Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 90

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 90
90 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Þórunnn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Alveg frá upphafi höfum við spilað músík, texta og lög eftir Cornelis Vreeswijk. Hljómsveitin hefur verið starfandi í 10 ár með hléum og þegar við fundum það út, þá langaði okkur til að halda tónleika og gera það á þessum vettvangi, í Norræna hús- inu. Við viljum reyna að viðhalda þessari tónlist og textum sem marg- ir Íslendingar þekkja, sérstaklega þeir sem voru í námi í Svíþjóð,“ segir Magnús R. Einarsson, hljómsveit- armeðlimur Spottanna. Sveitin held- ur tónleika í Norræna húsinu á morgun, föstudaginn 26. febrúar kl. 20. Uppistaðan í prógrammi hljóm- sveitarinnar er söngvar og vísur eft- ir sænska skáldið Cornelis Vrees- wijk en hljómsveitin leitar líka fanga bæði hér heima sem og vestan hafs og austan. Hljómsveitin er skipuð þeim Eggerti Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar, Einari Sig- urðssyni á bassa, Magnúsi R. Ein- arssyni sem syngur og leikur á gítar og Karli Pétri Smith sem sér um trommuleik. Á tónleikunum mun Silas Bäckström, heiðursformaður Cornelis Vreeswijk-setursins í Sví- þjóð, segja nokkur orð og svara spurningum um Cornelis. „Það er mjög gaman að fá hann en Cornelis er mikill sómi sýndur í Svíþjóð og til er safn um hann í miðbæ Stokk- hólms,“ segir Magnús. Cornelis Vreeswijk (1937-1987) var eitt af stóru nöfnunum í nor- rænni vísnatónlist. Saga hans er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hann var Hollendingur en fluttist til Svíþjóðar með foreldrum sínum 12 ára gamall og varð eitt helsta skáld Svía á 20. öldinni. Eftir Cornelis liggur yfirgripsmikið safn af textum. Hann var sískrifandi og yrkjandi og ritsafnið hans því töluvert að vöxt- um. Hafa kafaði í tónlist sænska söngvaskáldsins í áratug „Eggert, söngvarinn okkar, bjó lengi í Svíþjóð og heillaðist af tón- list hans. Við höfum svo kafað sam- an ofan í tónlistina hans. Við höfum mest verið í því að túlka þessi lög og útsetja þau upp á okkar máta sem er á margan hátt öðruvísi en oftast er gert,“ segir Magnús. Spottunum var boðið að halda tónleika fyrir nokkrum árum í Svíþjóð á svoköll- uðum Cornelisdegi sem haldinn er árlega og er tileinkaður söngva- skáldinu. „Ég held að það hafi verið Megas sem sagði að það væru bara til tvær tegundir, heimsósómi þar sem verið er að skamma heiminn og svo ást- arljóð,“ segir Magnús, spurður frek- ar út í inntak sagnaljóðanna. Vel ortar og skemmtilegar vísur segir Magnús að vegi þungt í vin- sældum skáldsins. „Hann var líka ófeiminn við að stinga kýlum sam- félagsins og sum laga hans voru bönnuð. Hann var mjög umdeildur því hann fór ekki þessa venjulegu leið í lífinu. Hann var mikill drykkju- maður og átti það til að rífa kjaft. En hann lenti líka í vandræðum með kvenfólk. Hann lifði á jaðrinum og endaði á því að verða hálfgerður flóttamaður í Danmörku þar sem hann flúði skattinn og kvennamál,“ segir Magnús sem bendir á að til séu margar skrautlegar sögur af honum enda litríkur karakter með eindæm- um. Cornelis kom hingað til lands og hélt tónleika. Þeir urðu færri en til stóð og þurfti að aflýsa þeim eftir þá fyrstu því hann var ekki í ástandi til að spila. Þessir einu tón- leikar sem hann kom fram á voru þó vel sóttir og margir muna eftir