliða, um það hvernig eigi að
standa að þessum málum. Þá eru
margar mikilvægar stofnanir sem
stuðla að bættum samskiptum, eins
og Norðurskautsráðið og nýstofn-
aður samráðsvettvangur landhelgis-
og strandgæsla á norðurslóðum.“
Borch segir að í gegnum þann vett-
vang hafi til að mynda verið stund-
aðar sameiginlegar björgunar-
æfingar. „Þannig að þegar kemur að
undirbúningi og öryggi, þá er sam-
starfið mjög gott og allar samtals-
rásir eru opnar, jafnvel þó að mikil
spenna ríki á hinu pólitíska sviði.“
Hin erfiða staða í alþjóðamálum
sem uppi hafi verið á síðustu árum hafi
því ekki smitað út frá sér þegar kemur
að öryggismálum á norðurslóðum.
„Ástæðan er einfaldlega sú að við er-
um öll stödd í sama bátnum. Ríkin
hafa öll takmörkuð úrræði, þau þurfa
öll að hjálpa hvert öðru þegar neyðar-
ástand kemur upp á þessu svæði.“
Borch nefnir sem dæmi að norska
strandgæslan hafi nokkrum sinnum
þurft að koma rússneskum sjómönn-
um til aðstoðar innan yfirráðasvæðis
Rússa, og öfugt. Borch segir mikinn
skilning ríkja á þörfinni fyrir þetta
samstarf innan Rússlands.
Þessi samvinna geti skipt sköpum
eftir því sem norðurslóðir verða mik-
ilvægari. „Við erum öll að læra hvern-
ig við getum hjálpast að til þess að
draga úr þeirri áhættu og þeim afleið-
ingum sem neyðarástand getur skap-
að þarna. Því meira sem við vitum,
því betur getum við brugðist við,“
segir Odd Jarl Borch að lokum.
„Við erum öll stödd á sama báti“
Ráðstefna um öryggismál á norðurslóðir verður haldin í dag Góð samvinna á milli ríkja á norð-
urslóðum þrátt fyrir stöðu alþjóðamála Erfiðar aðstæður knýja á bætt samstarf við björgun
AFP
Norðurslóðir Odd Jarl Borch, prófessor, segir góða samvinnu vera á milli
ríkjanna á norðurslóðum þrátt fyrir spennuna í alþjóðamálum.
Odd Jarl Borch