Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 75

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 75
MINNINGAR 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Gunnar bróðir fæddist á Hverfis- götunni árið 1941. Foreldrar okkar leigðu litla íbúð og deildu aðgangi að eldhúsi með annarri íbúð. Samband Gunnars og mömmu var alla tíð afar sterkt, hún sagði mér „að strákurinn hefði alltaf vaknað um leið og hún lokaði hurðinni“ þegar hún þurfti að fara frá honum þegar hann var lítill. Barnaskólagangan var í Aust- urbæjarskóla, síðan lá leiðin í 1. og 2. bekk gaggó í Lindargötuskóla, og svo verknámið í Skipholti. Gunnar og Nonni, skólabróðir hans úr Lindargötuskóla, fóru saman í Iðnskólann í rafvirkjun en ákváðu síðan að hætta námi og fara að vinna. Æskuvinurinn Nonni fór á sjóinn en Gunnar hóf störf hjá Rafveitu Reykjavíkur. Gunnar var 7 ár í sveit í Króki hjá Guðmundi afa og Ingólfi móð- urbróður. Hann var á Króki þegar Ingólfur kom með fyrsta traktor- inn á bæinn. Fram að því hafðir þú farið með mjólkina á hestakerru fram að hliði. Elsku bróðir. Fyrstu minning- ar mínar með þér eru í Blöndu- hlíðinni en þangað fluttum við 1959 þegar ég var tveggja ára og þú orðinn átján. Ég man að vinir þínir, þeir Nonni, Lúlli, Steini og Rúnar, komu oft í heimsókn til okkar. Ég er níu ára þegar þið Sirrý genguð í hjónaband og fluttuð inn á Laugalæk til Sigríðar og Jóns, ömmu og afa Sirrýjar. Þá fórstu að vinna hjá Bræðrunum Orms- son, með Hallgrími syni þeirra, við lyftuviðgerðir og starfaðir við það þangað til þú gerðist öryggisvörð- ur á Borgarspítalanum 1999. Það var lengi mitt fyrsta verk þegar ég fór í lyftur að athuga hvort nafnið þitt væri ekki skráð inni í lyftunni. Magnús fæddist þegar þið bjugguð á Laugalæknum og svo fluttuð þið í Grýtubakkann og Ari fæddist þremur árum seinna. Litla systir fékk það hlutverk að passa strákana sem síðar leiddi til þess að þeir komu oft með mér á handboltaleiki og æfingar hjá Val Gunnar Friðrik Magnússon ✝ Gunnar Frið-rik Magnús- son fæddist 7. mars 1941. Hann lést 13. febrúar 2016. Útför Gunnars fór fram 23. febr- úar 2016. og svo urðu þeir Vals- arar eins og frænkan. Þið Sirrý skilduð og strákarnir fylgdu þér. Þú hélst heimili fyrir þá og annaðist þá meðan þeir uxu úr grasi, þar til þeir stofnuðu eigin heim- ili. Við ferðuðumst saman, horfðum á fót- bolta, spiluðum, döns- uðum og spjölluðum. Við tengdumst sterkum vinabönd- um sem hafa reynst mér og minni fjölskyldu dýrmæt. Elsku Gunnar. Líf þitt var ekki alltaf auðvelt, þú flíkaðir ekki til- finningum þínum en varst alltaf tilbúinn að veita aðstoð og rétta fram hjálparhönd. Allir sem um- gengust þig, hvort sem var í vinnu eða leik, áttuðu sig á manngæsku þinni. Þú máttir ekkert aumt sjá og varst alltaf boðinn og búinn. Fram á síðasta dag leituðu til þín hjálparþurfi einstaklingar og eng- inn fór tómhentur frá þér ef eitt- hvað var til. Of snemma er nú komið að kveðjustund, ég kveð þig með þakklæti og söknuði og bið fyrir kveðju til ættingja okkar sem farnir eru yfir móðuna miklu. Það verður tómlegt í Blönduhlíðinni án þín. Halldóra Kristín Magnúsdóttir. Það var á degi síðla vetrar þeg- ar sólar var farið gæta, um páska- leytið, að húsbóndinn og verka- maðurinn í risíbúðinni að Blönduhlíð 25 var búinn að setja sólborðið sitt út og finna sér stað á svölunum með bók í hönd. Þú varst stríðsárabarn, fæddur á því herrans ári þegar átökin stóðu sem hæst milli Breta og Þjóðverja á hafinu kringum Ís- land. Sem