Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 48
48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 íu. Samdi PAL aukinheldur við Rolls-Royce um hreyfla flugvélanna sem verða af gerðinni Trent XWB og kosta 600 milljónir dollara, eða 50 milljónir dollara stykkið. Boeing segir kínverska flug- félagið Okay Airways hafa skuld- bundið sig til kaupa á 12 þotum að verðmæti 1,3 milljarða dollara – og það þrátt fyrir samdrátt í kínverska hagkerfinu undanfarin misseri. „Kínverjar eru sérfræðingar í að spara,“ sagði forstjóri Okay, Wang Shusheng. „Það skiptir ekki máli þótt halli undan, þeir munu samt ferðast.“ Sérfræðingar segja að enn sé aukning í ferðalögum í Asíu vegna stækkandi millistétta. Risa- samningar eins og á liðnum árum heyri þó líklega sögunni til. Í árs- byrjun kvaðst Airbus hafa staðfest samninga um smíði á 421 þotu fyrir 17 flugfélög í Asíu árið 2015 og jafngilti það 39% af staðfestum ný- pöntunum það árið. Vegna tíðra pantana í nýsmíði flugvéla hefur Airbus orðið að endurskoða áætl- anir sínar. Þar á meðal barst Air- bus pöntun í 44 þotur á síðustu mínútum nýliðins árs. Í heildina námu staðfestar pantanir í nýsmíði 1.080 þotum við síðustu áramót. Samkvæmt verðlistum er verðmæti þeirra 141,6 milljarðar dollara. Í raun barst Airbus pöntun í 1.190 þotur í fyrra en þá eru afpantanir ekki taldar með. Þessu til viðbótar voru 16 þotur pantaðar í nýliðnum janúar, þar af 14 eintök af A330neo, nýrri útgáfu af hinni langdrægu flugvél A330- 900, og tvær af hinni meðaldrægu A320. Ljóst þykir að mörg ár muni líða frá því þotur í nýjustu pönt- unum komi til afhendingar, svo yf- irfullir séu pöntunarlistarnir. Þar á meðal eru þotur sem mörg flug- félög í Asíu gerðu risasamninga um kaup á 2011 til 2014. „Nýpantanir á næstu tveimur ár- um verða mun smærri í sniðum en risasamningarnir á Singapúrsýn- ingunni 2012 og 2014 ,“ segir Rajiv Biswas, aðalhagfræðingur í Asíu- og Kyrrahafsdeild greiningarfyr- irtækisins IHS Global Insight. Airbus birti nýjustu spár sínar um framtíðarþörf fyrir farþegaþot- ur í aðdraganda sýningarinnar í Singapúr, sem lauk síðastliðinn sunnudag. Áætlar Airbus að þörf verði fyrir 12.800 nýjar farþegaþot- ur í Asíu á næstu tveimur áratug- unum að verðmæti um 2.000 millj- arða dollara. Samkvæmt greiningu Airbus mun aukning í farþegaflugi í Asíuríkjum vaxa um 5,6% á ári. Þar munar mest um vöxt í ferðalögum Kínverja en aukningin í þeim mun nema tveggja stafa tölu. Ský hrannast upp á himni Bombardier Boeing birti einnig spár sínar í síðustu viku og kveða þær á um, að markaður verði fyrir 38.050 nýjar farþegaþotur á næstu 20 árum í heiminum öllum. Þar af verði 38% afhentar flugfélögum í Asíu, 21% félögum í Norður-Ameríku og 19% evrópskum flugfélögum. Draumur kanadíska flug- vélaframleiðandans Bombardier um að geta keppt við vinnuþjarkana A320 frá Airbus og Boeing 737 með smíði nýrrar CSeries þotu virðist vera að snúast upp í martröð. Þrátt fyrir milljarða dollara innspýtingu ríkisins í starfsemina hefur bæði gengi hlutabréfa í Bombardier fallið á markaði og pantanir á þotunni látið á sér standa. CSeries er fyrsta nýja þotan frá grunni í flokki 100 til 150 farþega flugvéla í meira en aldarfjórðung. Fylgdi sögu að hún yrði mun spar- neytnari en keppinautarnir sem henni hefur verið stefnt gegn. Með flugvélinni hefur Bombardier ætlað að hasla sér völl á markaði fyrir meðaldrægar farþegaþotur með einum sætisgangi . Hingað til hefur það einbeitt sér að smíði lítilla far- þegaflugvéla og einkaþotna. Seinkun um tvö ár í þróunarferli CSeries þotunnar hefur gert bæði Airbus og Boeing kleift að fríska upp á framboð sitt með nýjum þotuútgáfum, A320neo og 737 Max. Þeim svipar til fjölskyldu sinnar en eru búnar splunkunýjum sparneyt- num hreyflum. Fyrstu neo-þotunni var ýtt úr smiðjum Airbus í Toulouse í Frakk- landi í síðasta mánuði og Boeing áformar að afhenda fyrstu Max- þotuna seint á næsta ári, 2017. Bú- ist er við að Bombardier afhendi fyrstu CSeries þoturnar á næstu mánuðum en kaupandi þeirra er Swiss, svissneskt dótturfélag þýska flugfélagsins Lufthansa. Kanadíski þotusmiðurinn getur ekki lengur státað af því að þær verði 20% sparneytnari en þotur Airbus og Boeing. Játa fulltrúar Bombardier að forskot CSeries verði í besta falli 10% eftir tilkomu neo og Max. Milljarðasamningum lent  Pöntunarlistar í nýjar þotur frá Airbus og Boeing á nýafstaðinni flugsýningu í Singapúr  Þotur sem pantaðar eru nú verða ekki afhentar fyrr en að nokkrum árum liðnum, svo langir eru listarnir AFP Á flugi Fólk stendur framan við sýningarsal Boeing á flugsýningunni í Singapúr fyrr í febrúar. AFP Flugsýning Gestir á flugsýningunni í Singapúr horfa á Airbus A350 flugvél. Aukin umsvif íslensku flugfélag- anna Icelandair og WOW í far- þegaflugi síðustu misserin hafa ekki farið framhjá neinum. Árið 2013 festi Icelandair kaup á 16 nýjum Boeing-vélum af gerðinni 737 MAX 8 og 737 MAX 9. Fyrr- nefnda gerðin tekur 153 farþega í sæti og hin 172 farþega. Vél- arnar verða afhentar á árunum 2018-2021. Breiðþota af gerð- inni Boeing 767-300 bættist við í flugvélaflota Icelandair í fyrra- sumar, sú fyrri af tveimur slík- um. Hyggst félagið taka hana í notkun á flugleiðum sínum í vor. Í fréttum Morgunblaðins um þessi áform kemur fram að fé- lagið telur fýsilegt að taka inn stærri flugvélar vegna hárrar sætanýtingar auk takmarkana á afgreiðslutíma á sumum flug- völlum. Það sem af er ári hefur WOW verið tvisvar í fréttum vegna þotukaupa. Í fyrra skiptið var greint frá kaupum félagsins á tveimur nýjum A321-211 þotum sem afhenda átti WOW nú í febrúar. Þær verða notaðar í áframhaldandi stækkun félags- ins í Norður-Ameríku, þar með talið Kanadaflug félagsins sem hefst í maí. Verða þær sér- útbúnar með auka eldsneyt- istönkum en þær eru sagðar 25% sparneytnari en Boeing 757. Verulega aukin umsvif ÍSLENSK FLUGFÉLÖGBAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Evrópsku og bandarísku flug- vélaframleiðendurnir Airbus og Bo- eing vinna hvern samninginn af öðrum um smíði farþegaflugvéla. Endurspeglar það stöðugt vaxandi ferðamennsku en aukning í far- þegaflugi er ekki einskorðuð við Ís- land, heldur gætir hennar víða um veröld. En ekki er allt á uppleið í flugvélabransanum og illa horfir fyrir fyrstu nýju meðalstóru far- þegaþotunni sem hinn kappsami kanadíski flugvélasmiður Bomb- ardier er með í smíðum. Airbus og Boeing sömdu um kaup á nýjum farþegaþotum fyrir marga milljarða dollara á nýafstað- inni flugsýningu í Singapúr, hinni stærstu sem haldin er í Asíuríkjum. Það þykir undirstrika stóran hlut álfunnar í vexti flugvélasmíði þrátt fyrir að þotukaupendur hafi nú til- hneigingu til að halda að sér hönd- um í pöntunum og nýta lengur nú- verandi flugflota vegna verðhruns á flugvélaeldsneyti. Hafa félögin þó ekki getað notið verðlækkunarinnar mjög vegna afleiðuviðskipta í lang- tímasamningum um eldsneytiskaup og 20% styrkingar Bandaríkjadoll- ars síðustu 18 mánuðina. Af þessum ástæðum spáði Tony Tyler, for- stjóri alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA), því fyrir sýninguna í Singa- púr, að félögin myndu freista þess að fresta nýjum þotupöntunum og samningar yrðu minni í sniðum en áður. Af öðrum viðskiptum í Singapúr má nefna að bandarískt flugleigu- fyrirtæki pantaði 20 þotur frá flug- vélasmiðjum Mitsubishi í Japan að verðmæti rúmlega 900 milljónir dollara. Airbus staðfesti þar 1,85 milljarða dollara samning um smíði á sex A350-900 þotum fyrir Phil- ippine Airlines (PAL), fánabera ein- hvers mest vaxandi hagkerfis í As- www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Ísnet Húsavík s. 5 200 555 Ísnet Akureyri s. 5 200 550 Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565 Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.