Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016
LESBÓK
Fram til þessa hefur DagurHjartarson verið þekktur fyr-ir ljóð og sögur og skemmst að
minnast þess að hann hlaut Bók-
menntaverðlaun Tómasar Guð-
mundssonar fyrir handrit ljóðabók-
arinnar Þar sem vindarnir hvílast
fyrir þremur árum. Síðasta ást-
arjátningin, sem kom út í vikunni, er
aftur á móti skáldsaga, þó í henni
megi finna stöku ljóð sem lögð eru í
munn söguhetju bókarinnar.
Aðspurður hvað hafi komið hon-
um til að skrifa skáldsögu segir Dag-
ur að hann hafi eiginlega gert það
óvart, hann hafi byrjað á fyrsta kafl-
anum, síðan elt hann lengra og svo
hafi hann verið kominn í ógöngur og
þurft að skrifa sig útúr þeim. „Ég
held að skáldsögur verði einmitt oft
til þegar menn lenda í ógöngum og
þurfa að skrifa sig útúr þeim á tvö-
hundruð til þrjúhundruð blaðsíðum.
Það var líka eitthvað í bókinni
kveikti í mér, tónninn og sögusviðið,
persónurnar og stemmningin. Mér
fannst dáldið gaman í þessari
stemmningu, hún kveikti í mér og
kannski enda menn með að skrifa
skáldsögur af því þeir eru svo
ánægðir með það sem þeir eru að
gera, vilja gera svo mikið af því.“
Ljóðið er minn kjarni
„Ljóðið er annars meira minn
kjarni, þannig að það er dálítið úr
karakter að vera að skrifa skáldsögu
en mér fannst þetta bara spennandi
og það voru lítil tannhjól sem
spunnu söguna áfram og hún bara
stækkaði. Hún var reyndar miklu
stærri, en ég gerði lesendum þann
greiða að stytta hana allhressilega.“
Bók um þráhyggju
– Þegar á leið bókina fannst mér
þetta fyrst og fremst vera bók um
þráhyggju og þá þá gerð þráhyggju
sem felst í listinni og knýr listamenn
áfram.
„Listin er einhver tegund af þrá-
hyggju, stundum einhverskonar
mikilmennskubrjálæði að halda að
maður geti skapað einhverja eft-
irmynd af veruleikanum eða gætt
veruleikann lífi í listaverki, að maður
geti dregið lífið inn í listaverkið.
Trausti, ein af aðalpersónum bók-
arinnar, er til dæmis augljóslega
haldinn allskonar þráhyggjum og
fær hlutina á heilann. Bókin fjallar
svolítið um þetta, um listina og lífið
og hvar þetta mætist og rennur sam-
an og sumir kannski týna sér í list-
inni en ég held að lífið hafi alltaf
vinninginn.
Trausti er þó í þversögn líka, eins
og allir listamenn, og eins og ég
sjálfur þegar ég segi að lífið hafi
vinninginn og eyði svo mörgum ár-
um í að loka mig af og skrifa skáld-
sögu bara til að komast að því,“ segir
Dagur og brosir. „Með því að skrifa
þessa skáldsögu geng ég kannski í
gegnum það sama og þessar persón-
ur. Þær reyna að skapa eitthvað
ódauðlegt, en þegar upp er staðið
komast þær að því að lífið er ekki
undirbúningur fyrir krossapróf í
helvíti, maður verður að njóta þess.“
Þingvellir þjáningarinnar
– Bókin hefst á orðunum: „Ég hef
ekki farið í klippingu síðan Davíð
Oddsson var seðlabankastjóri“ og
nafn Davíðs Oddssonar kemur oft
fyrir í bókinni; í raun má segja að
persónur hennar, og samfélagið sem
hún lýsir, sé að mörgu leyti í skugga
Davíðs.
„Eins og aðrar miklar persónur úr
sögunni getur Davíð Oddsson sam-
einað þjóð og líka sundrað henni í
tvær fylkingar og hann sundrar svo-
sem þessum söguheimi í tvær fylk-
ingar í huga sögumannsins og í lífi
hans, lífið er flekar sem færast í
sundur og skapa Þingvelli þjáning-
arinnar,“ segir Dagur og kímir um
leið og hann vitnar í bókina.
