Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 48
48 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
íu. Samdi PAL aukinheldur við
Rolls-Royce um hreyfla flugvélanna
sem verða af gerðinni Trent XWB
og kosta 600 milljónir dollara, eða
50 milljónir dollara stykkið.
Boeing segir kínverska flug-
félagið Okay Airways hafa skuld-
bundið sig til kaupa á 12 þotum að
verðmæti 1,3 milljarða dollara – og
það þrátt fyrir samdrátt í kínverska
hagkerfinu undanfarin misseri.
„Kínverjar eru sérfræðingar í að
spara,“ sagði forstjóri Okay, Wang
Shusheng. „Það skiptir ekki máli
þótt halli undan, þeir munu samt
ferðast.“ Sérfræðingar segja að enn
sé aukning í ferðalögum í Asíu
vegna stækkandi millistétta. Risa-
samningar eins og á liðnum árum
heyri þó líklega sögunni til. Í árs-
byrjun kvaðst Airbus hafa staðfest
samninga um smíði á 421 þotu fyrir
17 flugfélög í Asíu árið 2015 og
jafngilti það 39% af staðfestum ný-
pöntunum það árið. Vegna tíðra
pantana í nýsmíði flugvéla hefur
Airbus orðið að endurskoða áætl-
anir sínar. Þar á meðal barst Air-
bus pöntun í 44 þotur á síðustu
mínútum nýliðins árs. Í heildina
námu staðfestar pantanir í nýsmíði
1.080 þotum við síðustu áramót.
Samkvæmt verðlistum er verðmæti
þeirra 141,6 milljarðar dollara. Í
raun barst Airbus pöntun í 1.190
þotur í fyrra en þá eru afpantanir
ekki taldar með.
Þessu til viðbótar voru 16 þotur
pantaðar í nýliðnum janúar, þar af
14 eintök af A330neo, nýrri útgáfu
af hinni langdrægu flugvél A330-
900, og tvær af hinni meðaldrægu
A320. Ljóst þykir að mörg ár muni
líða frá því þotur í nýjustu pönt-
unum komi til afhendingar, svo yf-
irfullir séu pöntunarlistarnir. Þar á
meðal eru þotur sem mörg flug-
félög í Asíu gerðu risasamninga um
kaup á 2011 til 2014.
„Nýpantanir á næstu tveimur ár-
um verða mun smærri í sniðum en
risasamningarnir á Singapúrsýn-
ingunni 2012 og 2014 ,“ segir Rajiv
Biswas, aðalhagfræðingur í Asíu-
og Kyrrahafsdeild greiningarfyr-
irtækisins IHS Global Insight.
Airbus birti nýjustu spár sínar
um framtíðarþörf fyrir farþegaþot-
ur í aðdraganda sýningarinnar í
Singapúr, sem lauk síðastliðinn
sunnudag. Áætlar Airbus að þörf
verði fyrir 12.800 nýjar farþegaþot-
ur í Asíu á næstu tveimur áratug-
unum að verðmæti um 2.000 millj-
arða dollara. Samkvæmt greiningu
Airbus mun aukning í farþegaflugi í
Asíuríkjum vaxa um 5,6% á ári. Þar
munar mest um vöxt í ferðalögum
Kínverja en aukningin í þeim mun
nema tveggja stafa tölu.
Ský hrannast upp
á himni Bombardier
Boeing birti einnig spár sínar í
síðustu viku og kveða þær á um, að
markaður verði fyrir 38.050 nýjar
farþegaþotur á næstu 20 árum í
heiminum öllum. Þar af verði 38%
afhentar flugfélögum í Asíu, 21%
félögum í Norður-Ameríku og 19%
evrópskum flugfélögum.
Draumur kanadíska flug-
vélaframleiðandans Bombardier um
að geta keppt við vinnuþjarkana
A320 frá Airbus og Boeing 737 með
smíði nýrrar CSeries þotu virðist
vera að snúast upp í martröð. Þrátt
fyrir milljarða dollara innspýtingu
ríkisins í starfsemina hefur bæði
gengi hlutabréfa í Bombardier fallið
á markaði og pantanir á þotunni
látið á sér standa.
CSeries er fyrsta nýja þotan frá
grunni í flokki 100 til 150 farþega
flugvéla í meira en aldarfjórðung.
Fylgdi sögu að hún yrði mun spar-
neytnari en keppinautarnir sem
henni hefur verið stefnt gegn. Með
flugvélinni hefur Bombardier ætlað
að hasla sér völl á markaði fyrir
meðaldrægar farþegaþotur með
einum sætisgangi . Hingað til hefur
það einbeitt sér að smíði lítilla far-
þegaflugvéla og einkaþotna.
Seinkun um tvö ár í þróunarferli
CSeries þotunnar hefur gert bæði
Airbus og Boeing kleift að fríska
upp á framboð sitt með nýjum
þotuútgáfum, A320neo og 737 Max.
Þeim svipar til fjölskyldu sinnar en
eru búnar splunkunýjum sparneyt-
num hreyflum.
