Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 ✝ Ólöf GuðnýGeirsdóttir fæddist á Breiða- bólstöðum á Álfta- nesi 9. ágúst 1923. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni í Reykjavík 4. febrúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Geir Gestsson, tré- smíðameistari frá Syðri-Rauðamel í Hnappadals- sýslu, f. 28.4. 1896, og Stefanía Ólafía Erlendsdóttir, hann- yrðakona og atvinnurekandi frá Breiðabólstöðum á Álfta- nesi, f. 3.10. 1895. Systur Ólaf- ar voru María Dalberg, f. 16. mars 1921, d. 25. nóvember 2012, og Þórdís Geirsdóttir, f. 16.1. 1926, d. 22.1 2007. Ólöf giftist 22. ágúst 1942 Árna Brynjólfssyni rafvirkja- nema, síðar framkvæmdastjóra Landssambands rafverktaka. Foreldrar hans voru Ólafía Árnadóttir, húsfreyja og ljóð- skáld, f. 9.6. 1899, d. 16.9. 1983, og Brynjólfur Helgi Þor- steinsson, vélstjóri, f. 22.3. 1900, d. 30.1. 1984. Börn Ólaf- ar og Árna: 1. Örn Árnason, rafverktaki, f. 24.3. 1943, kvæntur Ragnheiði Kristínu komin í vinnu hjá Sælgæt- isgerðinni Freyju og starfaði þar um nokkurra ára skeið, allt þar til hún stofnaði sitt eigið heimili og helgaði því alla sína krafta. Þau dönsuðu fyrsta dansinn í Iðnó, Ólöf og Árni, og giftu sig í Dómkirkjunni. Átján ára að aldri var Ólöf orðin heima- vinnandi húsmóðir og þau bjuggu sín fyrstu hjúskaparár á Hallveigarstíg 2 þar til þau byggðu Rauðalæk 16 árið 1958 þar sem þau bjuggu lengst af. Árið 1950 stofnuðu þau raf- verktakafyrirtækið Amper sem var til húsa í Þingholtsstræti. Ásamt því að reka heimilið á Rauðalæk varð Ólöf marg- faldur meistari í golfi, bæði á Nesvellinum og í Grafarholt- inu, en þar er ekki nóg upp- talið, hún vann líka ötullega að fjáröflun fyrir Hringinn með framlögum á hannyrðum og heimabakstri. Á golfvellinum naut hún sín vel og varð fyrst kvenna til að slá holu í höggi á Íslandi (og afrekaði það alls fjórum sinnum). Ólöf var sæmd gullmerki Golfsambands Ís- lands árið 1974. Ólöf og Árni áttu mörg ánægjuleg spor á golfvöllum Reykjavíkur og víða í Evrópu, þau spiluðu flesta daga allt til áttræðisald- urs. Ólöf fluttist í Sóltún árið 2011 og bjó þar við einstaka umönnun starfsfólks til dauða- dags. Jarðarför hefur farið fram. Karlsdóttur. Börn: Karl Arnarson, f. 8.10. 1961, lög- reglumaður, Erla Arnardóttir, f. 3.3. 1965, tanntæknir, Harpa Arn- ardóttir, f. 29.10. 1974, gæðastjóri, og Árni Svavar, f. 25.9. 1979, flug- maður. 2. Geir Árnason, jarðfræð- ingur og kennari, f. 2.8. 1947, kvæntur Sigrúnu Aðalsteins- dóttur, fyrri kona hans var Björg Jónsdóttir. Börn Geirs og Bjargar: dr. Ólöf Guðný, f. 3.11. 1968, næringarfræðingur, Erna Hrönn, f. 25.12. 1974, lögfræðingur, og dr. Laufey, f. 9.8. 1983, líffræðingur. Börn Geirs og Sigrúnar: Sara Geirs- dóttir, f. 22.6. 1994, tónlist- arkona, og Karen Geirsdóttir, f. 4.12. 1996, nemi. 3. Ólöf Árnadóttir, grafískur hönn- uður, f. 3.7. 1954, gift Pétri Halldórssyni. Barn: Brynja, danskennari og grafískur hönnuður, f. 3.10. 