ungur maður varst þú mikið í fót- og handbolta. Framari, mjög efnilegur og á framabraut, kominn í hóp þeirra efnilegustu. En örlögin kipptu þér út úr íþrótt- unum þar sem þú sem verkamað- ur hjá Rafveitunni í Reykjavík varst ásamt fleirum að hengja upp jólabjölluna þar sem mætast Hafnarstræti, Aðalstræti og Vest- urgata. Þar sem þú stendur í stiga til að tengja bjölluna slitnuðu línur sem halda áttu bjöllunni. Þú held- ur á gríðarþungri bjöllunni með uppréttar hendur í stiganum þar til menn komu til aðstoðar og tengdu bjölluna. Reykvíkingar fengu sín jól, en þú fórst í bakinu og áttir í því alla ævi og hættir í íþróttum. Þegar þú vannst hjá Bræðrun- um Ormsson við lyftuviðgerðir gerist það að lyfta sem þú varst að gera við á 5. hæð fór í frjálsu falli niður í kjallara og þú með. Þú stóðst af þér fallið með brotinn hæl. Gunnar minn, þú varst kraftakarl, það hefðu engir venju- legir menn gengið uppréttir eftir þau áföll sem þú lentir í. Undanfarin sumur höfum við sonur minn verið á skaki og róið frá Brjánslæk. Þú hafðir mikinn áhuga á þessum sjóferðum og fylgdist með í tölvunni heima. Oft að loknum sjóferðum ræddum við í síma hvar hann hafði gefið sig. Einhverju sinni erum við í fiski út af Austurboðunum þegar það rennir fram með borðstokknum hjá okkur bátur af Snæfellsnesi. Við bölvum tillitsleysinu og allan fisk tekur undan í einni svipan, en í því hringir síminn og þú spyrð hverju sæti. Þú varst orðinn nokk- uð kunnugur fiskimiðum á Breiða- firði og hringdir gjarnan er hann tók undan við Prestsskerið og við á leið niður að Oddleifsskerjum eða á leið út að Flötuflögu. Þú sagðir mér að þú hefðir ver- ið með tengdaföður þínum að reyna við lúðu á lítilli skektu frá Reykjavík. Það eru lúðumið, sagð- ir þú, þar sem er opinn Baróns- stígur og Viðeyjarstofa í Úlfars- felli. Máski róum við saman síðar meir, Gunnar minn, á þetta mið. Kæri vinur og mágur, ég þakka þér samfylgdina sem varð styttri en til stóð. Ég man margar ánægjustundir okkar saman og í minningunni lifir sá dæmigerði Ís- lendingur sem fer í vinnuna á til- settum tíma, kemur heim að lokn- um vinnudegi hvílir sig, safnar kröftum fyrir næstu vinnulotu sem allt þrek og kraftur er lagður í án þess að mögla. Skáldið frá Fagraskógi kemst vel að orði í frægu ljóði sínu en þar segir: fáir njóta eldanna er fyrstir kveikja þá. Það verður ekki frá ykkur tekið að þú og þínir líkar byggðuð upp það velferðarsamfélag sem við Ís- lendingar búum að í dag. Engar bónusgreiðslur til ykkar, en þið kveiktuð eldana. Gunnar minn, nú er hækkandi sól og senn kemur að því að koma sólborðinu út á svalir. Með vorinu væri gott að sitja þar við lestur góðrar bókar og draga í sig orku sólarinnar, lífgjafa alls er lifir. Unnar Þór Böðvarsson. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Haustið 2004 kynnist ég Gunn- ari tengdaföður mínum. Við urðum fljótt mjög náin og góðir vinir og gátum rætt um allt milli himins og jarðar. Við hlógum mik- ið saman og gátum gert grín hvort að öðru og hlegið að vitleysunni í okkur. Það skemmdi nú ekki fyrir að nýja tengdadóttirin var Fram- ari eins og hann. Gunnar tók börn- um mínum, þeim Svavari Inga og Lenu Margréti, strax eins og sín- um eigin barnabörnum sem mér þótti óendanlega vænt um. Það var svo mikið Gunnar, með stórt hjarta og hlýja nærveru. Af þeim og Rögnu Mist, dóttur okkar Ara, var Gunnar alltaf kallaður afi Gunn. Alltaf var hann reiðubúinn að gera allt sem í hans valdi stóð til að hjálpa öðrum. Sem dæmi þá hef ég