Morgunblaðið - 25.02.2016, Page 42

Morgunblaðið - 25.02.2016, Page 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Danskir loðdýrabændur hafa byggt upp mikið veldi í uppboðshúsi sínu, Kopenhagen Fur sem staðsett er í Glostrup rétt utan við Kaupmanna- höfn. Uppboðshúsið er það stærsta í heiminum í sölu minkaskinna og bæt- ir stöðugt hlutdeild sína á heims- markaðnum, ekki síst með öflugu starfi í Kína. Asíumarkaðurinn hefur leitt vöxtinn undanfarin ár sem varð til þess að verð á minkaskinnum var mjög hátt um tíma. Öll minkaskinn sem framleidd eru á Íslandi eru seld hjá Kopenhagen Fur og er það eina framleiðslulandið sem ekki skiptir sér á milli uppboðs- húsa. Rúmlega 95% framleiðslu danskra minkabúa eru seld hjá Ko- penhagen Fur, hitt fer á önnur upp- boð. Tage Pedersen, minkabóndi og formaður stjórnar uppboðshússins, sagði á fundi með gestum frá Íslandi að það væri gott að danskir minka- bændur hefðu frelsi til að skipta við aðra því það veitti fyrirtækinu að- hald. Það þyrfti að vera betra en önn- ur uppboðshús til að fá viðskiptin. Í gegn um uppboð fyrirtækisins fara um 55-60% af þeim minkaskinn- um sem framleidd eru í heiminum, fyrir utan Kína. Kínverska fram- leiðslan er ekki seld á uppboðum. Þekkingin sótt til Danmerkur Íslenskir minkabændur eru virtir hjá danska uppboðshúsinu, umfram fjölda skinna sem þeir framleiða. „Samstarfið við Kopenhagen Fur er okkur mikilvægt. Þetta er okkar leið til að koma vörunni til kaupenda. Þarna höfum við einnig aðgang að bestu fáanlegu þekkingu á minka- rækt, bæði í gegn um uppboðshúsið og leiðbeininga- og rannsóknarþjón- ustu dönsku loðdýraræktarsamtak- anna,“ segir Björn Halldórsson, for- maður Sambands íslenskra loðdýrabænda, SÍL. Hann segir að ís- lenskir minkabændur hafi byggt upp innviði greinarinnar að danskri fyr- irmynd og sæki þangað tækni, þekk- ingu og erfðaefni. Þetta hefur leitt til þess að með- alverð íslenskra minkaskinna hefur verið að nálgast dönsku verðin. Ís- lensku skinnin eru nú talin næstbestu skinnin á markaðnum. Björn tekur undir þau orð að vissu- lega komi ekki mörg skinn frá Ís- landi, miðað við allan þann fjölda sem fer í gegn hjá Kopenhagen Fur. „Það skiptir þá örugglega máli að við send- um öll okkar skinn til danska upp- boðshússins. Þeir hampa því gjarnan á fundum. Eins skiptir það uppboðs- húsið máli að fá sem flest gæðaskinn til að draga kaupendur að.“ Íslensku skinnin fylla þann flokk. Bændur geta lítið annað gert en skilað sem bestum afurðum. Heims- markaðurinn er hinn harði húsbóndi og hann ræður verðinu og þar með af- komu bændanna. Hún er ekki góð um þessar mundir vegna verðlækkunar. Fimm uppboð eru hjá Kopenhagen Fur á sölutímabilinu sem er frá jan- úar til september. Þá er verið að selja framleiðslu ársins á undan. Öll skinnin eru flokkuð nákvæm- lega eftir stærð og gæðum. Þau eru síðan boðin upp í kippum. Kaupend- urnir hafa aðgang að sýnishornum til að vega skinnin og meta. Á bak við sýnishornin er fjöldi skinna sem á að vera af nákvæmlega sömu gæðum. Þetta er mikil nákvæmnisvinna og er fjöldi fólks í flokkunarvinnu stóran hluta ársins. Hjá Kopenhagen Fur hafa verið þróaðar vélar til að auð- velda flokkun og vélarnar munu smám saman taka kúfinn af vinnunni enda fljótvirkar og nákvæmar. „Það er styrkur okkar að vera með mismunandi gæði. Þetta er eina upp- boðshúsið sem getur boðið alla gæða- og stærðarflokka. Það dregur að marga kaupendur og við fáum hærra verð en aðrir,“ segir Tage. Mikilvæg samvinna við Dani  Ísland er eina framleiðsluland minkaskinna sem