1984. Barna- barnabörnin eru 16. Ólöf Guðný ólst upp á Skóla- vörðuholti, bjó á Njarðargötu 39 og gekk í Austurbæjar- skóla. Aðeins 14 ára var hún Nú er Olla amma mín horfin á braut, 92 ára gömul, og hefur verið jarðsett við hliðina á elsku afa heitnum. Amma bjó við heilsubrest síðustu misserin svo að hún hefur verið hvíldinni fegin en söknuðurinn er engu að síður sár. Við amma vorum miklar vinkonur og brölluðum ýmislegt saman. Minningar hellast yfir mig, minningar bæði frá æsku og fram til dagsins í dag, sem ylja mér nú um hjartarætur. Ég man þegar við amma sát- um á gólfinu inni í fatahenginu frammi á gangi á Rauðalæknum með vasaljós og amma sagði draugasögur með tilþrifum. Ég man hvað við hlógum mikið. Ég man eftir fimu höndunum þínum þegar þú settir fastar fléttur í hárið mitt. Ég man eft- ir heitu ömmu-súkkulaði með rjóma í eldhúsinu á Rauðalækn- um, upprúlluðum pönnukökum á eldhúsborðinu, með extra sykri fyrir mig, gúrkubrauð með kæfu og mjólk á borðinu. Ég man þegar ég fékk að fara í geymsluna til að máta alla grímubúningana sem amma hafði saumað, setja á mig alla skartgripina og hlaupa um hús- ið í magadans- eða hefðarfrúar- búningi. Ég man þegar við sát- um heilu daganna og spiluðum grand, rommý og ólsen-ólsen. Ég man að þú leyfðir mér stundum að vinna en ekki oft. Ég man eftir ömmu senda afa með mig út á golfvöll til að slá golfkúlur úr fötu, fá síðan M&M í skál fyrir framan sjónvarpið með teppi utan um mig til að taka úr mér kuldahrollinn. Ég man eftir öllum golfbikurunum og verðlaunum fyrir golfið sem við meistari amma fægðum við eldhúsborðið á Rauðó. Ég man þegar þú vaktir afa, um miðjar nætur, til að taka upp á VHS- spólur Ólympíuleikana í fimleik- um í sjónvarpinu 1984 til að ég gæti horft á þegar ég kæmi til ykkar. Ég man eftir ömmu búa til verndarengla úr pappa og blúndu og hvað ég var stolt að sjá þá til sölu í gamla Blóma- vali. Heppin ég að eiga nokkra sjálf. Ég man eftir að hafa setið í eldhúsinu með þér á meðan þú saumaðir á mig kjólinn fyrir fyrsta busaballið mitt. Beislit- aður satínkjóll með blúndu yfir. Guðdómlegur kjóll. Ég man hvernig þú straukst mér um hárið þegar ég var hugsi, án þess að segja orð. Ég man eftir þér í eldhúsinu að undirbúa hangikjötsveislu á jólunum, öll- um jólaljósunum og litla jóla- trénu í stofunni. Ég man hvað það var gaman að skoða og máta alla þessa fallegu 50’s- og 60’s-kjóla sem afi hafði gefið þér og það voru sko ófáir kjól- arnir sem ég fékk að nota á menntaskólaböllin og voru síðan notaðir á árshátíðum. Ég man eftir ömmu sauma út jólasokka, fyrir dóttur mína og önnur langömmubörn á miðju sumri til að þeir væru örugglega til- búnir fyrir jólin. Ég man þegar amma kom í permanent og klippingu til mín þegar ég var í hárgreiðslunámi og ég gerði hárið á henni óvart fjólublátt. Amma var ekki sátt með litinn en þessu var bjargað með ljós- um strípum og amma varð al- sæl. Hún kom mörgum sinnum til mín í hárgreiðslu þrátt fyrir þetta. Ég man hvað amma og afi voru glöð í brúðkaupinu okk- ar Sigga. Ég man þig, elsku amma mín, og við fáum okkur seinna saman heitt súkkulaði með rjóma og spjöllum um alla heima og geima. Þín Erna Hrönn. Nú kveð ég hana tengda- mömmu og vinkonu mína Ólöfu Guðnýju Geirsdóttur. Ég var svo heppin að kynnast henni betur en margur því hún var ekki allra, mest fyrir fjölskyld- una; Ollu mína, Árna og strák- ana og svo okkur hin. Líkt og faðir hennar, Geir, var Ólöf mikill völundarsmiður. Oft varð mér hugsað til lista- manna sem ná langt