þeim. Heillaðir af söngvaskáldi  Spottarnir flytja lög eftir Vreeswijk Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónleikar Vel ortar, skemmtilegar og beittar vísur orti sagnaskáldið Cornelis Vreeswijk sem Spottarnir flytja. AF DJASSI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á morgun, föstudaginn 28. febrúar, halda djassunnendur upp á afmæli. Og þá ekki síst norrænir djassmenn því einn af stórmeisturum norræna djassins, danski fiðluskörungurinn Svend Asmussen, verður aldargam- all. Þessi mikli sveiflukóngur er hættur að hljóðrita og leika opin- berlega – þótt hann hafi ekki látið af þerri iðju fyrr en kominn á tíræð- isaldur, og situr á friðarstóli á vet- urna suður í Flórída. Djassunnendur geta hins vegar sótt í urmul upptaka með Asmussen frá löngum og giftu- ríkum ferli, og margir eiga góðar minningar frá tónleikum hans. Og í heimalandinu munu kollegar As- mussen fagna á morgun, svo mikið er víst. Upp á svið með þig Svend Asmussen kom seint til Íslands að leika fyrir djassgeggjara, þótt hann hefði þá þegar glatt út- varpshlustendur reglulega í hálfa öld; það var ekki fyrr en 1993 þegar hann kom fram á RúRek-djasshátíð- inni. Og alls kom hann þrisvar sinn- um í heimsókn með kvartetti sínum á tíunda áratugnum og var ætíð vel fagnað, skiljanlega. Í tilefni afmælisins er vert að grípa niður í athyglisvert og líflegt viðtal sem djassrýnir Morgunblaðs- ins, Vernharður Linnet, átti við As- mussen áður en hann lagði upp í sína fyrstu Íslandsför. Viðtalið birt- ist í Sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins 9. maí 1993 undir yfirskriftinni „Upp á svið með þig Svend“. Vernharður segir að „Sveinn Haraldur Kristján“ hafi fæðst í Kaupmannahöfn árið 1916 og hann tjáði íslenska gestinum að sig hefði alltaf langað til Íslands. Og grípum niður í samtalið. Djass sleppir mönnum ekki „Einu sinni stóð til að ég kæmi hingað með Niels-Henning og Pétri Östlund. Það varð ekkert úr því. Frábær trommuleikari Pétur Öst- lund, einn sá albesti á Norður- löndum. Ég kynntist honum um 1970. Þá var ég að skemmta í Stokk- hólmi ásamt Alice Babs og hann trommaði með hljómsveitinni. Þeg- ar við vorum búin með dagskrá okk- ar lék hljómsveitin fyrir dansi, en ég fór aldrei heim fyrr en ég hafði hlustað dásóða stund, ekki á hljóm- sveitina heldur trommuleik Péturs.“ En ætlaði Svend alla tíð að verða hljóðfæraleikari? „Upphaflega ætlaði ég að verða myndhöggvari, en kom við í tann- lækningum. Ég var á Myndhöggv- aradeild Akademíunnar og eitt sinn las skólastjórinn í blöðunum að ég spilaði á veitingahúsi og spurði mig hvað ég hefði í kaup. „Ja, ég fæ 20 krónur fyrir kvöldið.“ „Tuttugu krónur fyrir kvöldið, 600 krónur á mánuði. Tvöföld launin mín. Haltu áfram að spila, ungi maður.“ Og það gerði ég. Mér fannst gaman að spila og djassinn hafði nælt klónum í mig og hafi hann gert það sleppir hann manni ekki ævilangt.“ Djammað með Fats Waller Asmussen segir Vernharði að hann eigi ekki gömlu plöturnar sín- ar og að honum finnist þær hræði- legar. Honum finnist þær nýrri mun betri. Þegar Vernharður mótmælir því að þær gömlu séu slæmar dreg- ur fiðlarinn í land. „Jú, ég hljóðritaði nokkrar góð- ar plötur. Þannig var að ég fór í tón- leikaferðalag með Jósefínu Baker og með henni voru brasilíski trommuleikarinn Bibi Miranda og argentínski gítarleikarinn Oscar Alemán. Við hljóðrituðum Sweet Sue og Limehouse blues og það var bara