Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 49
6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 fólk á miðjum aldri. Þá er maður búinn að fara í gegnum svo margt, hefur bæði verið sá sem er yfirgef- inn og sá sem fer, sá sem var hafn- að eða hafnaði einhverjum,“ segir María. Verkið sé þó engan veginn þungt, það sé líka fyndið, broslegt og grátbroslegt enda hafi Asmus- sen í fyrstu kallað verkið revíu. Kaka, rúgbrauð og kleinuhringur Björn segir að þó textinn sé knapp- ur eins og í verkum Beckett sé hann aðgengilegur. „Þú skilur alltaf textann í þessu verki, hann er ekki flókinn en það er svo mikið fólgið í honum. Hann er eins og deig sem þú getur gert allt úr. Það getur orðið kaka, rúgbrauð en líka kleinuhringur,“ segir Björn. María hlær að samlíkingunni og segir að ef verkið væri teiknimyndasaga kæmist textinn fyrir í talblöðrum, hann sé það knappur. „Hann er líka skrifaður eins og tónlist, fimm kaflar skrifaðir og í þeim þrjú til- brigði við hvert stef,“ segir hún og nefnir sem dæmi að þegar fjallað sé um stefnumót megi finna þrjár tegundir af stefnumótum, einvera verði að þremur tegundum einveru o.s.frv. Talið berst að sýningarrýminu, svarta kassanum sem býður upp á mikla nálægð leikara við áhorf- endur. Leikararnir eru á litlu sviði, umkringdir gestum og segir Björn gaman að glíma við það. „Þú þarft í rauninni að leika í 360° í stað þess að leika í eina átt,“ segir hann. -Verðið þið þá meira vör við við- brögð sýningargesta? „Þetta verður rosalega persónu- legt, held ég, því maður finnur fyr- ir andardrættinum og hverri hreyf- ingu og sér framan í fólk allan tímann,“ segir María og Björn seg- ist telja formið henta verkinu afar vel. Saman á sviði eftir langt hlé María og Björn stóðu síðast saman á sviði í Svaninum árið 1996, þar sem þau slógu í gegn ásamt ásamt Ingvari E. Sigurðssyni. Undanfarin fimm ár hefur Björn búið í Svíþjóð þar sem hann lék fyrir Teater Pero í Stokkhólmi, en sneri heim í fyrra- sumar. „Ég hef verið að leika í barnaleiksýningum, lék í yfir 600 sýningum þessi ár sem ég var úti,“ segir hann. Björn var fastráðinn við Borgarleikhúsið á árunum 1996- 2008. María starfar sjálfstætt og rekur leikhúsið Annað svið sem framleiðir Enginn hittir einhver og setti síð- ast upp dansleikhússýninguna Ferðalag fönixins sem frumsýnd var á Listahátíð í Reykajvík og hef- ur síðan ferðast um Norðurlönd. Aðrar sýningar eru m.a. Úlfhams- saga, Salka - ástarsaga og Svan- urinn. Hún vinnur nú að nýju verki, Augun þín, um þrjár íslensk- ar skáldkonur. Hún hefur komið víða við á sínum ferli, unnið sem leikkona, leikstjóri og höfundur í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi, innanlands sem utan. Þá hefur hún haldið námskeið í framkomu og ræðumennsku, kennt hópum, fyr- irtækjum og einstaklingum um ára- bil. Hún segir kennsluna gefandi og skemmtilega. „Mér finnst ofboðs- lega gaman að styrkja fólk og sjá það blómstra,“ segir hún. Að lokum skal þess getið að 12. mars mun Norræna húsið bjóða upp á dagskrá þar sem almenningi gefst tækifæri til að fræðast um verk Asmussen og hlýða á erindi þeirra listamanna sem að sýning- unni koma. ’ Þú skilur alltaf textann í þessu verki, hann er ekkiflókinn en það er svo mikið fólgið í honum. Hann ereins og deig sem þú getur gert allt úr. Það getur orðiðkaka, rúgbrauð en líka kleinuhringur Rússíbanareið María segist oft hafa leikið í dramatískum verkum um ástarsam- band karls og konu en Asmussen fari