í sinni grein þegar ég skoðaði lista- verkin hennar og maður spyr sig, hvert skyldi hönnuðurinn tengdó hafa farið ef hún hefði haft tök á að fara í listaskóla? Sumir verða stór nöfn í list- heiminum en Ólöf fórnaði sér fyrir fjölskylduna með eftir- minnilegri gleði og húmor þar sem hún gerði allt fyrir þau en ekkert fyrir sig. Þegar ég og Olla byggðum upp fyrirtæki okkar var dóttir okkar alla daga hjá ömmu og lærði af henni að búa til allt í höndunum. Það eru forréttindi sem dóttir okkar býr að út lífið: „Vandaðu þig“ var viðkvæðið hennar ömmu. Ef Ólöf gaf fjöl- skyldunni andlegt svæði hag- ræddi hún því þannig að hún fékk það til baka með bravör á golfvellinum, þar var hún meist- ari meistaranna. Úr því hún hóf að spila golf, varð hún best, eins og full stofa af verðlaunum er til vitnis um. Ólöf var ekki há í loftinu eins og turninn Árni en hún var stór manneskja sem gat verið hátt- vís þegar hún þurfti. Hún var falleg, með kónganef, sem mér finnst koma úr grárri forneskju, hugsanlega frá ævafornum kon- ungsgarði. Innilegar þakkir, elsku vinkona, fyrir góð kynni og óborganlegan húmor. Pétur. Ólöf Guðný Geirsdóttir ✝ Ingvi ÓmarMeldal fæddist 1. júní 1952 á Ak- ureyri. Hann lést 28. janúar 2016. Foreldrar Ingva voru Loftur Meldal, verkamaður, f. 5. febrúar 1906 í Mel- rakkadal, Víðidal í V-Húnavatnssýslu, d. 18. maí 1987, og Sigrún Leifsdóttir, húsmóðir, f. 1. maí 1927 í Bald- ursheimi í Mývatnssveit, d. 29. október 1994. Systkini Ingva eru Ragnheiður Olga Lofts- dóttir, f. 24. janúar 1944. Hauk- ur Sigurður Meldal, f. 9. ágúst 1945, Kristleifur Meldal, f. 17. ágúst 1946, Sturla Meldal, f. 9. janúar 1948, d. 1. október 2010, Hólmfríður Elín Meldal, f. 24. júní 1949, Guð- mundur Meldal, f. 8. nóvember 1950, Frosti Meldal, f. 10. febrúar 1955, og Sverrir Auðunn Meldal, f. 2. júní 1957. Ingvi starfaði meðal annars við sjómennsku, byggingar- vinnu og fiskvinnslu. Hann bjó alla sína tíð á Akureyri, að mestu í Innbænum. Útförin fór fram í kyrrþey að hans ósk. Ingvi föðurbróðir minn er lát- inn eftir harða baráttu við krabbamein. Við systkinin ól- umst upp í Rauða húsinu með Ingva og vorum því í miklum samskiptum við hann. Líf Ingva var ekki alltaf auðvelt, en hann bjó við þá einstöku skapgerð að verða aldrei bitur yfir hlutskipti sínu. Hann var mikið ljúfmenni og góður við alla sem hann komst í kynni við, menn og dýr. Ingvi var stríðinn og hafði sér- stakt dálæti á að æsa þá upp sem stóðu í rökræðum við hann, þá kom glottið oft fram á andlit- ið. Hann gætti þess þó að særa engan og oft ef við systkinin áttum í rökræðum við hann hringdi hann í okkur nokkrum tímum síðar og var þá búinn að taka Ragnar Reykás á allt sam- an. Það fór aldrei á milli mála hvað Ingva þótti vænt um okk- ur, hann var eftirlátssamur, en það skipti hann miklu máli að okkur vegnaði vel í lífinu. Hann var stoltur af okkur, sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, og lét okkur vita hvað hann hafði mikla trú á okkur. Hann var alltaf að passa upp á okkur og brýndi gjarnan fyrir okkur hinar ýmsu hættur lífsins. Þrettán ára unglingurinn kunni lítið að meta kraftmikla fyrir- lestra um ógnir áfengis og kyn- sjúkdóma sem var lýst með mjög ýktum og myndrænum hætti, enda