Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016
FJÖLSKYLDAN Börnin geta mætt í náttfötunum með eft-irlætisbangsann í Sólheimasafn og hlustað
á skemmtilega sögu fyrir svefninn í nota-
legri sögustund kl. 19 á fimmtudaginn.
Sögustund á
náttfötum
Uppeldi barna í anda jafn-réttis er yfirskrift hádeg-isfundar sem Zontaklúbb-
urinn Þórunn hyrna, Zontaklúbbur
Akureyrar og Jafnréttisstofa boða
til á alþjóðlegum baráttudegi
kvenna.
„Ástæðan fyrir því að hafa þema
fundarins jafnrétti er að þrátt fyrir
fjörutíu ára gömul lög um jafna
stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
er raunverulegu jafnrétti ekki náð.
Raunverulegt jafnrétti krefst hugar-
farsbreytingar og henni náum við
ekki nema með því að fræða börn og
unglinga um jafnréttismál. Þar
gegna foreldrar, fjölmiðlar og skól-
inn mikilvægu hlutverki,“ segir Ingi-
björg Auðunsdóttir, félagi í Þórunni
hyrnu, en fundurinn fer fram í Hofi
kl. 11.30 þann 8. mars.
Verkefnin heilluðu
Síðustu þrjú ár hafa Zontaklúbbarn-
ir á Akureyri haldið fund um málefni
kvenna á þessum baráttudegi. „Árið
2013 var fjallað um lýtaaðgerðir á
kynfærum kvenna, 2014 var helgað
ofbeldi gegn konum og 2015 ofbeldi
á heimilum og áhrifum þess á börn,“
segir Ingibjörg, sem er búin að vera
félagi í Zontahreyfingunni í þrjú ár.
„Það sem heillaði mig þegar mér var
boðið að koma í klúbbinn voru verk-
efnin sem ég sá þessar konur vinna
að,“ segir hún og segir frá mark-
miðum hreyfingarinnar:
„Alþjóðlega Zontahreyfingin
stefnir að heimi þar sem mannrétt-
indi og frelsi kvenna er tryggt og
þeim í engu mismunað kyns síns
vegna, hvorki í lagalegu né stjórn-
málalegu tilliti eða hvað varðar
menntun, heilbrigði og starfsrétt-
indi,“ útskýrir Ingibjörg og nefnir
nokkur verkefni sem hún er stolt af.
„Það er til dæmis Fistula-
verkefnið í Líberíu en þar er verið að
styðja ungar konur sem hafa fætt
börn án hjálpar í fæðingu og rifnað
milli legganga og endaþarms. Eins
verkefni í Níger þar sem verið er að
koma í veg fyrir snemmbæra gift-
ingu ungra kvenna og í Víetnam er
skólaverkefni í gangi,“ segir Ingi-
björg og bætir við að innlendu verk-
efnin séu líka mörg en til dæmis séu
studdar unglingsstúlkur sem hafi
ratað í ógöngur í sínu lífi og hreyf-
ingin hafi stutt Aflið og erlendar
konur búsettar á Akureyri.
Á fundinum á þriðjudaginn taka
til máls Brynhildur Þórarinsdóttir,
móðir, rithöfundur og dósent við
kennaradeild Háskólans á Akureyri,
og Jón Páll Eyjólfsson, faðir og leik-
hússtjóri Menningarfélags Akureyr-
ar.
En hvers vegna að halda fund um
jafnrétti nú?
„Það þarf hugarfarsbreytingu til
að ná jafnrétti. Við viljum höfða til
uppalenda almennt, foreldra, afa,
ömmu, frænda og frænku og skoða
hvað við erum að gera og hvað sé
hægt að gera,“ segir hún.
Líðan stúlkna versnað
Ingibjörg starfar sem sérfræðingur
hjá Miðstöð skólaþróunar hjá Há-
skólanum á Akureyri.
„Ég er kennsluráðgjafi og fer út í
skólana og vinn við ýmiss konar
verkefni eftir því sem skólarnir biðja
um. Þar er ég mikið að vinna til
dæmis með einelti. Það er dapurlegt
að sjá hvað líðan unglingsstúlknanna
okkar er að versna en fleiri stúlkum
líður verr í dag en fyrir fimm árum.
Einelti meðal stúlkna á sumum stöð-
um á Íslandi er orðið meira heldur
en á meðal drengjanna en það var
ekki þannig,“ segir hún en kannanir
hafa leitt þetta í ljós en ástæður
þessa hafa enn lítið verið rannsak-
aðar.
Ingibjörg vonast til að sjá sem
flesta á fundinum. „Við viljum að
börnin okkar fái jöfn tækifæri, sama
hvors kyns þau eru.“
Uppeldi í
anda jafnréttis
„Við viljum að börnin okkar fái jöfn tækifæri, sama hvors kyns þau eru,“ segir Ingibjörg.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Raunverulegt jafnrétti krefst hugarfarsbreytingar
og henni náum við ekki nema með því að fræða
börn og unglinga um jafnréttismál, segir Ingibjörg
Auðunsdóttir, Zontakona á Akureyri.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Foreldrar þurfa að varast
hvað þeir gera á Facebook
þegar þeir eiga unglinga. Dag-
blaðið Guardian tók saman
þrjár reglur um hvað eigi alls
ekki að gera, að minnsta kosti
ef þig langar til að eiga góð og
uppbyggileg samskipti við
barnið þitt.
Ekki eiga samskipti við
barnið þitt á Facebook-vegg
þess. Ekki skrifa: „Hæ, þú
virkaðir eitthvað í vondu
skapi í morgun. Vona að þér líði betur. Elska þig, mamma.“
Allir vinir unglingsins þíns sjá skilaboðin og krökkum á þessum aldri
finnst flestum svona hlutir vandræðalegir, að minnsta kosti fyrir framan
vini. Sendu bara sms eða einkaskilaboð.
Ekki setja fjölskyldumyndir með unglingnum þínum á Facbook og
merkja hann þar. Það var kannski gaman í skemmtilgarðinum en hann
vill ekki láta aðra sjá myndir af sér, að minnsta kosti ekki nema að skoða
þær fyrst. Foreldrum finnst oft erfitt að skilja þetta þar sem unglingar
birta stöðugt myndir af sjálfum sér á Facebook. Sjálfsmyndir þeirra hafa
hinsvegar farið í gegnum mikla skoðun og jafnvel einhverja filtera áður
en þær fá að birtast opinberlega.
Alls ekki læka myndir hjá einhverjum af vinum unglingsins þíns. Þær
koma upp í fréttaveitunni hjá þér en leiddu þær algjörlega hjá þér. Svona
hegðun þykir aðeins sæma eltihrellum.
ATRIÐI TIL AÐ VARAST Á FACEBOOK
Ekki læka myndir hjá vinum unglingsins þíns.
AFP
Farðu varlega
unglingsins vegna
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is