Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 80

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 80
80 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Í stað þess að reyna að komast yfir allt sem þú ætlaðir að gera í dag ættir þú að spyrja þig að því hver þú ættir að vera í dag. Viðtökur annarra koma á óvart. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Komandi tímar munu reynast mikil prófraun. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vandamálin hverfa ekki þó að þú sópir þeim undir teppið svo það er eins gott að ráðast strax á þau meðan þú hefur tæki- færi til. Láttu það ekki fara í taugarnar á þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur góða tilfinningu fyrir tíma- setningum. Nú gengur allt sem sagt að óskum. Með því að gaumgæfa það tekur þú jafnframt afstöðu til lífsskoðana þinna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nýir straumar eru að koma inn í líf þitt og það ríður á miklu að þú mætir þeim opnum huga. Mundu að hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er eitt og annað sem þú ert að kljást við þessa dagana, en með réttu hugarfari ferðu létt með það. Leyfðu list- hneigð þinni að njóta sín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú færð tök á því að bæta stöðuna í fasteignamálum verulega. Gættu þess bara að láta ekkert koma þér á óvart í leit þinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vinnan er þér leikur einn og þú nýtur hverrar stundar svo að það hefur hvetjandi áhrif á vinnufélagana. Seinna muntu líta aftur til dagsins í dag og hugsa: Gerðist þetta? 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er þér létt verk og löður- mannlegt að kippa í liðinn þeim smáatriðum sem hafa farið úrskeiðis. Ekki nota klisjuna: „Við þurfum að tala saman“, notaðu frekar innsæið og sjarmann. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir fundið fyrir ráðríki vegna hlutar þíns í einhverju sem á að deila niður. Eitthvað meiriháttar gæti gerst ef þú tekur þetta alvarlega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú vinnur þér hlutina of erfiðlega og það getur haft hinar verstu afleiðingar fyrir þig. Byrjaðu á því að reyna að gera þér grein fyrir stöðunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki láta eigingirnina ná tökum á þér. En best fer á því að sumir hlutir verði aldrei skýrðir, því ekkert líf er án leynd- ardóma. Á mánudag birtust hér limrureftir Ólaf Stefánsson um fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna en þær höfðu áður birst á Leirnum. Þær gáfu Bjarka Karlssyni tilefni til þessara athugasemda: „Velkom- inn í aðalritaralimrusmiðahópinn, Ólafur, og komdu fagnandi. Ég lét prenta eftirfarandi ósköp í október 2013 og svo gerðu nokkrir gár- ungar rokklag við það sem kom út á plötu 2014. Vonandi verður aðalrit- aralimrugerð að þjóðaríþrótt. Í Tromsø bjó Trygve Lie. Tróð í sig sellerí og gúrku og tómat, sá góði diplómat, svo fór hann á fyllerí. Dag heitinn Hammarskjold hugfanginn var af mold. Á lirfum og mýi lifði sá Svíi uns genginn hann gaf þeim sitt hold. Ítrekað át U Thant (sá alræmdi kverúlant) þjóðarrétt Búrma: þránaðan súrmat, auga úr elefant. Helst vildi hann Waldheim, Kurt volgra sér kálið súrt með skóreimum, skurn, merg og skólpi frá Nurnberg blandað við berjajógúrt. Frá Perú er Pérez de Cuéllar pilta hann þráir og meyjar framreidd af grilli með fennel og dilli - þá garmurinn de Cuéllar geyjar. Bútros – minn – Bútros Ghali borinn var Nílardal í. Þar býr enginn Nings því borða menn Sfinx og falla af því flestir val í. Í kofa bjó Kofi Annan. Kofanum sínum ann’ann en át hann af vana (það er algengt í Ghana) og keypti sér kofa annan. Er banaði Ban Ki-moon og borðaði pönduhún var Kóreubúinn rænunni rúinn og hrópaði Garún! Garún!“ Fía á Sandi yrkir „heitari bjór- limru“ í frostinu og snjónum: Það hlýtur að fara að hlýna, sögðu Hannes og drykkfellda Stína, ölið er frosið og ískalt er gosið. Þau suðu loks bjórana sína. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Rétt er að rifja upp aðalritaralimrur Í klípu „VIÐ ERUM ALGJÖRLEGA STRAND. KANNSKI ÞÚ ÆTTIR AÐ REYNA AÐ HUGSA ÚT FYRIR KVIÐDÓMSKASSANN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „REYNIR SLÁTRARI MUN SKERA ÞENNAN Á MORGUN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... í tísku. MATUR! GÆTI EINHVER VINSAMLEGAST HALLAÐ HÚSINU Í ÞESSA ÁTT? ÉG GÆTI UNNIÐ ÞIG MEÐ ANNAN HANDLEGGINN BUNDINN FYRIR AFTAN BAK! LÁTTU HANN HEYRA ÞAÐ, STJÓRI!! ÉG SKAL BINDA HANDLEGGINN Á HONUM!! Þú ert allt of matvandur,“ er setn-ing sem Víkverji er vanur að heyra í vinnunni. Hann viðurkennir alveg að smekkur hans sé kannski sértækari en flestra, en engu síður kannast hann ekkert við það að hann sé matvandari en annað fólk. Hann er til dæmis sá eini sem hann þekkir sem finnst gott að setja ansjósur á pitsu. x x x Það var þó kannski erfiðara en ellafyrir Víkverja að réttlæta sig um daginn, þegar mötuneytið ákvað í lok erfiðs vinnudags að bjóða upp á dýr- indis tebollur. Eini gallinn var sá að þær innihéldu rúsínur. Víkverja finnst rúsínur afskaplega vondar, en hann getur ekki ákveðið sig, hvort það er vegna þess að honum þyki bragðið vont, eða vegna þess að hann tengir þær alltaf við dauðar flugur eftir að hafa horft á þættina um Heilsubælið í Gervahverfi á sínum tíma. x x x Þar sem Víkverji stóð og pikkaðirúsínurnar eina og eina úr teboll- unum hvarflaði einnig að honum að honum finnast hnetur frekar vondar á bragðið. Stundum óskar Víkverji þó þess hreinlega að hann væri með of- næmi fyrir hnetum, því að „hnetu- fólkinu“ finnst ekkert óskiljanlegra en að einhverjum geti þótt hnetur vondar á bragðið. Fyrir því er eina löggilda afsökunin fyrir því að borða ekki hnetur sú að vera með ofnæmi. En Víkverji getur bara ekkert gert að því að hann sé ekki með hnetu- ofnæmi, að honum finnist hnetur í raun og veru vondar á bragðið. x x x Málið vandast hins vegar þegarhonum er boðið súkkulaði. Vík- verja finnst súkkulaði ágætt, eins og sést á mittismáli hans. Engu að síður virðast súkkulaðiguðirnir hafa ákveð- ið að bæði hnetur og rúsínur séu nán- ast nauðsynlegur fylgifiskur súkku- laðisins. Í verstu tilfellunum kemur súkkulaðið með hvoru tveggja, svona eins og til að undirstrika það hvað Víkverji eigi bágt. Víkverji hefur því þurft að kyngja ansi mörgum rús- ínum og hnetum, þegar hann hefur fyrir slysni þegið kostaboð um súkku- laði. víkverji@mbl.is Víkverji Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Mt. 7:7) NÝTT BRAGÐ ! Prófaðu sítrónukre m á kökuna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.