Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016
Þ
að er sem betur fer fremur sjaldgæft
að Hæstiréttur Íslands telji sig ekki
komast hjá því að kasta burt málum
þar sem lögin, sem málatilbúnaður-
inn byggist á, stangist á við stjórn-
arskrá.
Þýðingarmikil varðstaða
En það er hins vegar mjög mikilvægt að Hæstiréttur
landsins geri slíkt þegar þess þarf. Hann hefur sýnt
að hann tekur varðstöðu sína um stjórnarskrána
mjög alvarlega. Nýlegt tilvik staðfestir þetta.
Hæstiréttur ógilti málatilbúnað þar sem lögin, sem
byggt var á, stóðust ekki stjórnarskrá. Þetta voru
lög sett á vinstristjórnarárunum 2009-2013 og tóku
til svonefndrar „endurupptökunefndar“. Þetta mál
var kynnt með fjaðraþyt og söng sem réttarbót, sem
væri til þess fallin að auðvelda mönnum að fá dóma
Hæstaréttar Íslands tekna upp á ný, gæfu ný gögn
eða önnur sannindamerki tilefni til þess.
Meðal flutningsmanna voru valinkunnir og sjálf-
skipaðir varðmenn mannréttinda og sumir þeirra
áttu það sameiginlegt hafa horn í síðu stjórnarskrár-
innar sem upprunalega var samþykkt á Þingvöllum
árið 1944 og naut þá stuðnings nær allrar þjóðar-
innar. Nefna má þessa til dæmis: Álfheiður Ingadótt-
ir, Birgitta Jónsdóttir, Eygló Harðardóttir, Helgi
Hjörvar og Skúli Helgason.
Eins og einnig er vel þekkt hefur þetta fólk aldrei
dregið dul á að það og samherjar þess og skoðana-
bræður hafi miklu „ríkari réttlætiskennd“ en annað
fólk.
Samþykkt endurupptöku málsins á þingi var því
vel fagnað. Og eins og var svo algengt á síðasta þingi
þá þorði stjórnarandstaðan sjaldan að hafa sjálf-
stæða skoðun þegar meint „réttlætismál“ voru á
ferðinni og var því þetta brot gegn stjórnarskránni
samþykkt samhljóða á Alþingi.
Dómurinn lesinn gleraugnalaust
Dómur Hæstaréttar var svo skýr og augljós að varla
hefur heyrst tíst í neinum manni um niðurtöðu hans.
Fróðlegt væri því að skoða hvort engar bjöllur
hefðu hringt í umsagnarferlinu og hvort ráðgjafar á
þingi eða í ráðuneyti hefðu ekki reynt að koma í veg
fyrir að þingmenn gerðu sig að kjánum.
En í framhaldinu hafa ýmsir verið með tilburði
uppi um að gera lítið úr þessu sem „aflaga fór“ og
þar með úr þýðingu dóms Hæstaréttar. Hann hafi
aðeins snert mjög afmarkaðan þátt málsins, þátt,
sem sé ekki stórvægilegur. Dómurinn snúist í raun-
inni aðeins um það, sem augljóst megi vera, þegar
Hæstiréttur hefur „bent á það“. Auðséð megi vera að
stjórnsýslunefnd úti í bæ geti ekki fellt niður dóma
sem sjálfstæðir dómstólar, hafi kveðið upp. En
„réttarbótin“ sjálf standi sem sagt óhögguð.
En þeir sem þannig láta eru að varpa á sig grun-
semdum um að þeir séu ekki læsir.
Því þegar að er gáð sést að lagasetningin var ekki
einvörðungu með þann versta galla sem lög geta
haft, að stangast augljóslega á við stjórnarskrá
landsins, heldur var hún afturför, þegar hún er skoð-
uð í ljósi dóms Hæstaréttar. Dómurinn var mun víð-
tækari en virtist.
Eftir hann og raunar að nokkru áður, er málið allt í
skötulíki.
