Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 84
84 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
• AMT eru hágæða pönnur úr 9 mm þykku áli
• Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita
• 3 ára ábyrgð á verpingu
• Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem
er sterkari en Teflon og án eiturefna
• Nothæf fyrir allar eldavélar
• Má setja í
uppþvottavél
• Kokkalands-
liðið notar
AMT potta
og pönnur
Úlfar Finnbjörnsson
notar AMT potta og pönnur
WORLD’S
BESTPAN
„
“
* “The world‘s best pan”according to VKD, largest German Chefs Association
*
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið
Þýskar hágæða pönnur frá AMT
THE
Ný sending
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta er fyrsti íslenski diskurinn
með frumsömdu efni fyrir fagott,“
segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir um
geisladiskinn Ferðalag sem hún ný-
verið sendi frá sér. „Fagott er al-
mennt lítt þekkt sem einleiks-
hljóðfæri, en á 20. öld jókst áhugi
tónskálda á að semja fyrir hljóðfæri
sem áður höfðu notið takmarkaðrar
athygli. Tónlistin á diskinum spannar
44 ára tímabil, en fyrsta íslenska ein-
leiksverkið fyrir fagott, Fönsun IV,
samdi Atli Heimir Sveinsson árið
1968, skömmu
eftir að hann
sneri heim frá
námi í Þýska-
landi. Verkið
skrifaði hann á
óhefðbundinn
hátt og í anda
Stockhausen vildi
hann að flytjandinn hefði veruleg
áhrif á sköpunarferlið,“ segir Kristín
Mjöll, en verkið tileinkaði Atli Heimir
Sigurði Markússyni fagottleikara
sem var fyrsti fagottkennari Krist-
ínar Mjallar og kenndi henni við Tón-
listarskólann í Reykjavík á árunum
1980 til 1987. „Líkt og fleiri verk frá
þessum tíma var það aldrei flutt,
enda mjög krefjandi. Atli Heimir
bauð mér að endurrita verkið þegar
ég leitaði til hans og ég frumflutti það
á tónleikum í Norræna húsinu í mars
2008, fjörutíu árum eftir að það hafði
verið samið.“
Pantaði tvö ný verk
Aðspurð segir Kristín Mjöll útgáf-
una eiga sér langan aðdraganda.
„Enda töluverð vinna að taka þessi
verk saman, hljóðrita þau og setja á
disk. Í raun má segja að það hafi ver-
ið dálítið afrek að hljóðrita öll þessi
verk og koma út, en það er mjög
gaman að hafa getað gefið þennan
disk út. Árið 2007 voru mér veitt sex
mánaða starfslaun til þess að taka
upp og flytja á tónleikum íslenska fa-
gotttónlist. Fyrst einbeitti ég mér að
flutningi kammerverka fyrir fagott
og strengi, en sneri mér síðan að ein-
leiksverkum og verkum sömdum fyr-
ir fagott og sembal,“ segir Kristín
Mjöll, sem hélt fyrrnefnda tónleika í
mars 2008 þar sem hluti þeirra verka
sem á diskinn rötuðu hljómuðu. Í
kjölfarið fór hún að taka upp þau verk
sem ekki höfðu áður verið hljóðrituð.
„Þegar ég byrjaði á þessu verkefni
sló það mig að það hafði ekkert nýtt
efni verið skrifað fyrir fagott frá því
fyrir aldamót. Mér fannst það
ómögulegt og nauðsynlegt að ráða
bót á því,“ segir Kristín Mjöll, sem í
framhaldinu pantaði einleiksverkið
Hugleiðingu hjá Önnu Þorvalds-
dóttur árið 2007. „Ég hélt áfram með
verkefnið 2009, en fannst að mig
vantaði meira efni,“ segir Kristín
Mjöll, en þegar hún hlaut starfslán
aftur árið 2012 pantaði hún af því til-
efni eitt verk til viðbótar hjá Hafdísi
Bjarnadóttur sem samdi Já! fyrir fa-
gott og rafhljóð.
Frumflutt 30 árum síðar
Auk einleiksverkanna þriggja má á
geisladiskinum finna verk fyrir fagott
og sembal. „Bæði verkin eru frá árinu
1976. Annars vegar er það Úr rímum
af Rollant eftir Þorkel Sigurbjörns-
son sem hann samdi fyrir Björn Th.
Árnason fagottleikara og Elínu Guð-
mundsdóttur semballeikara og þau
frumflutti í maí sama ár.
Hins vegar er það Sónata XII eftir
Jónas Tómasson sem hann skrifaði
innblásinn af tónleikum Helgu Ing-
ólfsdóttur semballeikara,“ segir
Kristín Mjöll og tekur fram að verkið
hafi hins vegar ekki verið frumflutt
fyrr en 30 árum síðar þegar Kristín
Mjöll frumflutti það sjálf ásamt Guð-
rúnu Óskarsdóttur semballeikara
síðla árs 2006, en Guðrún leikur einn-
ig með henni á diskinum.
„Fagottsónata eftir Ríkarð Örn
Pálsson kórónar útgáfuna en hún er
eina íslenska sónatan fyrir fagott og
píanó sem samin hefur verið til þessa.
