Morgunblaðið - 25.02.2016, Page 88

Morgunblaðið - 25.02.2016, Page 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Nýjar vörur komnar í verslanir Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir alla, ekki síst leikkonuna sjálfa,“ segir Ari Matthíasson þjóðleik- hússtjóri, um slys sem varð á for- sýningu á Hleyptu þeim rétta inn sl. þriðjudagskvöld fyrir fullum sal af fólki. Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem leikur vampíruna Elí í sýningunni, burðarhlutverk, féll rúma fimm metra með þeim af- leiðingum að hún brotnaði á báðum fótum. „Hún ristarbrotnaði á vinstri fæti og hælbrotnaði á hægri fæti, sem er leiðindabrot,“ segir Ari sem mættur var á staðinn á sama tíma og lögreglan og sjúkrabíllinn. „Vigdís var að klifra utan á leik- myndinni líkt og hún hefur margoft gert áður á æfingum og hefur fengið sérstaka þjálfun í,“ segir Ari og út- skýrir að leikmyndin sé hæðaskipt, en í um 2,5 metra hæð sé pallur og upp af þeim palli liggi grind sem hún hafi verið að klifra upp eftir. „Grind- in er með traustum handföngum og fótstigum sem eru sérhönnuð fyrir klifrið. Einhverra hluta vegna missti hún takið og datt fyrst 2,3 metra niður á millipallinn þar sem hún lenti á fótunum og þaðan datt hún aðra 2,3 metra niður á sviðsgólfið þar sem hún lenti marflöt.“ Maður leitar til síns besta fólks Að sögn Ara var Vigdís Hrefna eðlilega miður sín eftir slysið. „Af því að hún er svo samviskusöm og dugleg hafði hún áhyggjur af sýn- ingunni og bað okkur afsökunar á því að hafa dottið. Svona eru leik- arar gerðir, þeir hugsa alltaf að sýn- ingin verði að halda áfram. Við höfð- um hins vegar öll mestar áhyggjur af henni, því undir þessum kring- umstæðum veit maður ekki hver skaðinn er. Við vorum því öll skelf- ingu lostin,“ segir Ari sem aðfara- nótt miðvikudags var þegar farinn að funda með Selmu Björnsdóttur, leikstjóra sýningarinnar, um hvern- ig best væri að bregðast við, hvort hægt væri að æfa inn nýja leikkonu og fresta sýningunni um viku eða hvort bíða ætti eftir að Vigdís Hrefna næði sér og fresta sýning- unni til haustsins. Að sögn Ara hitti Vigdís Hrefna sérfræðilækni á spít- alanum í gærmorgun til að fara yfir hvernig best væri að eiga við hæl- inn. Á fundum í gærmorgun skýrðist að leikkonan Lára Jóhanna Jóns- dóttir mundi taka við hlutverki Elíar og stefnt er að frumsýningu 10. mars nk. „Lára Jóhanna er frábær leikkona. Hún er falleg og fim eins og Vigdís Hrefna. Ég treysti henni fullkomlega til að gera þetta. Það er erfitt og mikið álag að stökkva inn í verkefni á borð við þetta með svona stuttum fyrirvara. Undir svona kringumstæðum leitar maður eðli- lega til síns besta fólks,“ segir Ari, en Lára Jóhanna fer um þessar mundir með tvö önnur hlutverk í Þjóðleikhúsinu, annars vegar leikur hún Stellu í Sporvagninum Girnd og hins vegar Maríönnu í sýningunni Í hjarta Hróa hattar sem Selma Björnsdóttir leikstýrði einnig. Aðspurður segir Ari leikmyndina sjálfa ekki hafa orðið fyrir hnjaski við slysið, en farið verði yfir öryggis- mál og aðstæður með Vinnueftirlit- inu eins og vera ber undir slíkum kringumstæðum. „Við munum skoða hvort og hvað við getum gert betur, því fyrir okkur er öryggi starfs- manna algjört forgangsatriði. Við tökum enga sénsa að óþörfu, því það er ekki þess virði.“ Spurður hvort Þjóðleikhúsið sé tryggt fjárhagslega fyrir áföllum á borð við þessum svarar Ari því neit- andi. „Þjóðleikhúsið er hluti af ís- lenska ríkinu sem ríkisstofnun og ís- lenska ríkið er stærra en öll íslensk tryggingafélög, þannig að íslenska ríkið tryggir sig ekki. En þegar svona slys verða hugsar maður síð- ast af öllu um hvaða áhrif þetta hafi á fjárhag leikhússins. Ég er fyrst og fremst að hugsa um starfsfólk húss- ins,“ segir Ari og tekur fram að starfsmenn leikhússins séu líkt og aðrir ríkisstarfsmenn slysa- og sjúkratryggðir. „Mikið áfall fyrir alla“  Lára Jóhanna Jónsdóttir stekkur inn í sýningu með tveggja vikna fyrirvara Ari Matthíasson