var Ingvi mjög fróð- ur um ýmsa sjúkdóma. Seinna vissi maður að þetta var allt gert af umhyggju. Þegar ég flutti úr foreldrahúsum hringdi hann oft rétt fyrir háttatíma til að spyrja hvort mér liði ekki vel og til að bjóða mér góða nótt. Hann keypti gjarnan lottómiða og var oft búinn að úthluta vinn- ingnum fyrirfram til ýmissa ættingja og kunningja, sem hann taldi þurfa meira á þessu að halda en hann. Mér telst til að hefði hann unnið ætti ég lík- lega inni hjá honum nokkra milljarða miðað við öll áheitin. Ingvi var hændur að dýrum og við hvöttum hann oft til að eign- ast kött eða hund. Það tók Ingvi ekki í mál, hann var sko enginn maður til þess. Ráðin voru þó tekin af honum þegar nágranna- kötturinn Kolbeinn ákvað að ættleiða Ingva og flutti inn til hans einn daginn. Þeir áttu góð ár saman og hlýtur Kolbeinn að teljast dekraðasti köttur Inn- bæjarins frá upphafi. Hundarnir í Innbænum heilsuðu Ingva gjarnan á ferð hans um hverfið og hrafnarnir bönkuðu upp á hjá matföður sínum, sem hlúði jafnt að stórum sem smáum fuglum. Þegar Ingvi var yfir áramót á sjúkrahúsi fyrir sunn- an fékk heimilisfólkið í Rauða húsinu engan frið til að sofa út á jóladagsmorgun, svo ákaft bönkuðu hrafnarnir á mæninn og heimtuðu sitt. Ingvi var hjálpsamur í eðli sínu, hann sinnti vel nágrönnum sínum, þótti vænt um stúlkurn- ar í Brynju sem voru svo góðar, mokaði frá dyrum ef þörf var á, leit eftir bátunum hjá Nökkva og gætti þess að engin börn kæmu sér í hættu í hverfinu. Hann var þakklátur fyrir það sem gert var fyrir hann og tal- aði hlýlega um yndislegu stúlk- urnar sem önnuðust hann í veik- indunum, bæði á sjúkra- húsunum og meðan hann lá veikur heima. Heimurinn hefur misst mikið góðmenni í hvers- dagshetjunni Ingva og ég vona að hann hafi vitað hvað hann gaf með öllum litlu góðverkun- um sínum. Hann skilur eftir sig stórt skarð. Sigrún Ella Meldal. Ingvi Ómar Meldal Ótt er nú höggvið í garð okkar leik- húsmanna. Látinn er Hallmar Sigurðs- son leikstjóri mjög um aldur fram eftir glímu við erfiðan sjúk- dóm. Að honum er mikil missa. Því miður var ég staddur í út- löndum þegar andlát hans og út- för bar að; verð því að láta mér nægja hér örfá kveðjuorð. Ég minnist þess vel þegar við hittumst fyrsta sinni. Ég var þá á fundi í einhverjum af þessum eilífu nefndum sem ég var settur í og okkur boðið að skoða Dramatiska institutet i Stokk- hólmi. Þar var þá komin leik- stjórnardeild, hin fyrsta á Norð- urlöndum og mér var sagt að þar hefði einn Íslendingur komist í hóp útvaldra. Áður hafði hann stundað nám og lokið prófum við háskólann í Stokkhólmi í leiklist- arsögu og skyldum fræðum. Þessi ungi maður bauð af sér góðan þokka og talaði skynsam- lega. Ári seinna eða tveimur var hann kominn heim og tilbúinn að hefjast handa; sennilega var hann sá fyrsti á eftir Eyvindi Er- lendssyni sem stundað hafði formlegt leikstjórnarnám. Líkt og við höfðum í Leikfélaginu boðið Eyvindi verkefni áður en hann stofnaði sína eigin leik- smiðju, þótti mér jafn einsýnt, að þessi ungi maður skyldi fá sem fyrst tækifæri til að reyna krafta sína. Ég nánast gaf honum sjálf- dæmi í verkefnavalinu (hann nefndi ein þrjú leikverk), vitandi það, að ef leikstjóri brennur fyrir verki, er það