Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 78

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 78
78 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Það er allt að gerast, við erum nýbyrjuð að æfa með hljómsveit-inni, það er gríðarlegt stuð hérna og allir mjög spenntir fyrirfrumsýningunni,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir leik- kona sem tekur þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á söngleiknum Mamma Mia!. Frumsýningin verður 11. mars. Maríanna leikur Rosie, sem Julie Walters lék í samnefndri kvikmynd. „Það hlutverk hentar mér vel því ég er hvorki söngkona né dansari og flýt því á kómíkinni einni saman.“ Síðast lék Maríanna í Línu langsokk og Sókrates en sýningum er nýlokið á báðum þeim verkum. „Ég fékk því tvær stórkostlegar frí- helgar sem ég var mjög þakklát fyrir því þá get ég gert eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni áður en ég kveð hana aftur til skamms tíma,“ en áætlaðar eru 78 sýningar á Mamma Mia! áður en farið er í sumarfrí í lok júní. „Það er því eins gott að það sé svona gaman í vinnunni en ég er að vinna með svo skemmtilegu fólki að það er bein- línis vandræðalegt og enginn er orðinn leiður á ABBA-lögunum. Það er eins og við séum sjálf í skemmtilegri bíómynd. Það er ekkert gríðarlegur tími fyrir önnur áhugamál en leiklist, en ég er í ritnefnd tímaritstins Börn og menning og sit í stjórn IBBY, sem eru alþjóðleg samtök um barnamenningu og gefa blaðið út. Þegar sýningar hefjast á Mamma Mia! hef ég meiri tíma á daginn og þá stefni ég á að skrifa um bækur en ég hef verið að skrifa á blogginu Druslubækur og doðrantar.“ Eiginmaður Maríönnu er Ólafur Björn Ólafsson tónlistarmaður og sonur þeirra er Dýri Ólafsson 4 ára. Morgunblaðið/Eggert Fer með hlutverk Rosie Maríanna er ekki sú eina í hópnum sem á af- mæli í dag því tónlistarstjóri sýningarinnar, Jón Ólafsson, er 53 ára. Æfingar á Mamma Mia! í fullum gangi Maríanna Clara Lúthersdóttir er 39 ára F innbogi fæddist á Ísa- firði 25.2. 1966 en ólst upp í Bolungavík: „ Toppurinn á æskuár- unum fólst í því að stússast á bryggjunni við veiðar eða aðstoða trillukallana.“ Finnbogi var í grunnskóla Bol- ungavíkur, lauk stúdentsprófi frá MÍ 1986, sótti nám í eðlis- og stærðfræði, lauk flugradíóprófi við AFIS þjón- ustu, var flugradíómaður á Ísafjarð- arflugvelli og afgreiðslustjóri hjá Flugleiðum og síðar Flugfélagi Ís- lands til ársins 2007. Hann hefur sótt fjölda námskeiða um stjórnun og fé- lagsstörf. Réttindamál á vinnumark- aði hafa lengi verið hluti af umsýslu Finnboga enda hefur hann sinnt fjöl- breyttum verkamannastörfum, svo sem við ræstingar, fiskvinnslu, bygg- ingarvinnu og þjónustustörf. Finnbogi Sveinbjörnsson, form. Verk Vest – 50 ára Börnin hans Finnboga Hér má sjá Matthías, Jónbjörn, Stellu og Ísak Atla, uppábúin, á leið í einhverja fína veislu. Félagsmálamaður með nokkur áhugamál Kátir karlar Gleðipinnar Finnboga gera alltaf eitthvað af sér í Grunnavík. Reykjavík Hilmar Freyr Þorsteinsson fæddist 8. október 2015. For- eldrar hans eru Júlía Dögg Haraldsdóttir og Þorsteinn Heiðberg Guðmundsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Síðumúla 11 - Sími 568-6899 - Opið virka daga: 8 til 18; Laugardaga 10 til 14 - www.vfs.is 21.990 Verð Hjólatjakkur 3T Stöðugur hjólatjakkur sem lyftir 52cm, lægsta staða 14,5cm. Burðarþol 3 tonn. TJ T83001 Þvottakar 20 Gallon Þvottakar sem hentar vel fyrir þrif á varahlutum og verkfærum. TJ TRG4001-20 Til í fleiri stærðum Sandblásturskassi Flottur sandblásturskassi sem hentar vel á verkstæðið. Vinnupláss: 60x84x63cm. TJ TRG4222 Til í fleiri stærðum 22.990 Verð 69.900 Verð Kapaltromla 25m Lengd 25m, leiðir 3G1,5 H05VV-F BR 1099150027 6.990 Verð Digital rennimál 150mm, 0,02mm skekkja TO YT7201 4.990 Verð Vélagálgi 1 Tonn Hámarkshæð 2000mm, lægstahæð 25mm. Burður 1 Tonn TJ T31002 Til í fleiri stærðum 49.900 Verð Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.