Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Qupperneq 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 LESBÓK SJÓNVARP Sýningar á fjórðu þáttaröðinni af hinni geysivinsælu seríu Spilaborg (House og Cards) hefjast í Ríkissjónvarpinu á mánudaginn og bíða margir hennar með óþreyju. Blaðamaður breska blaðsins The Inde- pendent tók forskot á sæluna á dögunum og fullyrðir, án þess að vilja spilla neinu fyrir áhorfendum, að Claire Underwood, sem leikin er af Robin Wright, fari á svaka- legt flug í seríunni og gefi aðalkarakternum, Frank Bandaríkjaforseta eiginmanni sínum, ekkert eftir. Fram að þessu hefur Spilaborg fyrst og síðast verið þáttur Ke- vins Spaceys. Fleiri kvenkarakterar láta til sín taka í nýju seríunni, þeirra á meðal pólitíski ráðgjafinn Leann Harvey. Hún er leikin af Neve Campbell sem líklega er frægust fyrir leik sinn í Scream-myndunum. Claire fer á flug Hin ólseiga Claire Underwood. KVIKMYNDIR Leikarinn og háðfuglinn Chris Rock fór mikinn í kynningu sinni á Ósk- arsverðlaunahátíðinni um liðna helgi og snerist mál hans í upphafi hátíðarinnar ekki síst um þá staðreynd að enginn þeldökkur væri tilnefndur til verðlauna í helstu flokk- um. Til að bæta fyrir þetta sagði Rock að minningarstundin á hátíðinni myndi að þessu sinni ekki hverfast um þá leikara og kvik- myndagerðarfólk sem sálast hefðu frá síð- ustu hátíð, heldur yrði stundin notuð til að minnast þeirra blökkumanna sem lögreglan hefði skotið þegar þeir voru á leið í bíó. Já, það var allt látið flakka. Blökkumenn skotnir af lögreglu Það kjaftaði hver tuska á Chris Rock. AFP Notaði kúa- dellu á Trump FURÐUR Bóndi nokkur í Ohio-ríki í Bandaríkjunum greip til frum- legrar aðferðar á dögunum til að andmæla forsetaframboði auðkýf- ingsins Donalds Trumps; notaði kúadellu til að rita „No Trump“ eða „Engan Trump“ á landareign sína. Svo stórt var letrið að það sást vel úr flugvélum sem flugu yfir svæðið. „Trump hefur enga pólitíska reynslu og svo er hann yfir- gangsseggur,“ sagði bóndinn. FURÐUR Maður nokkur réðst á annan mann á neðanjarðar- lestarstöð í New York fyrir skemmstu með súkkulaðistykki af gerðinni Snickers að vopni. Illa lá á Snickers- manninum og þegar annar maður, sem beið eftir lest á sama tíma, spurði hvað amaði að honum brást hann reiðilega við og klíndi súkku- laðistykkinu í andlitið á honum. Fylgdi því svo eftir með þungum höggum. Fórnarlambið skarst í andliti og var flutt á spítala til að- hlynningar. Árásarmaðurinn var á hinn bóginn handtekinn og kærður fyrir líkamsárás. Snickersaður FURÐUR Maður nokkur í Nýju- Mexíkó þurfti nauðsynlega að kom- ast yfir sígarettur að morgni síð- asta sunnudags. Þegar hann kom að læstum dyrum í næstu sjoppu stóðst hann ekki freistinguna og braust inn. Náði þar í pakka af sígarettum en skildi samvisku- samlega eftir 6 Bandaríkjadali fyrir pakkanum. Athæfið náðist á eftirlitsmyndavél og nú bíður mannsins reikningur upp á 800 dali vegna skemmdanna. Erfitt er að vera án sígarettna. Í nikótínþörf Á tímum þegar línuleg dagskrá í sjónvarpi á undir högg að sækja hlýt-ur að vera fagnaðarefni þegar uppákomur vekja eins mikil viðbrögðog söngur Reykjavíkurdætra í þættinum Vikan með Gísla Marteini í Ríkissjónvarpinu um liðna helgi. Um fátt var meira rætt á samfélagsmiðlum, heimilum og kaffistofum næstu daga á eftir. Var atriðið frábært eða til há- borinnar skammar? Reykjavíkur- dætur urðu Reykjavíkurþrætur. Persónulega