Sónötuna samdi Ríkarður fyrir Rún-
ar H. Vilbergsson fagottleikara árið
1996, en þeir höfðu verið skólafélagar
í Tónlistarskólanum í Reykjavík á
áttunda áratugnum og tekist með
þeim vinátta. Rúnar frumflutti són-
ötuna á tónleikum í apríl 1998 ásamt
Guðríði St. Sigurðardóttur píanóleik-
ara og hefur hún margoft verið flutt
síðan,“ segir Kristín Mjöll, en með-
leikari hennar á diskinum í umræddu
verki er Jón Sigurðsson píanóleikari.
Til að undirstrika sögulegt sam-
hengi segist Kristín Mjöll hafa valið
að hefja diskinn á hinu þekkta Lilju-
lagi sem fannst í handriti frá 14. öld.
„Það er eina lagið á diskinum sem
ekki er frumsamið sérstaklega fyrir
fagottið. Mér fannst svo heillandi
áskorun að spila verkið vel, auk þess
sem það tengist tónlistarmótun okkar
Íslendinga mjög sterkt.“
Gert á löngum tíma
Að sögn Kristínar Mjallar kláraði
hún að taka upp diskinn í upphafi árs
2013 og varði rúmlega tveimur árum í
að klippa efnið. „Þetta gerist á mjög
löngum tíma vegna þess að maður er
að grípa í þetta meðfram öðru,“ segir
Kristín Mjöll sem sinnt hefur spila-
mennsku, kennslu og verkefna-
stjórnun síðan hún flutti heim til Ís-
lands að framhaldsnámi loknu. Sem
fyrr segir nam hún fagottleik við
Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Sig-
urði Markússyni áður en hún hélt til
framhaldsnáms í Bandaríkjunum.
Hún lauk meistaragráðu frá Yale
University School of Music vorið 1989
þar sem hún lærði hjá Arthur Weis-
berg. Hún bætti við sig námsári í
Hollandi hjá Joep Terwey við Sweel-
inck Conservatorium Amsterdam en
sneri svo aftur til Bandaríkjanna þar
sem hún lærði hjá William Winstead
við Cincinnati College-Conservatory
of Music. Á árunum 1991 til 1998 var
Kristín Mjöll búsett og starfandi í
Hong Kong, þar af var hún fastráðin
við Fílharmóníusveitina í Hong Kong
í eitt ár. Hún var einnig meðlimur í
kammerhópnum I fiati dolci og Hong
Kong Chamber Orchestra.
Hérlendis hefur Kristín Mjöll leik-
ið reglulega með Sinfóníuhljómsveit
Íslands, Íslensku óperunni, Kamm-
ersveit Reykjavíkur, Blásaraoktett-
inum Hnúkaþey og ýmsum kamm-
erhópum, auk þess að starfa við
kennslu á flautu, klarinett og fagott.
Hún hefur haldið fjölda einleiks-
tónleika á Íslandi, í Hong Kong og
Bandaríkjunum. Kristín Mjöll var
formaður Félags íslenskra tónlistar-
manna 2008 til 2012. Hún hefur starf-
að við fjármögnun og verkefnastjórn í
tónlistarlífinu síðan 2003.
Fannst vanta nýtt efni fyrir fagott
Kristín Mjöll Jakobsdóttir sendir frá
sér disk með íslenskri fagotttónlist
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Afrek „Í raun má segja að það hafi verið dálítið afrek að hljóðrita öll þessi verk og koma út,“ segir Kristín Mjöll.
„Júlíana – hátíð sögu og bóka“ hefst
í fjórða sinn í Stykkishólmi í dag,
fimmtudag, og stendur fram á
sunnudag. Þema hátíðarinnar að
þessu sinni er „En hvað það er skrít-
ið“. Dagskráin verður fjölbreytt eins
og fyrri ár og hefst formlega með
opnun í Vatnasafninu í dag.
Á morgun, föstudag, verður dag-
skrá víðsvegar um bæinn. Nem-
endur í Grunnskóla Stykkishólms
eru að vinna að sýningu sem tengist
persónum í bókinni Mamma klikk
eftir Gunnar Helgason. Höfund-
urinn verður einn af gestum hátíð-
arinnar og mun hitta nemendur í
gömlu kirkjunni. Sýningin verður i
Amtsbókasafninu og hefst kl. 15. Þá
verður upplestur í Bókaverzlun
Breiðafjarðar og boðið upp á sögu-
stund í tveimur heimahúsum um
kvöldið. Dagskrá föstudagsins
endar svo með sögugerð á Hótel
Egilsen.
Samkvæmt tilkynningu hefur
hópur fólks lesið af kappi verðlauna-
bók Einars Más Guðmundssonar,
Hundadaga, undir stjórn Ólafs K.
Ólafssonar. Eftir hádegi á laug-
ardeginum munu þeir Einar Már og
Sigmundur Ernir Rúnarsson fjalla
um verk sín í gömlu kirkjunni.
Hrafnhildur Schram mun fjalla um
bók sína um Nínu Sæmundsson í
Vatnasafninu. Verk þeirra allra
byggjast á frásögnum um fólk sem
ekki hefur bundið bagga sína sömu
hnútum og aðrir. Á laugardags-
kvöldið verður svo leiklestur í
Norska húsinu.
Fjölbreytileg dag-
skrá í Hólminum
Júlíönu-hátíð sögu og bóka hefst
Einar Már
Guðmundsson
Hrafnhildur
Schram
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
Gunnar
Helgason