Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 27
Design House Stockholm framleiðir eina útgáfu af Notknot í sex litum. Teljósin Hearth verða sýnd á HönnunarMars. Hearth eru postulínskertastjakar sem Ragnheiður sýnir á HönnunarMars. Þeim má raða saman á ótal vegu. leiðslunni fyrir íslenskan markað á meðan Design house Stockholm mun sjá um hinn alþjóðlega markað. „Mig langaði til þess að halda í íslenska markaðinn því úti eru þau að bjóða upp á eina týpu ag Notknot í sex lit- um en ég er með fjórar týpur og tólf liti.“ Eins og áður segir hafa púðarnir notið gríðarlegra vinsælda sem náð hafa út fyrir landsteinana. Það hefur þó haft einhverjar neikvæðar afleið- ingar í för með sér enda hefur Ragn- heiður orðið vör við hönnunarstuld. „Mér finnst þetta rosalega erfitt. Þetta er hugmynd sem er svo per- sónuleg. Ég veit að Design house tek- ur vel á svona málum og því er rosa- lega gott að hafa fyrirtækið með sér í liði ef eitthvað kemur upp á en þetta er „bittersweet“. Það er gaman að hönnunin fái mikla athygli og að fólk vilji gera þetta en mér finnst þetta að sama skapi rosalega erfitt, þetta er eins og barnið manns.“ Það var dönsk efnavöruversl- unsem byrjaði á því að selja hólka og tróð ásamt leiðbeiningum um hvernig fólk gæti föndrað púðana sjálft. „Vin- kona mín sem er lögfræðingur að- stoðaði mig við að senda þeim bréf. Í kjölfarið hafa þeir dregið úr mark- aðssetningu. Það er mikilvægt að vera með allt á hreinu þegar maður fer út í svona, það er að segja hvað er löglegt og hvað ekki. Einnig er gott að skrá vöruna þrátt fyrir að það sé sjálfkrafa höfundarréttur á vörunni.“ Ragnheiður segir endalaust af kóperingum í umferð. „Ég reyni að fylgjast með þessu af og til og tek gjarnan rúnt á netinu til þess að kanna hvað er að gerast. Svo skoðar maður hvort það sé þess virði að gera eitthvað í því eða ekki.“ HönnunarMars og hönn- unarvinna Aðspurð hvað sé næst á dagskrá hjá Umemi segist Ragnheiður vera að vinna í tveimur verkefnum sem gangi fyrir þessa stundina. „Ég er enn að þróa vöruna fyrir Design house þar sem möguleiki er á að vinna með frekari útfærslur af púðunum.“ HönnunarMars hefst í næstu viku en þar tekur Ragnheiður jafnframt þátt í þremur samsýningum. „Love, Reykjavík er hópur ís- lenskra hönnuða, við erum með litla sýningu í Stöðlakoti niðri í bæ. Ég tek einnig þátt í stórri samsýningu í Epal.“ Epal kynnir nýjar vörur í tilefni 40 ára afmælis verslunarinnar undir heitinu Bylgjur: undir íslenskum áhrifum. Það er afrakstur samstarfs íslenskra og danskra hönnuða sem allir hafa náð langt í sínu fagi. Ragnheiður Ösp og Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir starfa með dösnku hönnuðunum en áhersla var lögð á hönnun með íslenskum inn- blæstri. „Við fórum í ferð á Bæ á Höfð- aströnd með dönskum hönnuðum til þess að leita að innblæstri frá Íslandi. Þau tóku strax eftir bárujárninu sem er svo víða. Okkur þótti það mjög áhugavert og ákváðum að hafa þem- að í sýningunni bylgjur. Bylgjur í bárujárni, sjó eða norðurljósum. Ég gerði kertastjaka og vasa sem ég mun sýna í Epal auk þess sem við Ingibjörg erum að vinna tvö verkefni saman.“ Opnunarsýning HönnunarMars verður opnuð 9. mars í versluninni Epal á milli klukkan 17:00 og 19:00. Kertastjakar úr sýningunni Bylgjur: undir íslenskum áhrifum. ’Ég held að flestirhönnuðir á Íslanditaki virkan þátt í ferli ogframleiðslu. Það er líka takmarkað hvað er hægt að gera heima. Oft þarf maður bara að redda sér svolítið sjálfur. 6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Komdu og vertu eins og heima hjá þér EMPIRE Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði Stærð: 80 × 70 × 102 cm 79.990 kr. 89.990 kr. ASPEN Klæddur leðri á slitflötum. Margir litir. Stærð: 80 × 85 × 102 cm 119.990 kr. 159.990 kr. CLARKSTON Leður La-Z-Boystóll. Brúnn, vínrauður eða svartur. Stærð: 97 × 102 × 118 cm 139.990 kr. 199.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.