Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 16
ÚTTEKT 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 Þorskaþjálfi er í sérstöku uppáhaldi. Leitá timarit.is skilar sex niðurstöðum ogþorskaþjálfa (þf.) skilar 12. Sem sann- færði mig um að oft séu brögð í tafli því misrit- anir af orðinu í öðrum myndum, svo sem fleir- tölu, skila engum niðurstöðum, kannski einni og einni,“ segir Halldór E. Högurður, sérlegur áhugamaður um misritanir og mismæli. Hall- dór Högurður hefur komið nálægt hinu og þessu tengdu tungumálinu um ævina, allt frá krossgátugerð upp í áramótaskaupsskrif. Þeir sem þekkja til Halldórs vita að fáir eru jafn- naskir á fyndni í misritunum og mismælum og myndu marg- ir ganga svo langt að kalla hann „sérfræð- inginn“. „Önnur góð er þegar keppni um lógó félags var auglýst og niður- lagið var: „Félagið áskilur sér rétt til að nýta, að höfðu sam- ræði við höfunda, hluta hugmyndar eða hafna þeim öllum.“ Nýjasta perlan í safni mínu er þegar Gylfi Ægis sannaði að hann er ekta pólitíkus með því að segja eitt í dag en annað á morgun. Þetta gerði hann með því að setja á fasbók- arvegg sinn: „Lengi lifi Íslenska þjófylk- ingin.““ Það er venja margra að skella skuldinni á aðra en svo var ekki hjá eiganda bílasölu sem tók sökina persónulega algjörlega á sig og lét þessi orð falla: „Ríkið tapar milljörðum á minni bílasölu.“ „Eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt er þegar Eiríkur Sig- urbjörnsson á sjón- varpsstöðinni Omega var að spjalla við þýð- anda sem áður þýddi Benny Hinn en eftir að hætt var að sýna þá þætti fór hann að þýða Ulf Ekman sem kom í stað- inn. Þýðandinn, kona, sagðist fyrst hafa syrgt Hinn afskaplega og ekkert fundist spunnið í þennan Ulf Ekman en svo hafi hún orðið fyrir smurningu og áttað sig á hve magnaður hann væri. Svar Eiríks við þessu var: „Svona getum við mannfólkið nú verið vitlaust þegar við er- um með fordóma. Við megum ekki vera með fordóma, þá verðum við alveg eins og eskimó- ar, vitum ekki neitt.“ Halldór Högurður nefnir einnig þegar til- kynning birtist í blaði um sóknarprest úti á landi sem var jarðstunginn. Á svipuðum tíma kom frétt um lækni sem lést á ferð í Sand- gerði. „Þá var það eiginkona Finnboga sem hafði tvívegis fengið brjóstlos sem hafði háð henni við vinnu. Og eitt sinn lögðu Haukastelpur „lið Sindra með þremur mökum“. Þá má ekki gleyma því þegar „útfjör“ konu einnar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju.“ Sérfræðingurinn Halldór Högurður Halldór Högurður á dágott safn af meinlegum villum í texta auglýsinga, tímarita og dagblaða. EF TIL VILL BRÖGÐ Í TAFLI Fátt fer framhjá vökulu auga Halldórs Högurðar eins og vinir hans og kunningjar á samfélagsmiðlunum vita. Svanhildur Hólm Valsdóttir, lögfræð-ingur og aðstoðarmaður fjár-málaráðherra, er sérstök áhuga- manneskja um mismæli og misritanir og safnar skjáskotum af því síðarnefnda. Hún segist hér um bil vera með innbyggt leið- réttingaforrit. „Flest fólk getur lesið texta án þess að smávægilegar villur trufli það en hjá mér fer hugmyndaflugið jafnvel á fullt, af því að oft getur misritun eða röng orðanotkun gerbreytt merkingu, það þarf eiginlega ekki einu sinni að vera vitlaust - nóg er að það sé skrýtið, eins og þegar talað var um í fyrirsögn að „koma aftan að látnu fólki“. Hvernig getur maður ekki séð það fyrir sér? Hvernig fer maður líka að því að „standa upp fyrir sjálfum sér“ eins og var sungið í undankeppni Eurovision fyrir nokkrum árum; „Stattu upp fyrir sjálfum þér.“ Ég hef átt í mestu vandræðum með sjálfa mig þegar ég heyri þetta því ég get ómögulega séð fyrir mér hvernig hægt er að koma því í verk. Einhverjir myndu segja að ég væri pínu bókstafleg en ég virka svona; hlutir þurfa helst að vera rökréttir og mér finnst tungumálið yfirleitt vera rök- rétt.