nokkuð gott. Það var stórkost- legt að fá að leika með þessum snill- ing […] Þetta var árið 1938 og ég lék sama ár með Mills-bræðrum og Fats Waller. Það var stórkostleg upplifun. Ég lék á nokkrum tón- leikum með Fats í Kaupmannahöfn og Árósum. Við hituðum upp og hann stóð í hliðarvængnum með viskíflösku í annarri hendi og mjólk- urflösku í hinni og þegar tónleik- unum var lokið var búið úr báðum flöskunum. Við urðum perluvinir og eftir tónleika lékum við fyrir dansi í veitingasal Árósahallarinnar og Fats sat í salnum og hesthúsaði tvær risasteikur. Þegar hann var orðinn saddur kom hann upp á sviðið og djammaði með okkur og þvílíkur hljómur sem hann náði úr flyglinum. Þetta var fyrir daga hljóðnemanna og þegar hann spilaði heyrðist varla í okkur hinum. En það var ekki bara djass sem maður fékk að spila á þessum árum. Maður varð að leika allskonar von- lausar dægurflugur og revíulög, valsa og tangóa, en maður reyndi alltaf að koma djassinum að þegar tækifæri gáfust.“ Hvítum ekki jafn eðlilegur Asmussen sagði Vernharði að stórsveitartónlist í stíl Glenns Mill- ers hefði aldrei verið sín tónlist. „Ég stend enn við þá fullyrð- ingu mína, að með fáeinum undan- tekningum sé djassleikur ekki hvít- um mönnum jafn eðlilegur og svörtum. Ein af undantekningunum er góðvinur minn Benny Goodman. Han bjó yfir ryþmatilfinningu sem fáum hvítum mönnum er gefin. Bix Beiderbecke var einnig í þeim hópi.“ Goodman, hinn frægi banda- ríski klarínettuleikari, vildi fá As- mussen vestur um haf að leika með sér en af því varð ekki; Asmussen rak sjálfur hljómsveit og var með konu og ung börn. Seinna léku þeir þó saman í Evrópu. Fyrir harða svarta sveiflu Meðal stórmeistara sem Asmus- sen hefur leikið og hljóðritað með eru Duke Ellington og Lionel Hamp- ton. Duke hitti hann fyrst í einka- samkvæmi í Stokkhólmi. „Þá sat Duke og spilaði á píanó útí horni og sneri bakinu í mig. Hann var að leika Honeysuckle Rose og ég pakkaði fiðlunni upp og spil- aði með. Við lékum í það minnsta í tíu mínútur áður en við fundum góð- an endi á lagið. Þá sneri hann sér við, leit á mig og sagði: „Man, you play a hell of a lot of fiddle. My name is Duke, what’s yours?“ Undir lok viðtalsins segir þessi merki djassfiðluleikari hvernig hann varð fyrir áhrifum af leik Stuff Smith, sem hann átti síðar eftir að leika með. Þennan vordag sagði hann Vernharði að nú væri Stuff dá- inn og sá fiðlari sem hann spilaði mest með væri Stephane Grappelli. „Í hvert skipti sem hann á stór- afmæli er ég mættur með fiðluna. Við erum dálítið ólíkir tónlist- armenn, ég sæki miklu meira til Stuffs Smiths en hann. Ég er meira fyrir harða svarta sveiflu. Hann er rómantískari. Aftur á móti hafa menn á borð við Benny Goodman, Coleman Hawkins og Roy Eldridge haft meiri áhrif á mig en fiðluleik- arar. Það tók mig smátíma að melta boppið en eftir það stal ég öllum frösunum frá Charlie Parker. Við Dizzy áttum líka mikið sameigin- legt. Báðir tónlistarmenn og „sjóv- menn“,“ sagði Svend Asmussen sem heldur upp á aldarafmælið suður í Flórída á morgun – hvaða mætu fiðl- arar skyldu mæta að spila í því stór- afmæli? Meira fyrir harða svarta sveiflu  Djassfiðlarinn Sven Asmussen heldur upp á aldarafmæli á morgun Svend Asmussen Fiðluleikarinn glaðbeittur á gamalli ljósmynd úr mynda- safni Morgunblaðsins, með fiðluna og wow-pedalana sem hann lék sér með.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.