Ljósmynd/Hörður Sveinsson Fótbrotin Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir brotnaði á báðum fótum á forsýningu á Hleyptu þeim rétta inn í Þjóðleikhúsinu sl. þriðjudag. Lára Jóhanna Jónsdóttir Fimmtán ár eru liðin fráþví að karlfyrirsætanDerek Zoolander (BenStiller) kom í veg fyrir að forsætisráðherra Malasíu yrði myrtur á tískusýningu hins illa Mugatu (Will Ferrell). Á þeim tíma hafa Zoolander og Hansel (Owen Wilson) kollegi hans glatað sinni fornu frægð. Skólinn hans Zoolanders, fyrir börn sem ekki gátu lesið mjög vel, en vildu líka gera aðra hluti vel, hrundi til grunna og Mathilda, kona Zoolanders, fórst í slysinu. Sonur þeirra, Derek yngri, er í kjölfarið tekinn af Zoolander. Nið- urbrotinn fer hann í útlegð alla leið til New Jersey. Þegar poppstjörnur á borð við Justin Bieber fara að deyja á vo- veiflegan hátt neyðist Zoolander hins vegar til þess að snúa aftur og bjarga heiminum á ný, með aðstoð Hansel og sundfatamódelsins og tískulöggunnar Valentínu Valencíu (Penelope Cruz). Fyrri myndin um ævintýri Zoo- landers er í hópi þeirra gaman- mynda sem eru í hvað mestu uppá- haldi hjá undirrituðum. Það er eitthvað heillandi við söguna af hinum saklausa Derek Zoolander, sem er svo heimskur að hann getur ekki beygt til vinstri, og því hvern- ig hann kemst að því að lífið býður upp á meira en að vera alveg fá- ránlega, fáránlega, fáránlega fal- legur. Það er því mjög miður að þurfa að greina frá því að framhalds- myndin er afskaplega þunnur þrettándi. Skrifast það nánast al- gjörlega á handrit myndarinnar, sem er vita vonlaust. Upphaflega hugmyndin virðist hafa verið sú að búa til einhvers konar paródíu af Da Vinci-lyklinum, þar sem karl- fyrirsætur hafi verið til, með sína fullkomnu beinabyggingu, allt frá aldingarðinum Eden. (Auðvitað hét fyrsta karlmódelið því fagra nafni Stefán). Því miður virðist lítið sem ekkert hafa verið byggt ofan á þá hugmynd í handritinu. Niðurstaðan verður sú að um miðbik myndarinnar er áhorfand- inn enn að bíða eftir því að hún fari af stað. Fyllt er upp í holurnar á handritinu á tvennan hátt. Annars vegar með vísunum í fyrri mynd- ina, en þær minna mann bara á það hvað sú mynd var fáránlega, fárán- lega, fáránlega góð í samanburði við þessa, og hins vegar með því að leiða fram á sviðið endalausan straum „gestastjarna“, allt frá fyrrnefndum Bieber og yfir til Ólafs Darra, sem birtist á skjánum í örfáar sekúndur í hlutverki kyn- óðs rabbína. Það má segja honum til mikils hróss að þær sekúndur eru eftirminnilegar og nokkuð fyndnar. Af öðrum leikurum myndarinnar eru það helst Sting og Will Ferrell sem koma best út, en hlutverk þeirra eru of lítil og breyta litlu fyrir heildarmyndina. Raunar verður að taka fram að á þeirri sýningu sem undirritaður fór á var nokkuð um börn, sum hver án foreldra. Er það nokkuð miður, því að myndin er stútfull af grófum bröndurum um málefni eins og hópkynlíf og sjálfsfróun. Á einum stað er meira að segja gantast með fósturlát, sem segir um leið nokkuð um það hversu langt handritshöf- undarnir seilast í leit sinni að húm- or. Myndin er einfaldlega ekki við hæfi, hvorki barna né fullorðinna. Það má því segja að með fram- haldsmyndinni hafi Zoolander reynt að beygja til vinstri en fallið flatt á andlitið. Persónulega mun ég gera við þessa mynd það sama og ég hef gert við Highlander 2, láta sem hún hafi aldrei komið út en halda áfram að njóta fyrri myndarinnar eins og ekkert hafi ískorist. Fáránlega falleg Þau Hansel (Owen Wilson), Zoolander (Ben Stiller) og Valentina (Penelope Cruz) þurfa að bjarga heiminum með kænsku sinni. Zoolander reynir vinstribeygju Laugarásbíó og Sambíóin Zoolander 2 bmnnn Leikstjóri: Ben Stiller. Handrit: Ben Stiller, Justin Theroux, Nicholas Stoller og John Hamburg. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Owen Wilson, Will Ferrell, Pene- lope Cruz, Kristen Wiig og Fred Armi- sen. Bandaríkin 2016, 102 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.