selur öll sín skinn í danska uppboðshúsinu  Minkarækt á Íslandi er byggð upp að danskri fyrirmynd og gæðin nálgast bestu skinn heimsins Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppboð Lítil stemning hefur verið í uppboðssalnum hjá Kopenhagen Fur að undanförnu. Enn eru til birgðir úti á mörkuðunum og offramboð hjá uppboðshúsunum. Heldur líflegra var á febrúaruppboði. Um 400 kaupendur mættu. Þegar uppboð nálgast hjá Kopen- hagen Fur drífur að fjölda erlendra gesta. Flestir eru frá Kína sem hefur verið mikilvægasti markaðurinn síð- ustu árin. Byggingarnar iða af lífi í hálfan mánuð, fyrir og á meðan upp- boðið stendur yfir. Kopenhagen Fur er með umtals- verða starfsemi í Kína. Þar eru 25 starfsmenn á skrifstofu við að þjóna viðskiptavinum og afla nýrra. Einn- ig er hlutverk þeirra að kenna starfsfólki stórmarkaða að meta gæði minkaskinna svo það geti áttað sig á þeim mun sem er á dönskum skinnum og framleiðslunni í Kína. Einnig styður Kopenhagen Fur háskóla í Peking við rekstur hönn- unardeildar. Tage Pedersen stjórn- arformaður segir að nemendur sem hafi áhuga á að vinna við loðskinn fái hráefni frá uppboðshúsinu. „Við leggjum mikla peninga í mennta- málin í Kína. Tilgangurinn er að selja meira af skinnum og á hærra verði.“ Sem dæmi um magnið sem fer til Kína má nefna að eftir febr- úaruppboðið í Glostrup fara sautján 747-Júmbóþotur til Kína, fullar af minkaskinnum. Þetta er gert til að kaupendur fái skinnin fljótt. Þá stendur fyrirtækið að byggingu vöruhúsa í Kína, með öðrum fyr- irtækjum, til að þjóna viðskiptavin- um. Með því móti getur það komið skinnum inn í landið á 3-4 dögum og greitt af þeim tilskilin innflutnings- gjöld en áður var mikið um það að kaupendur þyrftu að bíða vikum eða mánuðum saman eftir skinnunum og jafnvel reiða sig á þjónustu fyr- irtækja eða einstaklinga sem smygl- uðu þeim inn í landið. Uppboðshúsið vill helst að kaup- endur komi í uppboðshúsið í Dan- mörku, skoði skinnin og bjóði þar í. Til greina hefur komið að hafa einn- ig netuppboð, sérstaklega fyrir smærri kaupendur sem ekki telja svara kostnaði að fara alla þessa leið. Það hefur ekki þótt vænlegt af tæknilegum ástæðum, hvað sem verður. Þó koma nú saman hópar í Kína á vegum Kopenhagen Fur og fylgjast með uppboðinu í fjarfund- arbúnaði. Þeir geta síðan hringt í fulltrúa sína í uppboðshúsinu og beðið þá að bjóða í skinn, ef þeim svo líst á. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Flokkun Skinn bíða uppboðs. Sautján Júmbóþotur með skinn til Kína Danska uppboðshúsið Kopen- hagen Fur er í eigu 1450 bænda. Það er í Glostrup, utan við Kaup- mannahöfn. Húseignir þess eru um 120 þúsund fermetrar að flatarmáli. Þar vinna mörg hundruð starfsmenn í 450 árs- störfum. Kopenhagen Fur hefur verið að auka markaðshlutdeild sína í sölu minkaskinna og er langstærsti seljandinn. Umsetn- ingin ræðst ekki aðeins af fjölda skinna heldur ekki síður af heimsmarkaðsverði. Fyrirtækið velti í fyrra 10,5 milljörðum danskra króna sem svarar til 200 milljarða íslenskra. Mest hefur veltan orðið 14 milljarðar. Reiknað er með 6 milljörðum í ár vegna verðfalls og samdráttar. Húsakynni á 12 hekturum MIKIL UMSVIF Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skoðun Gæðin eru margprófuð hjá uppboðshúsinu, áður en skinn eru boðin upp. Minkabændur koma að því með starfsmönnum uppboðshússins. fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr, snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is toppaðu gærdaginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.