farið nokkrar handbolta- ferðir, með Fram, um landið síð- astliðin ár og hefur hann alltaf verið tilbúinn að lána mér bílinn sinn. Hann vildi að við værum örugg og á góðum bíl að þvælast um landið. Hann kom oft í heimsókn til okkar í Heiðargerðið eftir vaktirn- ar á Landspítalanum til að heilsa upp á okkur og spjalla. Og oftar en ekki sátu feður okkar Ara og ræddu lífið og tilveruna yfir kaffi- bolla á meðan við Ari vorum að vinna í garðinum. Eitt skiptið þegar Gunnar kom til okkar vorum við að fella nokkur tré í garðinum og sat hann á stól rétt við húsið. Nema það að tréð sem við felldum féll rétt á milli fóta Gunnars þar sem hann sat með kaffibollann og dauðbrá. Það sem við gátum hlegið að þessu lengi á eftir þar sem enginn slasaðist. Hann gerði mikið grín að því að við værum að gefa honum einhver skilaboð með þessu. Það finnst mér einkenna Gunnar hvað hann var alltaf tilbúinn að sjá skemmti- legu hliðarnar á hlutunum. Það var nú bara tveimur dögum fyrir andlátið að hann spurði mig hvort ég væri ekki að haga mér almenni- lega og hló svo bara og glotti. Þá var hann að vísa í atvik sem gerð- ist ekki alls fyrir löngu. Hann ætl- aði sér greinilega að nota það á mig aðeins lengur. Það var ótrú- lega stutt í léttleikann þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi hans sem hann bar með reisn fram á síðasta dag. Ég á svo margar ljúfar og góð- ar minningar um Gunnar og finnst ég einstaklega heppin að hafa kynnst honum og fengið að verða tengdadóttir hans og eiga margar góðar stundir með honum. Það er sárt að sjá á eftir honum en nú er hann kominn á betri stað þar sem honum líður betur. Far þú í friði, elskulegasti tengdafaðir minn. Jónína Kristmanns. Í dag er 25. febr- úar. Í dag hefðir þú, elsku Sólveig systir okkar, orðið 48 ára. Þú varst ekta miðjubarn, þrjár eldri systur, síðan komst þú og þrjár yngri systur, Hildur, Sól- rún, Guðbjörg, Sólveig, Eiríka, Stefanía og Ásgerður. Elsku Sólveig okkar, það sem við söknum þín, því er ekki hægt að lýsa, en við yljum okkur við minningar um þig og þær góðu samverustundir sem við höfum átt með þér í gegnum ævina. Það er svo sárt að þunglyndið hafi haft betur og sigrað þig sem varst svo dugleg, ákveðin og ein- beitt í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Það sem þið Kári voruð dugleg að fara í gönguferðir í sumar og hvað þú varst dugleg að drífa þig á hestbak í fyrsta skiptið eftir að elsku Linda Hrund okkar tapaði sinni baráttu við þunglyndið. Þú sem varst svo dugleg að vera með ömmu- og afastelpuna ykkar Kára, litla sólargeislann ykkar. Það er svo sárt til þess að Sólveig Pálsdóttir ✝ Sólveig Páls-dóttir fæddist 25. febrúar 1968. Hún lést 27. októ- ber 2015. Útförin fór fram í kyrrþey 7. nóv- ember 2015. hugsa að við fáum ekki að hitta þig oft- ar. Systrahittingur- inn verður aldrei sá sami án þín. Þú sem hélst alltaf uppi húmornum. Alltaf til í að grínast og gantast í okkur systrum þínum. Þú með þinn smitandi hlátur og snilldar komment. Það hefur verið höggvið stórt skarð í systrahópinn. Lífið verð- ur aldrei samt án þín, elsku Sól- veig okkar. Hlökkum til að fá að skála í rauðvíni við þig eins og þú ætlaðir að gera þegar við værum komnar inn á elliheimili og knúsa þig þeg- ar okkar tími kemur. Til hamingju með afmælið, elsku Sólveig okkar. Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar, þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn, lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Við elskum þig. Þínar systur, Hildur, Sólrún, Guðbjörg, Eiríka, Stefanía og Ásgerður. ✝ Helga Harð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 30. október 1936. Hún lést á Droplaugar- stöðum í Reykjavík 8. febrúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Ragnheiður Sveinsdóttir skrif- stofumaður, f. 1900, d. 1987, og Hörður Gestsson bifreið- arstjóri, f. 1910, d. 1975. Þau skildu og ólst Helga upp hjá móð- ur sinni. Systir Helgu var Vil- borg Harðardóttir blaðamaður, f. 1935, d. 2002. Helga giftist 1957 Franz Gíslasyni, sagnfræð- ingi og þýðanda, f. 1935, d. 2006; þau slitu samvistum 1964. Sonur Helgu er Örn Franzson tækni- fræðingur, f. 1962, kvæntur Hólmfríði Sigurð- ardóttur. Þau eiga tvö börn, Erni Hrafn Arnarson, f. 1986, og Margréti Helgu, f. 2004. Sambýliskona Ernis er Anna Gunn- laug Friðriksdóttur og eiga þau dóttur- ina Hildi Kötlu, f. í janúar 2016. Helga varð gagn- fræðingur og lagði stund á röntgentækni í Leipzig 1961-64. Hún vann ýmis skrif- stofustörf, lengst af sem póst- maður, á Póststofu Reykjavíkur, Tollpóststofunni og hjá Póstgíró og tók þátt í félagsstörfum á veg- um póstmanna; síðar á bæjar- skrifstofu Seltjarnarnesbæjar. Útför Helgu fór fram í kyrrþey 19. febrúar 2016. Helga var mágkona mín í rúm- an aldarfjórðung. Ég sá hana fyrst þegar hún var 15 ára. Henni leist víst ekkert á mig og fannst ég hundleiðinlegur. En það átti eftir að breytast og svo vildi til að sonur minn fæddist á 17 ára afmælisdegi hennar. Helga hafði orðið fyrir því í bernsku að fá berkla í annan fót- inn með þeim afleiðingum að hann varð mun styttri en hinn. Á ung- lingsárum var reynt að lagfæra þetta með skurðaðgerð sem tókst ekki betur en svo að hún var alla tíð síðan dálítið skökk í mjöðm. Þetta háði henni þó ekki mikið í daglegu lífi eða skiptum við hitt kynið. Hún ók sínum eigin bíl meðan hún kærði sig um og var að flestu leyti einkar sjálfstæð í hátt- um. Helga lauk gagnfræðaprófi á sínum tíma og vann síðan ýmis skrifstofustörf. Hún giftist snemma Franz Adolf Gíslasyni, blaðamanni og seinna afkasta- miklum þýðanda þýskra og ís- lenskra bókmennta. Hún fór með honum til Leipzig árið 1961 þar sem Franz lagði stund á sagn- fræði, en hún innritaðist sjálf í meinatækni og seinna röntgen- tækni þar sem í ljós kom að hún þoldi illa að taka mönnum blóð. Hún lauk samt ekki því námi. Í Leipzig eignaðist hún soninn Örn. Þau Franz slitu samvistum og eft- ir heimkomuna vann Helga einna lengst á tollpóststofunni, sat um tíma í stjórn Póstmannafélagsins og var fulltrúi þess á þingi BSRB. Helga var ein þeirra sem er margt bráðvel gefið en skortir oft úthald til að nýta hæfileika sína. Hún átti auðvelt með að nema tungumál og náði til að mynda góðu valdi á þýsku. Því var hún stundum fengin sem leiðsögumað- ur í dagsferðir fyrir þýska túrista þegar skemmtiskip tóku að venja komur sínar hingað fyrir hálfri öld. Hún var býsna næm á mann- lega eðlisþætti sem sumir kalla sálfræði. Hún var lagin í höndum og vandvirk og var oft spilandi skemmtileg með lipra frásagnar- gáfu en gat verið afundin annað veifið, kannski bara pirruð á lífinu og uppákomum þess. Hún hafði orð fyrir að vera glögg og rösk sem starfsmaður en átti til að verða gripin einhverju óþoli sem gat komið fram í ýmiskonar fíkn. En hún hélt ætíð sínu merkilega stolti og sjálfræðisvilja. Í eðli sínu var hún svolítil prinsessa á baun þótt hún fæddist ekki inn í konungs- hirð. Helgu þótti alla tíð afar vænt um börn okkar Vilborgar og var mikill vinur þeirra. Ljósið