Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 LESBÓK E nginn hittir einhvern, leikverk danska leik- skáldsins og handrits- höfundarins Peter As- mussen, í þýðingu Jóns Atla Jónassonar, verður frumsýnt 11. mars í nýju leikrými Norræna hússins, Black Box. Langt er um liðið frá því leikverk var sett upp og sýnt í Norræna húsinu og vísar heiti rýmisins, svarta kassans, í dökkmálaða veggi og tilraunakennt og skapandi andrúmsloft þess. Asmussen hlaut dönsku Reu- mert-leikhúsverðlaunin sem leik- skáld ársins fyrir Enginn hittir ein- hvern árið 2010 auk þess sem verkið hlaut verðlaun fyrir bestu sviðsmynd. Hann hóf feril sinn sem rithöfundur, skrifaði nokkrar bæk- ur en færði sig yfir í leikritun og handritsgerð fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Þekktasta kvik- myndahandrit Asmussen er að kvikmyndinni Breaking the Waves sem hann skrifaði með leikstjóra myndarinnar, Lars von Trier. As- mussen er þekktur fyrir áhrifamik- inn og knappan stíl og þykir með merkari leikskáldum Norðurlanda hin síðustu ár. Að uppfærslunni kemur hópur norrænna listamanna, frá Noregi, Danmörku og Íslandi, og leikstjór- inn, Daninn Simon Boberg, hefur starfað sjálfstætt í tuttugu ár hjá hinum ýmsu leikhúsum heimalands síns auk þess að vera listrænn stjórnandi og framleiðandi hjá Hus- ets Teater í Kaupmannahöfn, mið- stöð fyrir ný dönsk og alþjóðleg leikrit. Leikarar í verkinu eru María Ellingsen og Björn Ingi Hilmarsson, höfundur hreyfinga hin finnska Raisa Foster, Norð- maðurinn Andreas Ljones er höf- undur tónlistar, Snorri Freyr Hilm- arsson hannar leikmynd og Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsingu. Enginn hittir einhvern var frum- sýnt í Husets Teater árið 2010 í leikstjórn Boberg, sló í gegn og var sýnt þar fyrir fullu húsi. Í leikritinu eru settar fram 16 stuttar senur sem eru allt í senn fyndnar, ljóð- rænar og ofbeldisfullar og kanna samband karls og konu sem berjast við að halda samlíðan sinni, virð- ingu og sjálfsvitund þrátt fyrir að samskipti þeirra séu fyrir löngu orðin tilgangslaus, eins og því er lýst á vef sýningarinnar, enginn.is. „Við fyrstu kynni virðast mann- eskjurnar fullkomlega eðlilegar. In- dælir, vel uppaldir borgarar sem kljást við alþekktan vanda í sam- böndum fólks; stefnumót, bið, svik, einsemd og endalok,“ segir þar m.a. um leikritið. Orðin mikilvæg Boberg er spurður að því hvað það sé við verkið sem geri það svona gott og svarar hann því til að texti Asmussen sé afar hnitmiðaður og nákvæmur. „Það er eins og öll verk Ingmars Bergman þjöppuð saman í Maggi-súputening,“ segir hann um leikritið og hlær að eigin samlík- ingu. „Tungumálið er mjög ná- kvæmt og aðstæðurnar skarpar. Það eru mikil átök og mennska í því, þetta er ákaflega mannlegt verk.“ Boberg segir orðin afar mikilvæg og verkið auk þess mjög líkamlegt þar sem tvær manneskjur séu fast- ar saman í litlu herbergi og þær reyni að leysa úr vandamálum sem komið hafi upp í sambandi þeirra. „Þetta er aðallega textaverk og drama en með aðkomu Raisu sem hreyfiþjálfara reynum við að kanna hvað gerist milli þessara tveggja líkama í rýminu, til viðbótar við tungumálið. Það er í raun annað lag í sambandinu og tilvist manns- ins,“ segir Boberg. Sýningarrýmið er nánast eins og innsetning, segir Boberg, táknrænt