líklegra til árangurs en ella. Hann valdi Könnusteyp- inn pólitíska eftir Holberg og við fengum Jakob Benediktsson sem áður hafði fengist við Holberg af mikilli hind til að þýða leikinn. Þetta varð nú svolítið sögulegt og sennilega ekki óskabyr fyrir ungan og óreyndan leikstjóra. Aðalhlutverkin, könnusteypinn og þjóninn Henrik, skyldu þeir Róbert Arnfinnsson og Bessi Bjarnason leika. En um sumarið, á miðju æfingaskeiðinu, kom babb í bátinn. Hollywood vildi fá Róbert til að leika í stórmynd hjá sér. Blöðin hömuðust: Ætlar leikhússtjórinn virkilega að hindra frama Róberts Arnfinns- sonar? Það vildi leikhússtjórinn augsýnilega ekki, því að skipt var í hlutverkum, Bessi tók við könnusteypinum og Þórhallur Sigurðsson Henriki. Og allt fór vel, þó að skipulag leikhússins það haustið riðlaðist. Hlálegast var þó það, að ekkert varð af því að Robert léki í umræddri mynd; ekki veit ég hvað kom í veg fyrir það. Hallmar Sigurðsson ✝ Hallmar Sig-urðsson fædd- ist 21. maí 1952. Hann lést 30. jan- úar 2016. Hallmar var jarðsunginn 9. febrúar 2016. En í þessum sporum sýndi Hall- mar þegar hver töggur var í honum. Síðan átti hann glæsilegan feril sem leikstjóri og leik- hússtjóri og reynd- ar í ígripum sem leikari líka. Hann var og afbragðs upplesari, enda gæddur sérdeilis hljómfagurri rödd og ljóðrænum næmleika. Oft lágu leiðir okkar saman, en kannski minnist ég með mestri ánægju þess, þegar hann var leikhússtjóri í útvarp- inu; þá átti maður erindi þangað og var hvattur til þess. Leikhúsfólk er þekkt að því að tala um leikhús og aftur leikhús. Það gerðum við Hallmar líka, en okkar samtöl voru öðruvísi en flestra. Þar kom til hans mikla skyn- semd, næmleiki, hógvær prúð- mennska og öfgalaus yfirvegun, sem þó fól ekki í sér að strangt væri ekki metið og dæmt. En hann var mannúðarmaður í öllu sínu atferli. Okkar síðasta samtal var fyrir nokkrum vikum á þessum sömu nótum. Hann var þá búinn að koma fram fyrir alþjóð í útvarps- þætti og lýsa lífi sínu í skugga dauðans af sjaldgæfri fegurð og þroska. Þannig er gott að minn- ast hans. Ég sendi Sigríði, Herdísi og fjölskyldunni samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hallmars Sigurðssonar. Yfir henni er ljómi. Sveinn Einarsson. Góður félagi okkar er genginn allt, allt of snemma. Halli Didda var samferða okk- ur flestum í gegnum ár æskunn- ar á Húsavík. Misnáin voru þó kynnin við þennan hægláta og hæverska en ætíð glaðlega dreng með íbyggna augnaráðið og glettnu brosvipruna, sífellt að spekúlera eitthvað. Seinna, er á mesta amstri er- ilsömu áranna hægði, áttum við því láni að fagna að endurvekja gömlu kynnin og gott betur á vettvangi kaffiklúbbsins okkar. Við þar munum sakna sárt hins notalega andblæs og hlýju sem af nærveru hans stafaði, flauelsmjúku raddarinnar sem umvafði vel ígrunduð orð hans og síðast en ekki síst glettninnar, sagnanna og hæverska hláturs- ins sem einkenndu þennan ljúf- ling og drógu persónu hans svo sterkum dráttum. Halli var einn af þeim sem stækka því nánari sem kynnin verða. Hafðu þökk fyrir stundirnar góðu. Megi fjölskylda hans finna styrk í missi sínum og söknuði. Fyrir hönd kaffifélaganna að norðan, Sigurjón Pálsson. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.