í lífinu síðustu áratugina voru barnabörn- in, Ernir Hrafn og Margrét Helga, og í banalegunni lifði hún að verða langamma í rétt rúman hálfan mánuð eftir að Hildur Katla fædd- ist í Þýskalandi. Árni Björnsson. Helga Harðardóttir Elskulega tengdamóðir mín, Jóna Gústa, eins hún oft var kölluð innan fjölskyldunnar, er fallin frá. Mikill er söknuðurinn. Nú koma allar góðu minningarnar um þig og þína hjartahlýju. Við kynntumst fyrst fyrir 35 árum, á heimili ykk- ar Óla tengdapabba í Hátúni 47. Jóna var alla tíð mjög gestrisin enda var stöðugur gestagangur á heimilinu, sem var einhvers konar miðstöð fyrir ættingja er voru að koma eða fara í bæinn ofan af Skaga og fleiri stöðum, enda alltaf heitt á könnunni. Það var alltaf vel tekið á móti okkur og aldrei komið að tómum kofunum hjá þeim hjónum. Jóna gafst aldrei upp. Hún veiktist af veirusjúkdómi 17. júní 1987 og missti máttinn, fyrst í fót- unum, síðan breiddist lömunin um allan líkamann. Hún var mjög slæmt tilfelli – ótrúlegt að hún skyldi lifa þetta af. Leið hennar lá inn á Grensásdeild í endurhæf- ingu í tvö og hálft ár, þar náði hún sér ótrúlega vel upp úr veikind- unum með aðstoð starfsfólks. Hún ætlaði að bjarga sér – gat síðan gengið með göngugrind og mætti lengi í æfingar í sundlaug- ina á Grensási í nokkur ár. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur – allt lék í höndunum á henni. Allar prjónaflíkurnar úr prjónavélinni sem hún náði að skapa – allt meira eða minna lista- verk, sem öll ættin hefur notið góðs af og fleiri. „Hvað langar þig í!̈ ég skal prjóna það – var við- kvæði hjá Jónu. Hún prjónaði á morgnana og saumaði saman flík- urnar eftir hádegi og á kvöldin fyrir framan sjónvarpið, en sjald- Jóna Ágústa Viktorsdóttir ✝ Jóna ÁgústaViktorsdóttir fæddist á Akranesi, 8. júní 1924. Hún lést 17. janúar 2016. Útför hennar hefur farið fram. an missti hún af kappleikjalýsingum. Síðasta prjónadress- ið hefur sennilega verið í október síð- astliðinn. Þá var hún heima og náði að setjast við prjóna- vélina. Hún nefndi oft að ef hún gæti ekki setið við prjónavélina, þá væri enginn tilgang- ur í að lifa lengur. Hún var mjög trú sínu fólki – gerði aldrei upp á milli barnanna sinna – passaði upp á að allir fengju það sama. Henni leið aldrei betur en að fá barnabörnin og langömmubörnin í heimsókn. Naut sonur minn Bjarki og dóttir mín Ágústa Björg þeirrar hlýju og umhyggju hjá henni, en þau tengsl voru mjög náin. Ágústa Björg var ekki gömul þegar hún tók fyrsta strætó til ömmu og afa. Þau hjónin höfðu alltaf nægan tíma. Amma spilaði mikið við þau, hún var ekkert að leyfa þeim að vinna, það var alltaf spilað í al- vöru. Einnig kenndi hún þeim alls konur föndur eins og að prjóna og hekla – Hún fylgdist alltaf vel með öllum barnabörnunum og lang- ömmubörnum. Jóna ætlaði alltaf að vera heima eins lengi og hægt væri og hún stóð við það. Með aðstoð Ólínu/Línu dóttur sinnar sem var hennar stoð og sá um allar nauð- synjar og aðstoða hana eftir bestu getu. Án hennar hefði staðan ver- ið önnur. Heimahjúkrun sinnti henni einnig mjög vel. Síðan fór ferðum hennar upp á spítala að fjölga – en að lokum samþykkti hún að sótt yrði um á hjúkrunar- heimili, en þangað fór hún aldrei. Það var gott að fá að kveðja þessa góðu, hjartahlýju konu sátta – hún fann sjálf að tíminn var kom- in, hún var tilbúin að kveðja okkur öll. Bestu þakkir fyrir allt, Jóna mín, ég kveð þig með söknuði. Maria Muller (Maja).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.