Fyrstu neo-þotunni var ýtt úr
smiðjum Airbus í Toulouse í Frakk-
landi í síðasta mánuði og Boeing
áformar að afhenda fyrstu Max-
þotuna seint á næsta ári, 2017. Bú-
ist er við að Bombardier afhendi
fyrstu CSeries þoturnar á næstu
mánuðum en kaupandi þeirra er
Swiss, svissneskt dótturfélag þýska
flugfélagsins Lufthansa. Kanadíski
þotusmiðurinn getur ekki lengur
státað af því að þær verði 20%
sparneytnari en þotur Airbus og
Boeing. Játa fulltrúar Bombardier
að forskot CSeries verði í besta falli
10% eftir tilkomu neo og Max.
Milljarðasamningum lent
Pöntunarlistar í nýjar þotur frá Airbus og Boeing á nýafstaðinni flugsýningu í Singapúr Þotur
sem pantaðar eru nú verða ekki afhentar fyrr en að nokkrum árum liðnum, svo langir eru listarnir
AFP
Á flugi Fólk stendur framan við sýningarsal Boeing á flugsýningunni í Singapúr fyrr í febrúar.
AFP
Flugsýning Gestir á flugsýningunni í Singapúr horfa á Airbus A350 flugvél.
Aukin umsvif íslensku flugfélag-
anna Icelandair og WOW í far-
þegaflugi síðustu misserin hafa
ekki farið framhjá neinum. Árið
2013 festi Icelandair kaup á 16
nýjum Boeing-vélum af gerðinni
737 MAX 8 og 737 MAX 9. Fyrr-
nefnda gerðin tekur 153 farþega
í sæti og hin 172 farþega. Vél-
arnar verða afhentar á árunum
2018-2021. Breiðþota af gerð-
inni Boeing 767-300 bættist við
í flugvélaflota Icelandair í fyrra-
sumar, sú fyrri af tveimur slík-
um. Hyggst félagið taka hana í
notkun á flugleiðum sínum í vor.
Í fréttum Morgunblaðins um
þessi áform kemur fram að fé-
lagið telur fýsilegt að taka inn
stærri flugvélar vegna hárrar
sætanýtingar auk takmarkana á
afgreiðslutíma á sumum flug-
völlum.
Það sem af er ári hefur WOW
verið tvisvar í fréttum vegna
þotukaupa. Í fyrra skiptið var
greint frá kaupum félagsins á
tveimur nýjum A321-211 þotum
sem afhenda átti WOW nú í
febrúar. Þær verða notaðar í
áframhaldandi stækkun félags-
ins í Norður-Ameríku, þar með
talið Kanadaflug félagsins sem
hefst í maí. Verða þær sér-
útbúnar með auka eldsneyt-
istönkum en þær eru sagðar
25% sparneytnari en Boeing
757.
Verulega
aukin umsvif
ÍSLENSK FLUGFÉLÖGBAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Evrópsku og bandarísku flug-
vélaframleiðendurnir Airbus og Bo-
eing vinna hvern samninginn af
öðrum um smíði farþegaflugvéla.
Endurspeglar það stöðugt vaxandi
ferðamennsku en aukning í far-
þegaflugi er ekki einskorðuð við Ís-
land, heldur gætir hennar víða um
veröld. En ekki er allt á uppleið í
flugvélabransanum og illa horfir
fyrir fyrstu nýju meðalstóru far-
þegaþotunni sem hinn kappsami
kanadíski flugvélasmiður Bomb-
ardier er með í smíðum.
Airbus og Boeing sömdu um
kaup á nýjum farþegaþotum fyrir
marga milljarða dollara á nýafstað-
inni flugsýningu í Singapúr, hinni
stærstu sem haldin er í Asíuríkjum.
Það þykir undirstrika stóran hlut
álfunnar í vexti flugvélasmíði þrátt
fyrir að þotukaupendur hafi nú til-
hneigingu til að halda að sér hönd-
um í pöntunum og nýta lengur nú-
verandi flugflota vegna verðhruns á
flugvélaeldsneyti. Hafa félögin þó
ekki getað notið verðlækkunarinnar
mjög vegna afleiðuviðskipta í lang-
tímasamningum um eldsneytiskaup
og 20% styrkingar Bandaríkjadoll-
ars síðustu 18 mánuðina. Af þessum
ástæðum spáði Tony Tyler, for-
stjóri alþjóðasamtaka flugfélaga
(IATA), því fyrir sýninguna í Singa-
púr, að félögin myndu freista þess
að fresta nýjum þotupöntunum og
samningar yrðu minni í sniðum en
áður.
Af öðrum viðskiptum í Singapúr
má nefna að bandarískt flugleigu-
fyrirtæki pantaði 20 þotur frá flug-
vélasmiðjum Mitsubishi í Japan að
verðmæti rúmlega 900 milljónir
dollara. Airbus staðfesti þar 1,85
milljarða dollara samning um smíði
á sex A350-900 þotum fyrir Phil-
ippine Airlines (PAL), fánabera ein-
hvers mest vaxandi hagkerfis í As-
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
Ísnet Húsavík s. 5 200 555
Ísnet Akureyri s. 5 200 550
Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565
Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560
Hafðu samband og
kynntu þér vöruúrvalið
og þjónustuna
Vertu viðbúinn vetrinum
Mest seldu snjókeðjur á Íslandi
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR