Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 57

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 57
UMRÆÐAN 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Óheppilegt er fyrir Dag B. Eggertsson að gefa út ótímabærar og fjarstæðukenndar yf- irlýsingar um að lokun SV-NA brautarinnar í Vatnsmýri sé í sjón- máli á þessu kjör- tímabili eftir að lagt var til að skoðaðir yrðu möguleikar á lagningu nýs flug- vallar í Hvassahrauni. Nú spyrja einhverjir hvort borg- arstjóri Reykvíkinga standi í ill- indum við Hafnfirðinga og Keflvík- inga sem segjast eiga þetta svæði. Engan flugvöll í 5 km fjarlægð frá okkar íbúðarbyggð, segja Hafnfirð- ingar sem tala aldrei á sömu nótum og Dagur B. Hugmyndin um að kanna möguleika á nýjum innan- landsflugvelli í Hvassahrauni fellur í grýttan jarðveg hjá yfirkennara Flugskóla Íslands og þeim flug- mönnum sem hafa alltaf staðið sig vel og sinnt farþega- og sjúkraflug- inu með góðum árangri. Engum kemur á óvart að einkaflugmenn telji það brjálæði gagnvart öllu flug- öryggi að velja Hvassahraun fyrir flugsamgöngur sem snerta alla Reykvíkinga líkt og aðra landsmenn. Óheppilegt er að samtökin Hjartað í Vatnsmýri mæli með nýjum innan- landsflugvelli á þessum stað án þess að rannsakað verði hvort áhættu- samt sé að hafa flugvöll í hrauni. Ég spyr: Hvers vegna var ekki strax í upphafi kannað vandlega hvort jarð- fræðilegar aðstæður undir Hvassa- hrauni væru góðar eða mjög slæmar og hvað kostnaðurinn við að grafa upp allt svæðið gæti orðið mikill ef fyllingarefnum yrði komið þar fyrir? Vegna umferðarteppunnar sem eykst alltof mikið og hefur sprengt vegakerfið á Reykjavíkursvæðinu er óskynsamlegt og alltof áhættusamt að hafa innanlandsflugvöll í 23 km fjarlægð frá sjúkrahúsum höfuð- borgarinnar þegar sjúkraflugvél þarf að komast suður á sem stystum tíma með fárveikan mann utan af landi. Nú skal Alþingi hafa síðasta orðið og stöðva atlögu borgarstjór- ans að sjúkrafluginu sem er mann- skemmandi og engum bjóðandi. Til- efnislaus árás borgarstjórans á sjúkraflugmenn Mýflugs og fjar- stæðukenndar fullyrðingar um að þeir hafi bara lent á neyðarbrautinni til að vekja athygli á sér einkennast af blindu landsbyggðarhatri, fáfræði og fyrirlitningu borgarstjórnar- meirihlutans á sjúkrafluginu. Svona rangfærslur um þessa sjúkra- flugmenn eru ótrúverðugar og til há- borinnar skammar. Um síðustu ára- mót urðu flugmennirnir að nota neyðarbrautina vegna hliðarvinds sem stóð þvert á hinar brautirnar. Útilokað er að Dagur B. hafi heimild til að ákveða að eigin geðþótta lokun neyðarbrautarinnar í andstöðu við Alþingi sem hefði fyrir löngu átt að fá forræðið yfir Reykjavíkur- flugvelli. Fullvíst þykir að óhjá- kvæmilegt sé að taka skipulags- valdið í Vatnsmýri af borgar- stjórnarmeirihlutanum sem vinstri öflin misnota í andstöðu við 73% Reykvíkinga og alla landsmenn. Krafan um nýja öryggisbraut í Keflavík í stað SV-NA brautarinnar í Vatnsmýri setur sjúkraflugið í sjálfheldu og verður ávísun á enn frekari vandræði sem íslenskir skattgreiðendur geta aldrei borgað fyrir. Dagur B. skal ekki treysta því að hægt verði á næstu árum að ákveða lagningu nýs flugvallar í Hvassahrauni án þess að hraunavin- ir rísi enn einu sinni upp og hóti málaferlum sem þeir geta stofnað til þegar í hart fer. Hvergi slaka þeir á klónni til að sýna fram á hver tapi orrustunni og sitji síðan uppi með skömmina. Hér á landi er það vel þekkt að hraunavinir og talsmenn Náttúruvernd- arsamtakanna hóti lög- sókn og geti óhræddir þvælst fyrir þegar þeir setja verktökunum stól- inn fyrir dyrnar til að stöðva framkvæmdir við samgöngu- mannvirki sem stytta vegalendir á milli lands- hlutanna og tryggja ör- yggi byggðanna. Ekki hafa allir þingmenn stjórnarflokkanna stað- ið sig vel eftir að þing- maður Norðausturkjördæmis, Höskuldur Þórhallsson, flutti þings- ályktunartillögu um að forræðið yfir Reykjavíkurflugvelli yrði flutt frá borginni til íslenska ríkisins sem enn fleiri landsbyggðarþingmenn áttu strax að sameinast um eftir stjórn- arskiptin 2013. Verra er að ekki skuli vera full samstaða í Sjálfstæð- isflokknum um þessa tillögu sem 15 stjórnarþingmenn vilja strax koma í gegnum þingið þó að fyrrverandi innanríkisráðherra sé ekki sama sinnis. Árás borgarstjóra á flugmenn Mýflugs Eftir Guðmund Karl Jónsson »Krafan um nýja ör- yggisbraut í Kefla- vík í stað SV-NA braut- arinnar í Vatnsmýri setur sjúkraflugið í sjálfheldu. Höfundur er farandverkamaður. Guðmundur Karl Jónsson Eitt af verkefnum Rótarýhreyfing- arinnar er ungmenn- astarf. Í því er m.a. lögð áhersla á að gefa ungu fólki tækifæri til að dvelja í öðru landi í mislangan tíma í sum- arbúðum, sem sum- arskiptinemi eða skiptinemi í heilt ár svo eitthvað sé nefnt. Með þessu ungmennastarfi er verið að fylgja einu af markmiðum Rótarý að auka „velvild og vinarhug“ eins og segir í fjórprófi hreyfingarinnar. Að gefa ungu fólki tækifæri til að kynn- ast menningu, sögu og viðhorfum annarra þjóða eykur víðsýni þess og skilning, dregur úr fordómum og er þannig eitt lítið lóð á vogarskál friðar í heiminum. Hér á Íslandi dvelja nú fjórir skiptinemar á vegum Rótarý víðs- vegar að úr heiminum. Síðastliðið sumar tókum við fjölskyldan á móti 17 ára stúlku frá Ekvador og dvaldi hún hjá okkur þar til um síðustu mánaðamót þegar hún flutti til ann- arrar fjölskyldu þar sem hún mun dvelja fram á sumar er hún heldur heim á leið. Við móttöku skiptinema á vegum Rótarý er stefnt að því að skiptinemarnir dvelji hjá a.m.k. tveimur fjölskyldum þannig að þeir fái sem mest út úr dvölinni en eru þó í sama skólanum allan tímann. Það getur verið krefjandi að taka óskyld- an einstakling frá öðru menning- arsvæði sem talar ekki tungumálið inn á heimilið en það er líka mjög gef- andi og lærdómsríkt. Þannig mynd- ast tengsl og vinátta sem á eftir að endast ævilangt, ekki síst á milli skiptinemans og yngra fólksins á heimilinu. Það er líka ánægjulegt að kynna þeim land og þjóð, hvernig við höfum það hér á Íslandi í sam- anburði við heima- landið. Hún Enith okk- ar hafði t.d. ekki séð snjó áður en var þó fljót að ná tökum á að renna sér á skíðum. Erlendu skiptinemarnir kynnast líka vel innbyrðis og taka þátt í skipulögðu starfi á vegum Rótarý. Á sama tíma og við fengum Enith fór dóttir okkar til ársdvalar í Maine- fylki í Bandaríkjunum. Rótarýhreyf- ingin er upprunnin þar í landi og klúbbstarfið mjög öflugt. Þó svo að íslenskir unglingar þekki bandaríska dægurmenningu vel í gegnum tónlist og margskonar miðla veit ég að fyrir dóttur okkar opnaðist nýr heimur við að kynnast bandarísku þjóðlífi og menningu og svo öllum hinum skipti- nemunum sem koma víða að. Skóla- starfið er líka með allt öðru sniði þar en hér. Í lok dvalar skipuleggur Rót- arýsvæðið á austurströnd Bandaríkj- anna tveggja vikna ferð fyrir alla skiptinemana til vesturstrand- arinnar. Ég hvet alla áhugasama til að kynna sér ungmennastarf Rótarý á rotary.is. Að fara sem skiptinemi til skemmri eða lengri dvalar er ómet- anleg reynsla fyrir ungt fólk sem geymist í minningabankanum ævi- langt. Að sjá snjó í fyrsta sinn Eftir Sigurbjörn Gunnarsson Sigurbjörn Gunnarsson »Með þessu ung- mennastarfi er verið að fylgja einu af mark- miðum Rótarý að auka „velvild og vinarhug“ eins og segir í fjórprófi hreyfingarinnar. Höfundur er félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt. Hagasmári 1, 201 Kópavogur Sími : 512 8900 reginn@reginn. is Stjórn Regins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn í Hörpu tónlistar – og ráðstefnuhúsi, í fundarsalnum Rímu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 22. mars 2016 og hefst stundvíslega kl. 17.00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Tillaga um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 126.600.000,- kr. að nafnvirði með breytingu á samþykktum félagsins sem felst í eftirfarandi viðbót við 4. gr. samþykkta félagsins: „Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 126.600.000,- kr. að nafnvirði. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki um hið nýja hlutafé. Stjórninni skal ráðstafa hlutafjárhækkuninni sem greiðslu fyrir hlutafé í CFV 1 ehf. og Ósvör ehf. í samræmi við kaupsamning þar að lútandi á genginu 19,0 kr. á hlut. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Framangreind heimild stjórnar Regins hf. rennur út þann 31. desember 2016.” 2.Tillaga um eftirfarandi breytingar á 22. gr. samþykkta félagsins: a) Eftirfarandi setning í 2. mgr. 22. gr. falli niður: „Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar“. b) Ný málsgrein sem verður 3. mgr. 22. gr. bætist við og hljóði svo: „Ef ljóst er fimm dögum fyrir aðalfund að komandi stjórn mun ekki uppfylla skilyrði um kynjahlutföll samkvæmt 2. mgr. 22. gr. samþykkta þessa er sitjandi stjórn heimilt að leita eftir framboðum einstaklinga af því kyni sem hallar á. Hafi frambjóðendur af því kyni sem hallar á ekki boðið sig fram tveimur dögum fyrir aðalfund skal stjórn boða til framhaldsaðalfundar 3-4 vikum eftir aðalfund og auglýsa að nýju eftir framboðum. Skal boða til framhaldsaðalfundar svo oft sem þörf krefur til þess að ná kynjahlutfalli skv. 2. mgr. 22. gr. og skal stjórn sitja þar til slíku kynjahlutfalli er náð.“ c) Ný málsgrein sem verður 4. mgr. 22. gr. bætist við og hljóði svo: „Náist kynjahlutföll 2. mgr. 22. gr. ekki við kosningu stjórnar á hluthafafundi skal sá er fékk flest atkvæði af þeim sem náðu ekki kjöri, og er af því kyni sem hallar á, taka sæti þess er fæst atkvæði fékk af þeim sem náðu kjöri, og er af fjölmennara kyninu. Hafi slík kynjahlutföll ekki enn náðst skal sá er fékk næstflest atkvæði af þeim sem náðu ekki kjöri, og er af því kyni sem hallar á, taka sæti þess er næstfæst atkvæði fékk af þeim sem náðu kjöri, og er af fjölmennara kyninu.“ 3.Önnur mál Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að því hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafa- fundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar með það löngum fyrirvara, að unnt sé samkvæmt samþykktum þessum að taka málið á dagskrá fundarins. Nánar um heimildir hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á fundinum vísast til samþykkta félagsins sem finna má á heimasíðu þess. Hluthafafundurinn er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess hversu margir sækja hann skv. 2. mgr. 16. gr. sbr. 14. gr. samþykkta félagsins. Dagskrá og endanlegar tillögur með greinargerð ásamt öðrum gögnum sem tillögunni kunna að fylgja munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Smáralind, 3. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, þremur vikum fyrir hluthafafundinn. Dagskrá og endanlegar tillögur verða auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins, www.reginn.is. Kópavogur, 23. febrúar 2016. Stjórn Regins hf. Hluthafafundur í Reginn hf. verður haldinn 22. mars 2016 Endurbirt vegna rangrar dagsetningar í fyrri tilkynningu Risaskor í Gullsmáranum Spilað var á 10 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 18. febrúar. Úrslit í N/S: Birna Lárusd.-Sturlaugur Eyjólfsson 207 Guðm. Pálsson - Sveinn Símonarson 193 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 192 Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 181 A/V: Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 240 Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 201 Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 197 Gunnar M. Hansson - Hjörtur Hanness. 192 Skor þeirra Birgis og Jóhanns er rúmlega 71%. Mjög góð skor. Íslandsmót í tvímenningi Íslandsmótið í tvímenningi fer fram helgina 27.-28. febrúar og verð- ur spilað í höfuðstöðvunum í Síðu- múlanum. Íslandsmeistarar frá 2015 eru þeir Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson. Skráningu lýkur kl. 12 föstudag- inn 26. febrúar. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.