Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 14
Blaðamenn með langa reynslu að baki erugjarnan minnugir á ýmislegt skemmtilegt semkomið hefur upp á síðum blaðanna eða
bara almennt í lífinu.
Guðríður Haraldsdóttir, aðstoðarrit-
stjóri Vikunnar, er ein þeirra og dró nokk-
ur skemmtileg dæmi upp úr hattinum, úr
fjölmiðlum og daglega lífinu, en hún hefur
einnig starfað í útvarpi þar sem ýmislegt
getur jú gerst í beinni útsendingu.
„Samstarfsmaður minn á gömlu og góðu
Aðalstöðinni var með síðdegisþátt á laug-
ardögum og lagði metnað í
að spila ljúfa og notalega tón-
list. Eftir sérlega krúttlegt
ástarlag sagði hann ljúflega:
„Nú er það rómantíkin sem
ríður rækjum …“ Hann áttaði
sig strax á því að þetta var ekki
alveg rétt, reyndi að leiðrétta
setninguna nokkrum sinnum án
árangurs, gafst upp og endaði á að
setja næsta lag á,“ segir Guðríður,
jafnan kölluð Gurrí.
„Þegar ég rakst á hann nokkrum
árum seinna rifjaði ég þetta upp. Hann
sagði mér að hann hefði fengið sér rækjurétt á
veitingahúsi skömmu fyrir þáttinn, það hefði eflaust
orsakað þennan rugling. Þarna löngu síðar sá hann enn
ekkert fyndið við mismælin.“
Gurrí man eftir fleiri dæmum úr útvarpi og eitt er einkar eft-
irminnilegt þótt hún hafi ekki verið farin að starfa við
það sjálf.
„Gamla gufan, eða Rás 1, var eina útvarps-
stöðin sem náðist þegar ég var lítil. Mér er
enn minnisstætt þegar þulur las á
undan hádegisfréttunum: „For-
eldrakjöt … afsakið, folaldakjöt á út-
sölu!“
Úr blaðamennskunni á Gurrí líka
sögur, ein sú fyndnasta tengist pynt-
ingum á berjum sem Gurrí gat þó á
síðustu stundu komið í veg fyrir að birtist.
„Fyrir nokkrum árum birti Vikan danskar
mataruppskriftir sem nutu mikilla vin-
sælda. Við fengum þær þýddar til okk-
ar og oft kom í minn hlut að fara yfir
þær og skila. Eitt sinn þegar ég las
yfir kökuuppskrift rakst ég á
„Pyntið með jarðarberjum“.
Það var óbærilega freistandi
að leyfa þessu að fara svona í
gegn en ég vissi að prófarkales-
ararnir myndu stoppa þetta og
snara yfir í það sem þetta átti auð-
vitað að vera; puntið, eða öllu held-
ur skreytið með jarðarberjum.“
Þeir sem leggja sig fram um að
grípa til orðatiltækja í máli sínu eiga það
til að misskilja þau og þvæla einhverri vit-
leysu út úr sér. Með því nýlegra sem Gurrí hefur heyrt er „Eins
og skrattinn úr sauðalæknum“.
Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar vann Gurrí hjá Hús-
næðisstofnun ríkisins. Hún var snögg á lyklaborðinu, alla jafna
án þess að gera villur, en einhvern veginn tókst henni nokkrum
sinnum að misrita nafn stofnunarinnar sem Húnsæðisstofnun
og senda það þannig frá sér.
„Að lokum get ég nefnt annað úr mínu eigin daglega lífi en
við mæðginin vorum eitt sinn að spjalla saman inni í Kjötborg á
meðan við tíndum mat í körfuna. Ég man ekki nákvæmlega um
hvað samræðurnar snerust en gleymi ekki þegar sonur minn
kinkaði kolli til mín og sagði: „Svona kynþokkahatarar?“ Ég
hef notað þessi dásemdarmismæli hans við ýmis tækifæri síðan
og þau eiga ótrúlega oft við.“
FREISTANDI AÐ LÁTA SUMT SLEPPA Í GEGN
Pyntið með jarðarberjum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðríður Haraldóttir, aðstoðarritstjóri Vikunnar, starfaði stund-
um hjá „Húnsæðisstofnun“ á 10. áratugnum.
M
ismæli og misritanir kalla fram sterk viðbrögð hjá fólki. Allir ættu að
kannast við að hafa mismælt sig svo ástæða var til að sótroðna. Blaða-
menn og þeir sem skrifa texta sem birtist opinberlega geta líka átt afar
slæma daga. Á næstu blaðsíðum eru tínd til dæmi um misritanir og mis-
mæli sem eru eftirminnilegri en önnur. Er bæði rætt við sérstakt
áhugafólk um þessi efni og farið í gegnum ýmis dæmi úr fjölmiðlum.
Öllum til huggunar ferst heimurinn sjaldnast og hægt er að skellihlæja, að minnsta
kosti eftir á. Undirrituð gerir sér grein fyrir að sjaldan hefur það verið jafnmikilvægt að
skila grein án þess að gera sjálf margar villur!
Meinlegt en
mjög fyndið
Tungumálið er endalaus uppspretta gleði, líka þegar miður
fer. Til er fólk sem safnar dæmum um mismæli, misritanir og
ýmiss konar þvælu í tungumálinu. Bara til að hafa gaman af.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Getty Images/iStockphoto
ÚTTEKT
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016