„Í bókinni er ég ekki að taka neina
afstöðu með Davíð Oddssyni eða á
móti honum, en ég held að bókin
komist að ákveðinni niðurstöðu
varðandi stórar persónur og hug-
myndafræði sem ég get ekki ljóstrað
upp hver er. Sömuleiðis finnst mé
áhugavert hvernig tannhjólin í ver-
aldarsögunni eru beintengd tann-
hjólum í veraldarsögu sálarinnar,
hvernig stórir menn í sögunni eru
tannhjól í hversdagslegum sögum og
skapa grundvöll fyrir ástar- og hat-
urssambönd án þess að vita af því.“
Tannhjól í veraldar-
sögu sálarinnar
Síðasta ástarjátningin heitir ný skáldsaga Dags Hjartarsonar, sú fyrsta
sem hann skrifar reyndar, en í henni er hann meðal annars að fjalla um
þráhyggju listarinnar og skugga Davíðs Oddssonar.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Hendrik Groen er vistmaður á öldrunarheimili
í norðurhluta Amsterdam, 83 og 1/4 ára gam-
all. Í gegnum lífið hefur hann alltaf verið hátt-
vís, almennilegur, vingjarnlegur, kurteis og
hjálpsamur. Ekki endilega vegna þess að hann
sé þannig inn við beinið, heldur vegna þess að
hann þorir ekki annað.
Nú hyggst hann aftur á móti sýna hinn
raunverulega Hendrik Groen og ákveður að
halda dagbók í eitt ár þar sem hann hyggst
birta óritskoðaða sýn sína á lífið á öldrunarheimilinu, en draumur
hans er að nokkur vel valin brot verði lesin uppúr bókinni í jarð-
arför hans.
Bókin um Hendrik Groen, Lítil tilraun til betra lífs, sló í gegn í
Hollandi þegar hún kom út á sínum tíma og hefur verið gefin út í
fjölda landa. Ragna Sigurðardóttir þýddi bókina, Veröld gefur út.
Dagbók Hendriks Groens
Catherine kemur sér vel fyrir í rúminu með
spennandi bók sem henni hefur áskotnast og
byrjar að lesa. Smám saman rennur upp fyrir
henni að hún er aðalpersónan í bókinni, leikur
lykilhlutverk, og að í bókinni er greint frá
leyndarmáli sem hún hefur engum sagt, ekki
einu sinni þeim sem standa henni næst – yfir
fyrirvarann í bókinni: „Öll líkindi við fólk, lífs
eða liðið, eru einber tilviljun“ var dregið grannt
rautt strik.
Fyrirvari er fyrsta skáldsaga breska rithöfundarins Renée Knight.
Guðni Kolbeinsson þýddi, JPV gefur út.
Spennandi fyrirvari
Í skáldsögunni Eitthvað á stærð við alheiminn,
sem kom út á síðasta ári, lauk Jón Kalman Stef-
ánsson ættarsögunni sem hófst í bókinni Fisk-
arnir hafa enga fætur og teygir sig frá Norðfirði
fyrri tíma til Keflavíkur dagsins í dag, með við-
komu á Miðnesheiði. Eitthvað á stærð við al-
heiminn, sem var afskaplega vel tekið og var
meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna, er nú komin í kilju. Í umsögn í
Morgunblaðinu á síðasta ári sagði að í bókinni
væru staðir „þar sem fegurð og máttur orðanna njóta sín til fulls, þar
sem málsgrein kristallar einhverja hugsun sem hefur áður verið utan
seilingar“.
Bjartur gefur út.
Jón Kalman í kilju
Reykjavíkurnætur Arnaldar Indr-
iðasonar sitja nú á toppi franska
metsölulistans þegar reyfarar eru
annars vegar, en þar ytra heitir
bókin Les nuits de Reykjavik.
Ekki er þó bara að
Reykjavíkurnætur njóti hylli held-
ur á Arnaldur tvær bækur til á
listanum. Þannig er Kleifarvatn,
eða Le lagon noir, í 25. sæti og
svo á hann Napóleonsskjölin, sem
heita Operation Napoleon upp á
frönsku, í 53. sæti. Arnaldur skip-
ar sér þannig í lið þekktra sagna-
meistara eins og Jussi Adler-
Olsen, Donnu Leon, James Lee
Burke Andrea Camilleri og
Stephen King sem eiga fleiri en
eina bók á listanum, en Adler-
Olsen á fjórar bækur á listanum
og King þrjár, líkt og Arnaldur.
Einn íslenskur höfundur til á
bók á listanum, Árni Þórarinsson,
því L’ombre des chats er í 80.
sæti, en hún hét Ár kattarins þeg-
ar hún kom út á íslensku 2012.
Bækur Arnaldar Indriðasonar njóta vinsælda víða um heim.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavíkurnætur efstar
REYFARAÞORSTI