Morgunblaðið - 25.02.2016, Side 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Sextán ára gömul stúlka í Kvenna-
skólanum í Reykjavík, Þóra Mjöll
Jósepsdóttir, ber demantshring sem
enskur aðalsmaður, dóttursonur By-
rons lávarðar, sendi Guðnýju Hall-
dórsdóttur á Grenjaðarstað árið
1862. Hann hafði beðið Guðnýjar
þegar hann var hér á ferð nokkrum
mánuðum áður,
en hún var þá trú-
lofuð öðrum.
Hringurinn hefur
varðveist sem
erfðagripur í fjöl-
skyldu Þóru.
Eins og fram
kom í grein hér í
blaðinu fyrir hálf-
um mánuði kom
Ralph Gordon
King Noel, þá 22 ára gamall, hingað
einsamall sumarið 1861. Hafði hann
lesið sér til um íslenska sögu og forn-
bókmenntir, hrifist af og vildi kynn-
ast landi og þjóð. Hann hafði þá
reyndar tekið upp nafnið Milbanke
úr móðurfjölskyldu sinni. Erlendir
ferðamenn voru sjaldséðnir og heim-
sóknar hans var því getið í helsta
blaði landsins, Þjóðólfi. Var hann
sagður ungur vísindamaður sem lært
hefði við háskólann í Öxnafurðu (Ox-
ford) og legði mikinn hug á að læra
íslensku. „Vér fulltreystum því, að
landsmenn taki þessum göfuga unga
útlendingi þar sem hann kemur og
leiðbeini ferðum hans með þeim vel-
vilja og alúð sem þeim er svo eig-
inleg,“ sagði blaðið.
Milbanke lærbrotnaði á ferðalagi í
Þingeyjarsýslu síðsumars og var
fluttur til umönnunar að Grenj-
aðarstað í Aðaldal. Presturinn þar,
séra Jón Jónsson, hafði læknisleyfi.
Gesturinn féll fyrir heimasætunni, 16
ára sonardóttur séra Jóns, Guðnýju
Halldórsdóttur, og vildi ólmur eiga
hana. En hún var þá heitbundin pilti
af næsta bæ, Benedikt Jónssyni, og
vildi ekki rjúfa heitin. Milbanke
ákvað að framlengja dvölina á Grenj-
aðarstað í von um að Guðnýju snerist
hugur og dvaldi þar allan veturinn.
Guðný var ósveigjanleg og hélt von-
biðillinn heim á leið sumarið eftir
konulaus.
Silkiklútar og skartgripir
Nú hefur komið á daginn að sam-
skiptunum lauk ekki með brottför
Milbanke. Þá hefur ennfremur komið
í ljós að til eru bréf sem sýna að
nokkurt uppnám varð í fjölskyldu
Guðnýjar vegna málsins og að hún
sjálf íhugaði um tíma að játast Mil-
banke. Hefði það gengið eftir hefði
hún orðið greifynja á enskum herra-
garði.
Eftir að Milbanke var kominn
heim til Englands tók hann upp á því
að senda Guðnýju og öðru heim-
ilisfólki á Grenjaðarstað pakka með
ýmsum gjöfum. Þar á meðal voru
skartgripir og silkiklútar. Einnig hef-
ur varðveist söngljóðabók með nót-
um sem hann sendi. Heimildir eru
fyrir því að þessar sendingar hafi
verið að berast á nokkru árabili. Tvo
skartgripi sendi Milbanke sem hann
vildi að Guðný bæri, demants-
skreyttan hring og brjóstnælu. Það
hefur líklega ekki verið talið viðeig-
andi að Guðný bæri hringinn svo að
úr varð að Ingibjörg frænka hennar,
þremur árum yngri, dóttir séra
Magnúsar, arftaka Jóns á Grenj-
aðarstað, fékk hann til eignar. Hring-
urinn hefur síðan verið erfðagripur í
þeirri fjölskyldu. Áður en Þóra Mjöll
fékk hringinn fyrr á þessu ári var
hann í fórum ömmu hennar, Þóru
Elfu Björnsson, en Ingibjörg á
Grenjaðarstað er langamma hennar.
Brjóstnælan gekk hins vegar til
Guðnýjar. „Þá sögn kann hins vegar
dótturdóttir Guðnýjar, Sigríður
Bjarklind, að amma hennar átti enn
brjóstnæluna góðu eftir að þau Bene-
dikt voru gift hjón á Auðnum. Eitt
sinn taldi Benedikt sig standa í mik-
illi þakkarskuld við Elínborgu, konu
séra Benedikts Kristjánssonar í
Múla. Þegjandi og hljóðalaust hafði
hann þá tekið næluna að konu sinni
fornspurðri og gefið hana prest-
frúnni. Hafði Guðnýju sárnað þessi
gjörð manns síns ákaflega,“ skrifar
Sveinn Skorri Höskuldsson í grein í
Árbók Þingeyinga 1983.