hneyksluðu Reykja- víkurdætur mig ekki en kannski er það bara vegna þess að ég náði minnstu af textanum sem ku vera í dónalegri kantinum. Alltaf gaman að listamönnum með „attitjúd“. Mega konur ekki hanga fram af brúninni alveg eins og karlar? Annað eins hlýtur nú að hafa heyrst kveðið í sjónvarpi. Er sú tíð ekki líka löngu liðin að stúlkur þurfi að kunna sig betur en piltar? Ekki síst á almannafæri. Mögulega hefði mátt vara viðkvæma við at- riðinu, enda hafa að- standendur þáttarins líklega vitað í hvað stefndi, en í ljósi þess að Vikan er á dagskrá eftir kl. 21 á kvöldin er það sennilega óþarfi. Eins og allir sjónvarps- áhorfendur vita getur allt gerst eftir kl. 21 á kvöldin. Líka á RÚV. Margumrædd miðöldrun söng- og leikkonunnar Ágústu Evu Er- lendsdóttur þegar hún gekk út í miðju atriði þeirra dætra er á margan hátt skiljanleg. Það er erfitt fyrir lista- mann að vera óumbeðinn „props“ eða leik- munur í atriði annarra listamanna, ekki síst þeg- ar þeir listamenn eru yngri og ófrægari. Ágústa Eva hefði örugglega látið gjörninginn yfir sig ganga hefði þetta verið Björk Guðmundsdóttir eða Megas – og líklega bara verið stolt af sínu framlagi. Hlýtur þetta ekki að hafa vegið þyngra en hneykslun hennar á atriðinu sem slíku og boðskap þess? Áttu karlarnir að ganga út? Hvers vegna gengu hinir gestir þáttarins þá ekki út líka kann einhver að spyrja. Voru þeir ekki í sömu sporum og Ágústa Eva? Nú þekki ég færeyska söngfuglinn Eivøru Pálsdóttur ekki neitt en hef á tilfinningunni að ansi mikið þurfi til að koma henni úr jafnvægi. Alltént virtist atriði Reykjavíkurdætra ekki trufla hana hið minnsta. Kannski kann hún sig bara svona vel! Útganga Ágústu Evu var dramatísk en í ljósi aðstæðna hefði útganga karl- gestanna, Sólmundar Hólm skemmtikrafts og Jóhannesar Hauks Jóhannes- sonar leikara, verið ennþá dramatískari. Ég meina, „karlmaður gengur út úr miðju atriði Reykjavíkurdætra“. Það hefði verið umræða í lagi. Þá fyrst hefðu samfélagsmiðlar farið á hliðina. Ætli þeir félagar hafi hugleitt þetta meðan á öllu þessu stóð? Uppeldið hefur mögulega unnið gegn þeim. Nú eða með þeim, eftir því hvernig á það er litið. Hvað þá ef umsjónarmaður þáttarins hefði sjálfur látið sig hverfa? Það hefði toppað allt. Ekki svo að skilja að Gísli Marteinn hafi þurft á því að halda, aðra eins kynningu á þætti sínum fær hann ekki í bráð. Er hann þó, eins og dæmin sanna, til alls líklegur, þegar kemur að því að bjóða til sín gestum í sjónvarpssal. Er það vel, enda ekki auðvelt að ná til yngri áhorfenda í línulegri dagskrá. Hvað þá eftir kl. 21 á föstudagskvöldum. Eftir þessa æsilegu uppákomu býst ég við að margt ungmennið hugsi sig um tvisvar áður en það hendir sér út á galeiðuna eða gleymir sér í símanum sínum næst þegar Vikan með Gísla Marteini er á dagskrá sjónvarps. Hvernig er það annars, ætli Gísli Marteinn, þessi dagfarsprúði piltur, sé að verða ein- hvers konar „enfant terrible“ í Efstaleit- inu? Er ef til vill búið að taka hann af dagskrá? Alltént var engin Vikan í gær- kvöldi. Eða báru tónlistarmenn og verð- launaveisla þeirra bara ábyrgð á því? Reykjavíkurdætur kalla ekki allt ömmu sína. Morgunblaðið/Eggert Reykjavíkurþrætur ’Útganga Ágústu Evuvar dramatísk en í ljósiaðstæðna hefði útgangakarlgestanna, Sólmundar Hólm skemmtikrafts og Jó- hannesar Hauks Jóhann- essonar leikara, verið ennþá dramatískari. Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.