Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 40
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum TÆKNI 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 Nýjasta æðið á „snapchat“ og fleiri samfélagsmiðlum er að taka myndir af tveimur eða fleirum og skipta um andlit. Mörg forrit bjóða upp á andlitsskiptin eða „face swap“ og getur verið bráðfyndið. „Face swap“ Nú kemur það kannski ekki á óvart að SamsungGalaxy S7 standi S6 framar og líklega ekkiheldur að hér sé kominn besti Samsung-síminn til þessa, það er lítið varið í það fyrirtæki sem sendir ekki frá sér betri og betri síma þegar flaggskipið er ann- ars vegar. Að því sögðu þá er sjöan ótrúlega lík sexunni við fyrstu sýn, skjárinn er sá sami til að mynda, en við nánari skoðun kemur í ljós að þetta er allt annar og miklu betri sími – ekki bylting, en talsvert endurbættur. Galaxy S7 er nánast jafn stór um sig og S6, sem var svo álíka stór og S5 á sínum tíma með skjá sem er 5,1". Helsta breytingin þegar maður tekur símann upp er að kanturinn á bakinu er aðeins rúnnaður svo hann fer bet- ur í hendi fyrir vikið. Hann verður líka fáanlegur með rúnnuðum skjá að framan, en það er þá stærri útgáfa: Samsung Galaxy S7 Edge er með 5,5" skjá. Það má því bera hann saman við þann frábæra síma S6 Edge +, sem er með heldur stærri skjá, 5,7", og fer ekki eins vel í hendi. Ókostur við þetta, ef ókost skyldi kalla, er að þegar bak- og framhlið eru úr gleri er eðlilega meiri hætta á að eitthvað gefi sig ef síminn dettur á steingólf til að mynda, en glerið er annars sérstyrkt Gorilla-gler frá Corning. Annað sem blasið við þegar haldið er á S7 er að myndavélin nær ekki eins langt uppúr bakinu á síman- um, sem felst í því að hún er endurhönnuð, en líka að S7- síminn er aðeins þykkari en S6 til að koma fyrir stærri rafhlöðu. Í sjöunni eru þannig 3.000 milliamperstundir, en í sexunni var rafhlaðan 2.550 mAh. Í S7 Edge er raf- hlaðan svo 3.500 mAh og gefur augaleið að stærri raf- hlaða gefur meiri rafhlöðuendingu, á pappírnum í það minnsta, en vitanlega skiptir höfuðmáli hvernig síminn er notaður. Eitt af því sem hefur eflaust áhrif á endingu rafhlöðunnar er að síminn er sífellt með kveikt á skján- um, þ.e. það slokknar ekki alveg á honum eins og tíðkast á símum almennt, en að sögn Samsung-bænda er skjá- lýsingin svo lítið hlutfall af rafmagnseyðslu símans al- mennt að hún skiptir litlu eða engu máli (reyndar slokknar á skjánum þegar maður stingur símanum í vas- ann). Svo styður síminn hraðhleðslu og já, þrálausa hleðslu, nema hvað. Það var mikill kostur við S5-símann að hann var vatns- og rykvarinn og því hugsaði maður sig ekki um að svara símtali í ausandi rigningu. Sú vörn var ekki til staðar í sexunni en snýr nú aftur og er vel þegin. Síminn er með IP68-vottun, sem þýðir að hann á að þola það að vera í ríflega metradjúpu vatni í hálftíma. Í símanum er nýr örgjörvi, fjögurra kjarna 2,15 GHz örgjörvi úr smiðju Samsung, sem er þriðjungi hraðvirk- ari en sá sem er í S6. Það fer líka ekki á milli mála, sím- inn er ævintýralega sprækur og var sexan þó snögg. Það ræður eðlilega miklu að í honum er líka nýr grafík- örgjörvi sem er ríflega 60% hraðvirkari en eldri gerðin. Minni símans er 32 GB, en af því fara 8 GB í viðbætur Samsung við Android, þ.e. TouchWiz-notendaskilin. Það er því kostur að á símanum er rauf fyrir MicroSD minn- iskort sem getur verið allt að 200 GB að stærð. Það er þó sá hængur á að ekki er hægt að nýta nýja minnis- stýringu sem fylgir Android 6 (sem er á símanum), en hún nýtir minni á minniskorti eins og það sé fastaminni símans. Fyrir vikið verður maður að færa forrit á kortið ef plássið er orðið lítið, sem er lausn í sjálfu sér, en hitt væri eðlilega miklu þægilegra. Einna mesta umbætur hafa verið gerðar á myndavél símans, sem er annars 12 MP. Ljósopið er F1,7, var F1,9, og sjálfvirkur fókus er orðinn miklu, miklu hrað- virkari, svo miklu hraðvirkari að maður verður eiginlega að sjá það til að trúa því. Dílarnir á myndflögunni hafa líka verið stækkaðir og fyrir vikið verð ég að segja að myndavélin í S7 er besta símamyndavél sem ég hef kom- ist í tæri við. Samsung náði forskoti í tækni og útliti með Galaxy S6 og viðheldur því með S7-símanum. Það er þó erfitt að gera upp á milli S7 og S7 Edge – sá fyrri fer betur í vasa og betur í hendi, en sá síðari er glæsilegasti – og besti – farsími á markaði í dag. Galaxy S7 kostar 119.990 kr. í Nova, S7 Edge 139.990 kr. Hjá Símanum kosta þeir það sama og eins hjá Voda- fone. Vorboðinn knái Það er fastur liður þegar snjóa tekur að leysa og daginn að lengja að Samsung kynnir nýjan síma; fjarkinn kom á markað í lok apríl á sínum tíma, fimman í byrjun apríl og sexan um líkt leyti. Nú er svo sjöan væntanleg, verður reyndar fyrr á ferðinni en endranær, því Samsung Galaxy S7 verður til sölu í næstu viku – fyrstu símarnir afhentir á þriðjudaginn. ’Nú kemur það kannski ekki á óvart aðSamsung Galaxy S7 standi S6 framar oglíklega ekki heldur að hér sé kominn bestiSamsung-síminn til þessa, það er lítið varið í það fyrirtæki sem sendir ekki frá sér betri og betri síma þegar flaggskipið er annars vegar. Sjöurnar hlið við hlið; til vinstri er hinn „klassíski“ S7 og hægra megin er S7 Edge, sem er akkúrat passlega stór. Græjan Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.