Þingið gerði aðstöðuna lakari
Lögin, eins og þau standa nú, auðvelda ekki nokkr-
um manni að fá dómsmál tekið upp á ný, frá því sem
var fyrir gildistöku þeirra! Þvert á móti er slíkt orðið
erfiðara en var áður en lögin voru sett. Flækjustig
endurupptöku hefur verið aukið.
Fjölmiðlar hafa fjallað um niðurstöður dómsins en
ekki lánast að draga réttar ályktanir af honum. Og
þær eru afgerandi.
Hæstiréttur sló ekki aðeins út af borðinu sem
stjórnarskrárbrot það ákvæði í laganna sem sagði að
yrði niðurstaða stjórnsýslunefndarinnar sú að mál
skyldi tekið upp á ný félli fyrri dómur úr gildi.
Viðbótin sem týndist
Eins og vefritið Andríki hefur bent á þá sagði Hæsti-
réttur fleira: „Hann sagði líka að dómstólar tækju
endanlega ákvörðun um það hvort endurupptöku-
nefndin hefði komist að réttri niðurstöðu um það
hvort dómsmál skyldi endurupptekið.
Hvað þýðir þetta?
Þetta þýðir að þótt endurupptökunefnd komist að
þeirri niðurstöðu að mál skuli endurupptekið, verður
það ekki til þess að nýr dómur verði kveðinn upp í
málinu. Málið fer einfaldlega fyrir dómstóla sem
munu leggja sjálfstætt mat á það hvort ástæða sé til
að endurupptaka málið. Niðurstaða endurupptöku-
nefndar, um að mál skuli endurupptekið, skiptir því
sáralitlu máli.
Hvernig voru reglurnar áður en þingmennirnir
lögðu fram frumvarpið sitt? Þá var það þannig menn
gátu sótt um endurupptöku til Hæstaréttar. Hæsti-
réttur átti endanlegt mat á því hvort ástæða væri til
að taka mál upp að nýju. Þetta er með öðrum orðum
óbreytt.
En hefur þá ekkert breyst með nýju lögunum?
Jú. Orðið hefur mikil breyting.
Nú þurfa menn fyrst að fara til endurupptöku-
nefndar og fá samþykki hennar fyrir endurupptöku.
Ef hún samþykkir fer málið til dómstóla sem leggja
mat sitt á endurupptökubeiðnina. Ef endurupptöku-
nefndin hafnar endurupptökubeiðni fer málið ekki
lengra og beiðnin er úr sögunni.
Fyrir lagabreytingu þurftu menn að fá samþykki
Hæstaréttar fyrir endurupptöku. Nú þurfa menn
samþykki endurupptökunefndar og Hæstaréttar.
Það er nú réttarbótin sem þingmennirnir héldu að
þeir væru að setja í lög. Þeir innleiddu nýja hindrun í
veg þeirra sem vilja fá endurupptöku.“
Ríkulega réttlætiskenndir slaga líka
Núverandi formenn (eða helstu talsmenn) stjórn-
arandstöðuflokkanna, Árni Páll, Birgitta og Katrín
Jakobsdóttir voru og hafa verið í hópi þeirra sem
hafa allt á hornum sér gagnvart lýðveldisstjórn-
arskránni okkar. Þremenningarnir studdu ákaft að í
hennar stað kæmi skrúðmálga óskalisti, sem enginn
Sumt er of
brogað fyrir
bláu tunnuna
’
Nú á ekki að brenna sig á sama soðinu
og síðast. Fyrsti leikurinn á bersýnilega
að vera sá að tryggja að hans fylgispaka
Katrín verði í lykilstöðu næst þegar Stein-
grímur nær að sitja í skjóli Pírata og Sam-
fylkingar. Þá skal þjóðin ekki fá að setja fót
fyrir hann aftur, þegar honum þykir mest
liggja við.
Reykjavíkurbréf04.03.16