Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 39
6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Leikkonan og jógakennarinn Álf- rún Helga Örnólfsdóttir stýrir jóga fyrir alla fjölskylduna á Kex hosteli sunnudaginn 6. mars klukkan 13. Dagskráin er hluti af Heimilislegum sunnudögum. Þeir sem eiga jógadýnu eru hvattir til að mæta með hana. All- ir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn þannig að þarna gefst kjörið tækifæri til að prófa eitt- hvað nýtt. Ef barninu og/eða fjöl- skyldunni líkar jógað vel er hægt að leita að hentugu námskeiði til að halda áfram að stunda jóga. FJÖLSKYLDUÍÞRÓTT Frá barnatónleikum á Kex hosteli. Krakkajóga með Álfrúnu Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður opin í dag, laugardaginn 5. mars, kl. 12-16 í tilefni af Háskóladeginum. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Búið er að stækka Vísindasmiðjuna og bæta við myrkraherbergi. Þar verða ljósaleikir, ljósalistir og ljósadýrð sem gestir fá að upplifa á laugardaginn. Starfsfólk Vísindasmiðjunnar hvetur fólk til að mæta og gera frá- bærar tilraunir og óvæntar uppgötvanir. Vísindasmiðjan er í Háskólabíói, við innganginn sem snýr að Hagatorgi. HÁSKÓLADAGURINN Vísindasmiðjan opin öllum Það er bæði hægt að læra og skemmta sér í Vísindasmiðjunni. Morgunblaðið/Kristinn Kennarar í Bretlandi hafa kvartað yfir notkun svokallaðra svindlúra sem meðal annars eru seld á Amazon.com. Þar er ekki verið að fela neitt heldur ganga úrin undir nafninu „cheating watches“ og eru auglýst sem slík. Þessi tölvuúr geta geymt heilmikinn texta og jafnvel myndskeið. Neyðar- hnappur er á úrinu sem skiptir úr texta yfir í klukkuviðmót. Skóla- stjóri frá Bath á Englandi segir í samtali við fréttavef BBC að þetta sé falið vandamál, ekki sé vitað hversu mörg séu í umferð. Hon- um finnst ábyrgðarhluti að það sé verið að höfða til stressaðra nem- enda með þessum hætti. ÚR SKÓLAHEIMI Þetta úr kostar um 6.500 kr. á Ama- zon og er með 8 GB geymslurými. Svindlúr skjóta upp kollinum Farðu á fleygiferð niður brekkurnar á Gifflar bretti Viltu vinna Pågen Gifflar sleðabretti? Fylltu út þátttökuseðil í næstu verslun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.