Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Frábært djók, maður! Er þetta ekki annars djók? Einhver? Ha!Bandaríska þjóðin og heimurinn allur er að vakna upp við vondandraum, forsetaframboð auðkýfingsins Donalds Trumps er ekkert grín.
Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að hann verði frambjóðandi Repúblik-
anaflokksins þegar gengið verður að kjörborðinu í nóvember.
Hvað sem manni finnst um Trump, manneskjuna og frambjóðandann, þá
hefur verið stórmerkilegt að fylgjast með honum snúa bandarískum stjórn-
málum á hvolf með nærveru sinni. Fyrir örfáum mánuðum bar öllum stjórn-
málaskýrendum saman um að útilokað væri að hann myndi hreppa tilnefningu
flokksins. Fyrir það fyrsta hefði Trump enga pólitíska reynslu, í annan stað
hefði hann ekki flokksmaskínuna á bak við sig og í þriðja lægi væru lífsviðhorf
hans of brengluð og öfgakennd. Enginn talar svona lengur.
Trump hefur klofið Repúblikana-
flokkinn í herðar niður. Fjölmiðla-
konan og stjórnmálaskýrandinn Rac-
hel Maddow setti þetta skemmtilega
fram í vikunni. Í öðru horninu, segir
hún, eru repúblikanar í stjórnkerfinu
í Washington og þeir sem telja sig
eiga „gamla góða flokkinn“, eins og
hann er gjarnan kallaður. Í hinu
horninu eru kjósendur.
Við blasir að flokkurinn er í öngum
sínum; getur ekki hugsað þá hugsun
til enda að Trump takist að ræna hon-
um. Kjörmannakerfið er flókið og
hermt er að flokksmaskínan sé í raun og veru að íhuga að hafa útnefninguna af
Trump enda þótt hann standi uppi sem yfirburðasigurvegari í forvalinu. Gangi
þeim vel! En hvað er lýðræði svo sem milli vina? Til vara er ekki hægt að úti-
loka að Repúblikanaflokkurinn finni sér annan frambjóðanda og tefli honum
fram sem „óháðum“ í kosningunum. Allt verður reynt til að stöðva dólginn.
Það er ekki bara flokksmaskína repúblikana, ófrægingarherferð gegn
Trump er hafin fyrir alvöru á landsvísu. Kannski skilar hún árangri, kannski
hefur hún þveröfug áhrif.
En getur flokkurinn ekki sjálfum sér um kennt? Hverslags valkostur er Ted
Cruz? Hann er jafnvel stækari en Trump. Hverslags valkostur er Ben Carson?
Gengur hann ekki bara í svefni? Marco Rubio átti að vera rödd skynseminnar,
alltént í hugum sumra, en hann virðist ekki ná til fólks.
Nei, það er tómt mál um að tala. Repúblikanaflokkurinn verður að sætta sig
við Donald Trump og að óbreyttu stendur aðeins Hillary Clinton á milli hans
og Hvíta hússins. Og geta gamlir og gegnir repúblikanar hugsað sér að kjósa
hana?
Donald Trump í kappræðum Repúblikanaflokksins í vikunni.
AFP
Æðsti Trumpur
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Við blasir að flokk-urinn er í öngum sín-um; getur ekki hugsað þáhugsun til enda að Trump
takist að ræna honum.
Rögnvaldur Bragi Rögnvaldss.
Alls ekki nógu þjóðlegur. Hefði viljað
mosagræna, prjónaða treyju úr léttlopa,
moldarbrúnar buxur sem næðu niður
undir hné og leikmenn væru berfættir í
sauðskinnstakkaskóm. Ekki mundi saka
að liðsmennirnir væru með hekluð enn-
isbönd í hlandgulum lit.
SPURNING
DAGSINS
Hvernig
líst þér á
nýjan bún-
ing lands-
liðanna í
fótbolta?
Hulda Sif Hermannsdóttir
Lítið spennandi. Hefði viljað sjá meiri
hönnun þegar við loks komumst á EM.
Þessi rönd skiptir búningnum ekki vel
upp. Hinsvegar er hálsmálið svolítið
skemmtilegt þó að röndin sé undarleg á
öxlinni. Spurning reyndar hvernig háls-
málið leggst að hálsinum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tryggvi Gunnarsson
Hef ekki mikla skoðun á því en finnst
hann þó frekar flottur. Það sem skiptir
máli er innihaldið og þar erum við í góð-
um málum.
Kolbrún Jónsdóttir
Stílhreinn og flottur. Nauðsynlegt að fá
nýja búninga fyrir EM, ég mun klárlega
klæðast honum 2017 þegar ég fylgi stelp-
unum á Evrópumótið.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hvað er skemmtilegast við Hönn-
unarMars?
Það er rosalega gaman að sjá ný verkefni verða til, að
upplifa allar dyr opnast og gleðina sem fylgir því að
skarta sínu fegursta.
Er eitthvað sem þú mælir sérstaklega með
af dagskrá Design Talks í ár?
Það verður spennandi að heyra og sjá hvað Jonathan
Barnbrook hefur um samstarf sitt við David Bowie að
segja, „fatahönnunarfjúsjónina“ hennar Lauren Bow-
ker sem hannar efni sem nema heilabylgjur og svona.
Það verður líka gaman að heyra í Mariu Lisogorskaya
frá Assemble-hópnum sem fékk nýlega Turner Prize-
verðlaunin fyrir vinnu sína með uppbyggingu nið-
urníddra borgarhverfa í Bretlandi. Frábært dæmi um
óhefðbundna nálgun og hugmyndir um áhrif okkar á
betri framtíð. Persónulega finnst mér heildin alltaf
skemmtilegust, þessi ólíka sýn og fjölbreyttu verkefni
þessa frábæra fólks sem hingað er komið til að veita okk-
ur andagift.
Er mikil vinna að skipuleggja viðburðinn?
Já, bæði löng og mikil. Við byrjum að leggja línurnar fyrir
næsta ár svo að segja um leið og búið er að koma fyrirlesurum
þessa árs upp í flugvél heim til sín.
Á viðburðurinn erindi við alla?
Við leggjum mikla áherslu á að byggja daginn þannig upp að
hann tali til fólks úr öllum áttum. Að hönnuðirnir sem tala hafi
snertilfleti við málefni af sem fjölbreyttustum toga.
Hvernig finnst þér hönnunarsamfélagið á Ís-
landi standa?
Fagið er í örum vexti og ef þú átt við vitund um hönnun, þá
myndi ég segja að þessi viðburður, HönnunarMars, hafi verið
mikilvægur á margan hátt í því samhengi. HönnunarMars hef-
ur stuðlað að faglegri uppbyggingu fagsins innanlands og komið
íslenskri hönnun á kortið erlendis.
HLÍN HELGA
GUÐLAUGSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
„Fagið í
örum
vexti“
Fastur viðburður á HönnunarMars er fyrirlestraröðin DesignTalks
sem fer fram fimmtudaginn næstkomandi, 10. mars. Listrænn stjórn-
andi DesignTalks er Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður en hún
hefur sérhæft sig í upplifunar- og samfélagsmiðaðri hönnun. Með-
stjórnandi er Marco Steinberg, arkitekt sérhæfður í nýsköpun.