Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 34
Söngvarinn Pharrell Williams
var í jakkafötum Lanvin. Williams
sem er þekktur fyrir svalan fata-
stíl poppaði aðeins upp á
jakkafötin með því að
bretta upp á skálmarnar.
Leikarinn Jared
Leto er töffari fram í
fingurgóma. Hann
klæddist jakkafötum
frá Gucci á Óskars-
verðlaunahátíðinni.
Óskarsverðlaunaafhendingin fór fram í Holly-
wood síðastliðinn sunnudag. Kvikmyndahá-
tíðin er sannarlega veisla fyrir tísku-
áhugafólk þar sem fatnaður stjarnanna
er stór og mikilvægur hluti af viðburð-
inum. Á Óskarnum keppast tískuhúsin
og stílistar stjarnanna við að slá í gegn
enda tískuiðnaðurinn vitanlega afar stór
og hefur viðburðurinn því gríðarleg áhrif
á heim tískunnar.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Best klædd á
Óskarnum
Heildarútlit Oli-
viu Munn á Ósk-
arnum var flott.
Kjóllinn er frá
Stellu McCartney
og tónaði förðun
og hár vel við ein-
faldleika kjólsins.
Leikkonan Juli-
anne Moore var í
svörtum kjól með
fallegum smáat-
riðum frá Chanel.
AFP
Leikkonan Rooney
Mara var í blúndu-
kjól frá Givenchy.
Heildarútlitið var
glæsilegt en dökkur
varalitur skapaði fal-
legan kontrast við
hvíta blúndukjólinn
og skapaði djarft og
rokkað yfirbragð.
Leikkonan Alicia
Vikander klæddist
glæsilegum gulum kjól
frá Louis Vuitton.
Leikkonan Brie Larson
hlaut Óskarinn sem besta
leikkona í aðallhlutverki.
Hún var í fallegum kónga-
bláum kjól frá Gucci.
Sjötuga leikkonan
Charlotte
Rampling var
flott í kjól frá
Armani Privé.
Leikarinn Tom Hardy var eitursvalur í
Gucci-jakkafötum, með sólgleraugu í
Aviator-sniði og með keðju í bux-
unum. Hann mætti á hátíðina ásamt
eiginkonu sinni Charlotte Riley sem
klæddist kjól frá Gauri & Nainika.
Tískuhúsið MAGNEA kynnir nýja vetrarlínu 2016 á HönnunarMars sem
hefst í vikunni. Þar verður einstakur viðburður haldinn í Dansverk-
stæðinu, Skúlagötu 30, 101 Reykjavík, 12. mars á milli kl. 19:30-21:00.
TÍSKA
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016
Vetrarlína tískuhússins MAGNEA