“ Ekki verður af Svanhildi tekið að hún hefur húmor fyrir þessu. Þegar hún tekur sig til og sendir tölvupósta til að koma á framfæri málfarslegum athugasemdum skrifar hún stundum undir; „kv. Eiður“ með vísan í Eið Svanberg sem hefur verið óþreytandi við að skoða málfar í fjölmiðlum og er frægur fyrir sína málfarsmola. Það gæti líka einhver lent í því að Svanhildur leiðrétti einhvern á næsta kassa í kjörbúð- inni og hún segir að það sé ekki beinlínis meðvitað en stundum nái hún að stoppa sig. „Mig langar ekkert að vera að atast í fólki en ég geng út frá því að fólk vilji hafa hlutina rétta, eins og til dæmis þegar ég sendi athugasemdir á blaðamenn. Það er munur á því hvort fólk hefur atvinnu af því að nota tungumálið eða mismæla sig eða misrita og ég er ekkert fullkomin sjálf. Iðu- lega gleymi ég í miðri setningu um hvað ég var að tala og rugla heitum á hlutum. Ég segist til dæmis oft ætla út í apótek að kaupa brauð því einhverra hluta vegna rugla ég orðunum bakarí og apótek. Stund- um gleymi ég svo hreinlega orðum og ég lenti í því einu sinni í útsendingu í Kastljós- inu en viðtalið var þannig að ég sem spyrill varð að muna orðið hindúi - sem ég gerði ekki. Ég endaði á að viðurkenna bara að ég myndi þetta ekki - eftir að hafa reynt að tala um „fólkið með heilögu kýrnar“ og svo framvegis.“ Flestir taka ósjálfráðum málsfarsvið- brögðum Svanhildar vel. „Einn og einn svarar kannski einhverju á borð við að mál- ið sé bara í þróun og það sé allt í lagi að segja „mér langar“. Það finnst mér svipað og að ákveða að stökkva stutt í langstökki því langstökkið sé í þróun. Það er allt í lagi að leika sér með málið ef maður veit hvern- ig það á að vera.“ Áhugi Svanhildur beinist líka að fyrirsögnum. „Oft er verið að segja eitthvað sem stenst en þegar orðunum er raðað saman koma þau kannski ekki vel út eins og þetta með klamydíusmitin sem við eigum Norðurlandameistaratitilinn í samkvæmt fréttum en „eigum að geta gert betur en það.“ Starfs síns vegna situr Svanhildur gjarn- an á hinum og þessum fundum. Hún grípur ekki fram í ræður en segist geta átt bágt með sig þegar ræðumenn gera gloríur. „Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir mörgum árum kom maður í pontu sem var mikið niðri fyrir og þegar ástandið er þann- ig geta ýmsir hlutir skolast til. Aðalpunkt- urinn í ræðu hans voru „leikreglur“ sem urðu alltaf að „reikleglum“ og hann kom því oft á framfæri að það væri mikilvægt að „virða reikleglur lýðræðisins“. Góð vinkona Svanhildar gleður hana reglulega með því að rugla saman orðum. Hún hefur beðið fólk að fara á BBC að kaupa fyrir sig sígarettur og breytt þann- ig umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýr- arveg í einni svipan í ríkisútvarp Breta. Sú hin sama talar ekki um kunn- ingjakonur heldur kunningjavinkonur. Svanhildur segir að hvað þessa einstöku vinkonu varði sé hún næstum hætt að heyra þetta. Hún minnist líka á sam- starfskonu eiginmanns síns, Loga Berg- manns, sem talaði alltaf um að „bíta í það súra enni“. Svanhildur nefnir að lokum atriði sem hefur vakið furðu hennar, en það er nafn fasteignasölu hér í bæ sem heitir einfald- lega Heimili fasteignasala. „Ég hef spurt mig hversu stór markaður það sé eiginlega – að selja heimili fasteignasala. Þetta hlýt- ur að vera þröngur markaður.“ SVANHILDUR HÓLM SKRÁIR NIÐUR Hversu mörg heimili fasteignasala er hægt að selja? Svanhildur Hólm viðurkennir að leiðrétta stundum ókunnuga en tekur fram að hún geti lítið að því gert. Morgunblaðið/G.Rúnar Svanhildur Hólm á ágætis safn af fyrirsögnum og vill- um í texta sem hún hefur safnað saman síðustu árin. Hér má sjá nokkur dæmi: „Hún er það góð að það er bókstaflega ekkert sem hún getur sungið,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, höf- undur Unbroken, framlags Íslands í Eurovision í ár. Hann segir hana geta sungið rokk, blús og popp án þess að blikna.“ (Blaðaviðtal, 2015) „Oddvitar í Reykjavík í tilhugunarlífinu – Viðræður Samfylkingar, Betri framtíðar, Vinstri grænna og Pí- rata hófust í gær.“ (Fyrirsögn veffréttar, 2014) „Facebook býður sérsníðaðar auglýsingar. Face- book mun veita auglýsendum aðgang að upplýs- ingum úr leitarvélum notenda til að sérsníða auglýs- ingar.“ (Veffrétt, 2014) „Skýjakljúfrar taka yfir London.“ (Fyrirsögn á veffrétt) „Norðurlandameistarar í klamydíusmitum: „Við eig- um að geta gert betur.“ (Fyrirsögn fréttar á vefmiðli) Úrklippubók Svanhildar Hólm

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.