Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 28
MATUR Kleinuhringir eru mjög vinsæl fæða í Bandaríkjunum. Raunar svo vinsæl að ífyrri heimsstyrjöldinni sendi bandaríski hjálpræðisherinn stúlkur á vígstöðv- arnar gagngert til að baka kleinuhringi fyrir hermenn með heimþrá. Huggandi hringur 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 Don’s Donuts eru hluti af blóm- legri matarvagnaflóru sem sprott- ið hefur upp hér á landi á undra- skömmum tíma. Hafa fjölmiðlar sagt fréttir af matsöluvögnum sem hafa slegið í gegn og sennilegt að eigendurnir hagnist vel á rekstrinum. Grétar segist skilja það vel ef fleiri vilja stökkva á þetta tækifæri en hann varar við að það að reka matsöluvagn sé hægara sagt en gert. Þá er líka svo komið í dag að vöntun er á pláss- um á bestu stöðunum. „Ég tryggði mér stæðin áður en ég lét byrja að smíða vagnana. Borgaryfirvöld ákveða að aðeins tiltekið magn matsöluvagna fái að starfa á til- teknum stöðum og eru líka hrein- lega takmörk fyrir því hversu margir geta komist fyrir s.s. á Hlemmi eða Lækjartorgi.“ Ekki dugar að klambra saman vagni heldur þarf matsöluvagninn að fullnægja ströngustu kröfum heilbrigðisyfirvalda. „Við smíði vagnanna okkar fylgdum við regl- unum upp á hár en þurftum samt að gera breytingar til að fá að hefja starfsemi,“ segir Grétar og bætir við að síðan verði að tryggja aðgang að öflugri rafmagnsteng- ingu. „Hreinlætið má heldur ekki mæta afgangi og getur verið vandasamt að framleiða mat með opið út í miðbæinn, í alls kyns veðrum og vindum.“ Síðan er alltaf spurning hvernig neytendur kunna að meta réttina sem á að selja og hægt að stóla á að vinnustundirnar verða langar og misskemmtilegar. „En að þessu sögðu þá held ég að klárlega sé grundvöllur fyrir meiri vexti og ættu helst að vera matsöluvagnaþyrpingar í öllum bæjarfélagskjörnum. Þetta er öðruvísi viðbót við veitingaflóruna og alls ekki dýrt að byrja rekstur borið saman við það að opna sams konar veitingastað í húsnæði ein- hvers staðar.“ Ekki eins auðvelt og það virðist að reka matarvagn Síðla árs 2014 opnaði GrétarSigurðarson lítinn matarvagnog hóf að selja þar kleinu- hringi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa enda þykja kleinuhringirnir hjá Don’s Donuts í sérflokki. Hefur fyrirtækið stækkað hratt og er nú einn vagn á Hlemmtorgi, opinn á daginn, og annar á Lækjartorgi sem selur nýbakaða kleinuhringina á kvöldin og nóttunni um helgar. Þá bættist nýlega við „takeaway“- kleinuhringjastaður á Dalvegi 24 í Kópavogi. Um mánaðamótin síðustu hófst svo samstarf við pitsustað þar sem hægt verður að panta nýbakaða kleinuhringi með flatbökunni. Grétar segir hugmyndina að Don’s Donuts hafa kviknað þegar hann var staddur í Serbíu í við- skiptaerindum. „Úti á götu, til móts við íbúðina sem ég leigði, sat jafnan kona við lítið borð og steikti kleinu- hringi með nokkuð frumstæðri kleinuhringjavél. Góðgætið seldi hún gangandi vegfarendum og yf- irleitt löng röð við borðið hennar. Ekki leið á löngu þar til ég var sjálf- ur orðinn gjörsamlega háður þess- um kleinuhringjum og ekki hjálpaði til að ilmurinn af þeim barst beint inn um svefnherbergisgluggann minn. Aldrei gat ég staðist það að labba út til hennar og fá mér einn skammt.“ Rann upp fyrir Grétari að þarna væri á ferðinni vara sem mikið væri spunnið í og óvitlaust að þróa kleinu- hringjasöluna lengra. Hann leitaði ráða hjá viðskiptafélaga sínum og fyrr en varði fór Don’s Donuts að taka á sig mynd. „Við létum smíða tvo sérútbúna vagna úti í Serbíu, fluttum til landsins og fengum fyrir þá stæði og frá því að við opnuðum hefur verið nánast botnlaust að gera.“ Vinnuheitið festist við Er rétt að skjóta því inn að Grétar var ekki að gera neitt vafasamt í Serbíu, ef lesendur skyldi farið að gruna að nafn fyrirtækisins benti til tengsla við undirheimana. Í Serbíu hefur Grétar fengist við ýmis við- skipti, s.s. með fæðubótarefni, íþróttafatnað, húsgögn og hót- elvörur. „Á tímabili var ég kallaður Don af félögunum í góðlátlegu gríni, enda hrifinn af Godfather-mynd- unum. Síðan var þessu slegið aftur upp sem brandara þegar hugmynda- vinnan á bak við kleinuhringjavagn- inn hófst, og átti bara að vera vinnu- heiti en festist svona rækilega við fyrirtækið.“ Vinsældirnar skýrir Grétar meðal annars með því að kleinuhringirnir eru nýbakaðir og gerðir eftir háþró- aðri formúlu. „Kleinuhringirnir eru í munnbitastærð og seldir nokkrir saman í boxi. Getur viðskiptavin- urinn síðan valið á milli þrenns kon- ar sósa og tólf tegunda af yfirstrán- ingum til að hafa kleinuhringina alveg eftir eigin höfði. Má fá allt, eða ekkert.