Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 17
Halldór Högurður hefur verið duglegur að grúska í tímarit- um og dagblöðum og safnað ýmsu minnisstæðu í gegnum tíðina. Hér er brot af því besta: „Hafnastjórn Dalvík- urbyggðar óskar eftir yfirhafnaverði.“ (rað- auglýsing). „Lúðasveit leikur í þrjá stundarfjórð- unga áður en leikur hefst og íþrótta- fréttamenn gefa út leik.“ (1967, í umfjöll- un um landsleik Íslands og Spánar). „Hefur þú áhuga á að taka þátt í stæðsta viðskitatækifæri 21. aldarinnar í gegnum INT- ERNETIÐ.“ (Úr raðauglýsingu) „Penninn tók ekki við sér í fyrstu og Karl varð að taka á honum stóra sínum að brjóta ekki niður blýið í æsingnum.“ „Lögreglan tilkynnti nú rétt í þessu á Twitter að Jónas væri kom- inn í leitirnar. Lögreglan þakkar öll- um sem hjálpuðu við leitina að Hafsteini.“ „Kl. 11 messa. Séra Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 messa. Þess er vænst að fern- ingarbörn og for- eldrar þeirra komi til messunnar.“ (Úr tilkynn- ingu frá Dómkirkjunni 1979). „Til sölu 3ja her- bergja íbúð, 124,9 fm á 2. hæð með miklu sjávar- útsýni. Lyfta er í hús- inu. Tvennar svalir. Mjög vandaðar inn- réttingar. Sæði í bílageymslu fylgir. Selst tilbúin án gólfefna.“ (Þessi villa hefur nokkrum sinnum sést í fasteignaauglýsingum síðustu 10 árin). „Leikarinn og skemmikraft- urinn Steinn Ármann Magn- ússon verður með Alvöru uppistand á Kringlukránni.“ (Úr dagblaðaauglýsingu). „Öllum másmetandi fiski- fræðingum og haffræðingum ber nú saman um, að fiskistofnunum í Norður-Atlantshafi verði ekki forðað frá aldauða.“ (Úr dag- blaðafrétt). „Alþingismaur Árnesinga er ný- kominn úr ferð um Noreg til að kynna sér áhrif fossavirkjunar á þjóðlífið.“ (Alþing- ismaurum hefur nokkr- um sinnum brugðið fyr- ir í skrifuðu máli) „Reglan er sú að aukaefni fá ekki E- númer, nema sérfæð- inganefnd á vegum Efnahagsbandalags Evr- ópu hafi metið þau.“ (Úr dagblaðafrétt). „… strangtrúðað kommúnistaríki.“ (Grein í dagblaði árið 2000.) Úr leiðréttingum dagblaða: „Pentvillupúkinn illræmdi olli því …“ „Leðrétting: Meinleg misritun varð á ...“ „Leiðréting á fyrirsögn á síð- ustu Sjómannasíðu …“ „Pólýfónkórinn - Leirétting“ Úrklippubókin - gamalt og nýtt Á meira en 100 árum Morgunblaðsins hafa öðru hverju slæðst með villur sem hægt er að hlæja að – að minnsta kosti eftir á. Prófarkadeild Morgunblaðsins hefur haldið dagbók yfir slík dæmi og er hér brot af því kostulegasta. „Var sú leit án árangurs, en talið er að kafbátarnir hafi frekar verið tveir eða þrír, en ekki færri en einn.“ „Þetta var í fyrsta sinn í 18 ár, að mað- urinn var tekinn af lífi af yfirvöldum í Ala- bama.“ „Gerðar höfðu verið þær ráðstafanir að Vegagerðin mokaði eða flytti fólk á kjör- stað.“ „Nú er austan og norðaustan kaldi og ber því minna á hlýjunni.“ „… er opið öllum þeim sem áhuga hafa á umferðarslysum.“ (Umfjöllun um Norræna umferðarslysalæknaþingið). „Við eigum ekki að vera vandaðri að meðölum en aðrar þjóðir.“ „Stundum verður líka eiginmaðurinn eða önnur börn fjölskyldunnar afbrýðisöm út í barnið.“ (Úr grein um fæðingar). „Betra er að hafa með sér léttan regn- galla því blautt er að standa í rigningu.“ „Bærinn Montana er uppi í hlíðum og í hjarta Valais, þ.e. efri Róndalsins, sem um- kringdur er hæstu fjöllum Evrópu, frá 1915.“ Úr fasteignaauglýsingu: „Til sölu snotur íbúi.“ „Fólk var alltaf velbúið í þessar ferðir milli Reykjavíkur og Flóans og hefði þess vegna vel getað orðið úti í bílnum þegar hann festist í brjáluðu veðri án þess að verða meint af.“ (Úr viðtali). Myndatexti: „Tvíburarnir samankomnir á mynd, en tveir voru fjarverandi.“ „… íslensku korni er blandað í gróft brauð sem þúsundir manna hafa neytt á Stór-Reykjavík- ursvæðinu.“ „Nafn textahöf- undar og ljósmyndara í greininni „Þeir hurfu fram af bjargbrúninni“, sem birtist í Morg- unblaðinu í gær féll niður.“ „Ef hann kann vel við sig og öfugt munu samninga- viðræður hefjast.“ (Sportið). „Bíllinn hefur lítinn sem engan búnað sem getur bilað.“ (Umfjöll- un um bíla). „Jepparnir eru fullvaxnir.“ (Umfjöllun um bíla). „Það verða ekki fleiri spjöll um daginn og veginn.“ „Hús á svokölluðu Seawed-svæði ættu öll að rífast.“ „Fólki sem þarf á súrefni að halda hefur fjölgað mikið á síðustu árum.“ „… sagði Baldur, sem viðurkennir að hann sé brennandi áhugamaður um öku- tæki og mótorhjól.“ „Ég legg mikla áherslu á að kylfingur losi sig við allt utanaðkomandi eins og til dæmis fatnað, skó, kylfur, líkamlegt ástand og lið- leika.“ (Úr viðtali við mann sem þjálfar kylf- inga.) „Þvert á móti var Bono með hjartað á erminni.“ „Margir reisa sér burðarás um öxl.“ „Ekki blása úlfalda úr mýflugu.“ (Úr stjörnuspá). „Okkur bar alltaf að sama kofanum.“ (Sportið) „Fjölmiðlar gera því margir í skóna.“ „… og fái fólk það ekki geti það fengið versn- un á sjúkdómnum.“ „Allt efni umfram skapar hættu á erf- iðara viðhaldi. Það má þess vegna moppa um- framið af.“ (Umfjöllun um palla- olíu). „… stærri og stærri hluti af þjóðinni er af erlendu baki brotnu.“ „Einnar handar blöndunartæki.“ (Um- fjöllun um hreinlætistæki). Og að lokum, eitt sem var stoppað rétt fyrir prentun: „Krefst hann þess að nafnorð sitt verði hreinsað.“ MEINLEGT EN FYNDIÐ Úr Morgunblaðinu 6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.