„Mig hefur stórum angrað ...“
Fjölskyldubréf sem varðveist hafa
sýna að fóstra Guðnýjar og föð-
ursystir, Hildur Johnsen, var í fyrstu
mjög ósátt við að hún skyldi hrygg-
brjóta Milbanke. „Mig hefur stórum
angrað að þú ei hafðir vit til að sjá
hvað þér var í veitt með þessu til-
boði,“ skrifaði hún Guðnýju frá
Kaupmannahöfn í ágúst 1862. Í öðru
bréfi frá því í febrúar 1863 er Hildur
farin að sætta sig við niðurstöðuna
eftir að Guðný hefur útskýrt afstöðu
sína: „Þú gjörðir rétt; ekki að lofa
tryggð og elsku þeim manni sem þú
ekki gast elskað.“
Nokkrum árum seinna er eins og
bónorðið standi enn og Guðný sé á
báðum áttum. Hefur hún þá verið að
hugleiða að taka boðinu ef það geti
orðið föður hennar að liði í bágum
kjörum hans. Ekki varð af því. Í bréfi
sem Hildur sendir Guðnýju sumarið
1876 segir hún fréttir af Milbanke
sem kvænst hafði í millitíðinni og
skilið síðan vegna ótryggðar eig-
inkonu sinnar. Sagt væri að „hann
væri oft hálfgeggjaður á vitinu. Ekki
er allt gull sem glóir. Ég þakkaði guði
í huga mínum að allt fór sem fór.“
Með hring frá aðalsmanni
Fóstra Guðnýjar á Grenjaðarstað vildi að hún tæki bónorði dóttursonar Byrons en snerist svo hugur
Sextán ára Kvennaskólastúlka ber hringinn sem hann sendi Guðnýju Erfðagripur í fjölskyldunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Með ættargripinn Þóra Mjöll Jósepsdóttir, 16 ára Kvennaskólastúlka, ber nú demantshringinn (á innfelldu mynd-
inni til hægri) sem Ralph Milbanke sendi Guðnýju Halldórsdóttur á Grenjaðarstað fyrir meira en 150 árum.
Hjón Guðný með Benedikt Jónssyni
sem hún giftist.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ralph Milbanke
„Hann var sá furðulegasti maður sem ég hafði séð á
ævi minni,“ skrifar Bandaríkjamaðurinn J. Ross
Browne um Ralph Milbanke í ferðabók frá Íslandi
1862. Þeir hittust á prestssetrinu á Þingvöllum þegar
Milbanke var á heimleið. Gerir Browne stólpagrín að
dóttursyni Byrons lávarðar í bókinni, talar um ein-
kennilegar upphrópanir hans og birtir skopmynd af
honum.
„Ég hitti hann í gestaherberginu þar sem hann var
umkringdur ruglingslegu safni af kössum, pokum,
bókum og íslenskum furðuhlutum, sem hann var að
reyna að koma reglu á. Ef mér hefði ekki verið sagt að
hann væri Englendingar hefði mér aldrei dottið það í
hug. Hvorki útlit hans né hátterni bentu til þess. ... Það
var engin leið að segja til um það hvort hann væri ung-
ur eða gamall – hann gat jafnt verið tuttugu og fimm
ára og fimmtugur. Hann var óhreinn og slettóttur úr
ferðinni og annars dökkur yfirlitum með gulleita bletti
í andliti. Hann hafði reglulega og næstum kvenlega
andlitsdrætti, dökkbrún augu og hárið, sem var nærri
því svart, náði niður á herðar og var sólbrunnið og kal-
ið í endann. Á höfðinu hafði hann háan, keilulagaðan
ullarhatt, grænan að lit, með grænu bandi og slaufu.“
Aldrei áður séð
slíkan furðufugl
Á Þingvöllum Teikning Ross Browne af þeim Milbanke.
Eftir að Morgunblaðið sagði
sögu Guðnýjar Halldórsdóttur á
Grenjaðarstað og vonbiðils
hennar, aðalsmannsins Ralph
Milbanke, fyrir hálfum mánuði,
hafa blaðinu borist nýjar upp-
lýsingar um samskipti þeirra og
dvöl Milbanke á Íslandi frá 1861
til 1862. Í fjölskyldum sem eiga
rætur á Grenjaðarstað hafa
varðveist ýmsar sagnir um
þessa óvenjulegu ástarsögu. Þá
kannaði Sveinn Skorri Hösk-
uldsson heitinn, prófessor,
heimildir um málið fyrir um
þremur áratugum og birti í Ár-
bók Þingeyinga 1983, auk þess
sem hann gerði sögunni nokkur
skil í bókinni Benedikt á Auðn-
um árið 1993. Frásögn af Mil-
banke á Íslandi er einnig að
finna í bókinni Íslandsferð J.
Ross Browne 1862 sem kom út
1976.
Ættarsögur
og bækur
NÝJAR UPPLÝSINGAR
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Hverfisgötu 105
www.storarstelpur.is
Munið bílastæði
á bak við hús
Nýjar
vörur
Við erum á facebook