nær kvikunni. „Það er svo gaman að upplifa þetta handrit því hann er sérfræðingur í því að vita hvað þarf ekki að segja,“ segir hún. Verkið sé aðeins 75 mínútur að lengd en afar mikið sagt á þeim stutta tíma. En eru leikararnir þá alveg dauðuppgefnir eftir þessar 75 mínútur? Björn hlær, segist ekki vita það en vissulega sé sýningin rússíbanareið. -Þetta er væntanlega mikil sjálfs- skoðun í leiðinni fyrir ykkur? Þið kannist kannski við eitt og annað? „Já, algjörlega. Þetta er hugsað fyrir lífsreynt fólk og við erum það, hann e.t.v. þannig til kominn að verkið fjalli um mann og konu og þá hvaða mann og konu sem er. Björn býður upp á þá mögulegu skýringu að enginn sérstakur hitti einhvern sem sé kannski sérstakur. „Mér finnst þetta endurspegla verkið rosalega vel. Þetta getur verið hver sem er og líka einhver allt annar,“ segir hann kíminn. -En um hvað er verkið? „Hvað höfum við langan tíma?“ svarar Björn kíminn. Blaðamaður ber þá samlíkingu Boberg undir leikarana, þ.e. að verkið sé eins og kvikmyndir Bergman þjappaðar saman í súputening. María segir það mjög góða lýsingu. „Þetta virk- ar ekki flókið: maður og kona, ást og allir með sinn besta vilja en svo er eins og það sé ekki nóg. Ástin er ekki nóg, góður vilji er ekki nóg og af hverju ekki? Hvað er málið?“ út- skýrir hún. Björn segir tenings-líkinguna góða. „Þetta eru maður og kona og þeirra samskipti sem eiga sér ólíkar birtingarmyndir,“ segir hann. Í verkinu séu sýndar ólíkar hliðar á þessu fólki en það sé ekki á hreinu hvort þetta sé alltaf sama fólkið. Björn segir verkinu vel lýst í umsögn dómnefndar Reumert, þ.e. að Asmussen noti tungumálið sem e.k. skurðhníf og kryfji afar flóknar og mikilvægar tilvist- arspurningar og dauðakenndina um leið. „Hann er búinn að rista okkur upp og sýna okkur allt sem er inni í okkur,“ segir Björn. María bætir við að höfundurinn fari alveg inn að beini og eins og öll verk Asmussen fjalli þetta um hvað það þýði að vera manneskja. Þá ljúfsáru reynslu. Mikkel Harder, forstjóri Nor- ræna hússins, segir sýningu á fyrsta leikriti Norræna hússins í hinu nýja sýningarrými, Black Box, vera ákveðna tilraun. Tón- leikahald í svarta kassanum hafi gefið góða raun og nú reyni á kassann sem leiksvið. Daglegir viðburðir hafi verið haldnir þar meðan á Jóladagatali Norræna hússins stóð í fyrra og heppnast vel. Sýningarrýmið sé nýtt og leikhúsunnendum ókunnugt en ef vel gangi sé mögulegt að fleiri leikrit verði sýnd í því. Ekkert hafi þó enn verið ákveð- ið í þeim efnum. Harder segir svarta kassann auka fjölbreytni í menningar- dagskrá Nor- ræna hússins og bjóða upp á möguleika fyrir fleiri viðburði fyrir ungt fólk, tónleika eða annað. Ef fram- hald verði á leik- sýningum í kassanum verði verkin að uppfylla ákveðin skil- yrði og þá fyrst og fremst þau að vera norræn og unnin í nor- rænu samstarfi. Þá segist Har- der stefna að því að bjóða upp á fleiri viðburði í húsinu á kvöldin þannig að dagskrá hússins sé frá morgni til kvölds. „Ég vil hafa líf í húsinu,“ segir Harder. Kassinn góð viðbót Mikkel Harder boxer buxur kr. 1990,- áður 2490,- 20% lækkun skyrtur kr. 6990,- áður 7990,- 12,5% lækkun Gallabuxur kr. 9990,- áður 11990,- 16,7% lækkun DRESSMANN LÆKKAR VERÐ Frá 1. mars 2016 höfum við stórlækkað verð á flestum okkar vörum vegna afnáms tolla og gengisþróunnar SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800 / SMÁRALIND XL 5650304
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.