fyrir það sem gerist undir niðri í samskiptum fólks. „Fyrir það sem gerist í kjallaranum í mannlegum samskiptum,“ útskýrir leikstjórinn og yfirgefur að svo búnu kjallara Norræna hússins og heldur út í vetrarblíðuna. Leikararnir eru líka ólmir í að sjá dagsljósið eftir dags- langa kjallaravist og er sammælst um að viðtalið fari fram á veit- ingastað hússins. Afar næmur María segir Boberg gjörþekkja leikrit Asmussen og það breyti því litlu fyrir hann að leikstýra því í ís- lenskri þýðingu. Hann hafi bæði þýtt verkið á ensku og ítölsku og þó hann kunni ekki íslensku viti hann hvað sé verið að segja hverju sinni og taki strax eftir því ef leik- ararnir sleppa orði. En hvernig leikstjóri er Boberg? „Hann er mjög næmur og treystir manni mjög vel þannig að maður slakar á nálægt honum og byrjar að flæða til hans. Svo er hann ótrúlega ná- kvæmur,“ segir María og Björn tekur undir það. „Maður treystir honum algjörlega því hann gjör- þekkir þetta leikrit og er inni í því sem við erum að gera. Við erum að leita og hann er líka að leita upp á nýtt. Þó hann sé búinn að gera þetta áður ætlar hann ekki að setja þetta í fyrirfram ákveðið box. Hann er leitandi inni í þessu formi, þessu leikriti, og mér finnst það mjög þægilegt. Hann er jafnleitandi og við,“ segir Björn. María bætir við að Boberg hafi enga þörf fyrir að hafa rétt fyrir sér og samvinnan hafi fyrir vikið verið mjög lýðræð- isleg. Íslenska útgáfan Boberg sá Maríu leiklesa verkið í Þjóðleikhúsinu fyrir þremur árum og kom að máli við hana og sagði að hún yrði að leika í leikritinu undir hans stjórn. Hún segir það hafa verið ákaflega skemmtilegt og hvetjandi fyrir sig og hún hafi tekið að sér verkefnið. „Þannig að ég fór af stað með þetta sem framleiðandi og þurfti að setja saman hópinn í samstarfi við Boberg. Ég kom með þá uppástungu að fá Raisu Foster frá Finnlandi í verkefnið. Hún er dansari með BA-gráðu, tvær meist- aragráður og doktorsgráðu sem er mjög óvenjulegt. Hún er að pæla í því hvernig maður getur endur- skilgreint dans þannig að hann sé ekki, innan gæsalappa, dans, held- ur hvaða tungumál þetta sé sem líkamar tala og ekki bara í þessu leikriti heldur almennt. Síðan fékk ég Andreas frá Noregi sem kemur úr hefðbundinni þjóðlagafiðluhefð en hefur sjálfur þróast yfir í nú- tímann og það að vera dansari með fiðlu í hendi og starfað í leikhúsi. Simon var ofboðslega opinn fyrir því að fá þetta fólk til liðs við sig með sínar hugmyndir,“ segir María. Uppfærslan í Norræna hús- inu eigi fyrir vikið lítið annað sam- eiginlegt með frumuppfærslunni en textann og leikstjórann. Getur verið hver sem er og líka einhver allt annar Talið berst að forvitnilegum titli verksins og leikararnir eru spurðir að því hvað hann þýði. María segir Eins og Bergman í súputeningi María Ellingsen og Björn Ingi Hilmarsson snúa aftur á íslenskt leiksvið í verðlaunaleikritinu Enginn hittir einhvern, sem verður frumsýnt í Norræna húsinu 11. mars. „Tungumálið er mjög nákvæmt og aðstæðurnar skarpar,“ segir leikstjórinn um verkið. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Björn Ingi Hilmarsson, Sim- on Boberg og María Ell- ingsen. Leikararnir bera leikstjóranum vel söguna, segja hann einkar næman og gjörþekkja verkið. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.