“ Uppskriftin er innblásin af kon- unni sem seldi kleinuhringina við borðið góða en Grétar segir upp- skriftina samt ekki sér-serbneska. „Vilja Serbarnir þó meina að kleinu- hringurinn sé serbnesk uppfinning. Segir sagan að fyrr á öldum hafi ver- ið efnt til bæjarhátíðar þar sem meira eða minna allir gestirnir urðu fárveikir af vínarbollum sem steikt- ar voru í feiti og höfðu ekki eldast nægilega vel í miðjunni. Á serbnesk- ur hugvitsmaður að hafa leyst vand- ann með því að gera gat á miðja boll- una og þannig tryggja að hún steiktist betur og jafnar.“ Að þróa uppskriftina tók marga mánuði. „Ég prófaði mig lengi áfram og var endalaust að hræra saman hveiti, sykur og egg, þar til formúlan var fullkomnuð,“ segir Grétar. Vísindin á bak við hringinn Kleinuhringjagerðin er flóknari en hún kann að virðast í fyrstu. Hjartað í kleinuhringjavagninum er vélin sem skammtar litla deighringi beint ofan í sjóðandi feiti. „Fyrst af öllu verður að tryggja að rétt þykkt sé á deiginu. Ef deigið er of þykkt eða of rennandi virkar vélin ekki sem skyldi,“ útskýrir Grétar. „Deigið fer í trekt sem smækkar niður í hring- laga op. Pinni opnar opið rétt nægi- lega lengi til að nákvæmur skammt- ur af deigi falli ofan í olíuna. Verður opið að vera í ákveðinni fjarlægð frá olíunni svo að kleinuhringurinn haldi lögun sinni og olían að vera við ná- kvæmt hitastig. Það eru ákveðin vís- indi að ná kleinuhringjunum svona fallegum.“ Vélbúnaður flytur kleinuhringina áfram eftir olíupottinum. „Þeir sigla áfram í olíunni og eru svo tíndir í box þegar þeir hafa steikst í réttan tíma. Tekur steikingin rétt innan við mín- útu og fá allir viðskiptavinir ferskan skammt. Hjá Don’s Donuts færðu enga dagsgamla kleinuhringi.“ Allt ferlið er fyrir augum við- skiptavinanna. „Fólk er oft mjög áhugasamt um að sjá hvernig kleinu- hringirnir fæðast,“ segir Grétar. Að hella sósum yfir nýbakaða kleinuhringi segir Grétar að tíðkist víða í Suður-Evrópu. „Oftast er þó látið duga að hafa bara eina sósuteg- und í boði: bara súkkulaði, eða bara karamellu, en við höfum þrjár. Til viðbótar við hefðbundnu sósurnar og yfirstráningarnar erum við stöðugt að bæta við nýjungum og erum með árstíðabundna valkosti, t.d. í kring- um jól og páska.“ Er nú svo komið að vinsælustu samsetningarnar hafa fengið sérstök nöfn og ófáir fastakúnnarnir sem panta sér alltaf það sama. „Mest selda kombóið köllum við KKK og stendur fyrir karamellu, kanil og kex. Þessi blanda er mjög góð þó nafnið komi flatt upp á suma út- lensku viðskiptavinina.“ Óhætt að láta eftir sér einn skammt Kleinuhringir hafa á sér það orðspor að vera sérlega óhollt lostæti. Í skiptum fyrir ómótstæðilegt bragðið þarf að sætta sig við ótalmargar hitaeiningar og sáralítið næringar- gildi. Kemur það því eflaust sumum lesendum á óvart að heyra að Grétar starfaði um langt skeið sem einka- þjálfari. Hann játar það hiklaust að nokkur aukakíló hafi bæst á kropp- inn þá mánuði sem hann þróaði upp- skriftina. „Það tók sinn toll að smakka kleinuhringi daginn út og inn og þurfti ég að hafa töluvert fyrir því að ná öllum bitunum af mér,“ segir hann og grínast með að eini holli hluti kleinuhringsins sé miðjan, enda er hún hitaeiningalaus. Að fá sér kleinuhringi við og við þarf alls ekki að stefna vaxtarlaginu í hættu. „Mér þykja kleinuhringir æðislega góðir og fæ mér þá reglu- lega, en legg þá bara aðeins meira á mig í líkamsræktinni inn á milli,“ segir hann og bendir á að kleinu- hringjaæðið virðist alls ekki þurfa að stangast á við þá vakningu sem hef- ur orðið í samfélaginu almennt um gildi holls mataræðis. Er alveg óhætt að láta eftir sér eitthvað ómót- stæðilega óhollt endrum og sinnum, og hvað þá ef gera má úr því skemmtilega ferð í miðbæinn til að vitja kleinuhringjavagnsins og fylgj- ast með ljúfmetinu verða til. „Að koma til okkar sýnist mér að sé svo- lítið „spari“, þó verðið sé ekki hátt. Hingað kemur öll fjölskyldan og á ánægjulega stund saman.“ Morgunblaðið/Golli Hjá Don’s Donuts eru kleinuhringirnir smáir, framreiddir í bakka og hægt að dreifa yfir þá sósum og ýmsu gotteríi. Miðjan er samt hitaeiningalaus. Freisting í munnbitastærð Grétar ánetjaðist nýbökuðum kleinuhringjum í Serbíu. Hjá Don’s Donuts eru kleinuhringirnir bakaðir á meðan kúnninn bíður. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ilmurinn af nýbökuðum kleinu- hringjum barst inn um gluggann á íbúð Grétars Sigurðssonar í Serbíu og átti hann erfitt með að standast freistinguna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.