Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 56
SUNNUDAGUR 6. MARS 2016
Það verður notaleg þjóðlagastemning í húsakynnum Kex hostels dagana
10.-12. mars næstkomandi þegar þjóðlagatónlistarmenn á öllum aldri halda
tónlistarveislu fyrir unnendur þjóðlagatónlistar. Þeir listamenn sem koma
fram á hátíðinni í ár eru Elín Ey, Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn,
Högni Egilsson, Ellen Krisjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Ragnheiður
Gröndal, Bangoura Band, Ingunn Huld og Skuggamyndir frá Býzans.
Snorri Helgason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar í ár, segir að pælingin
sé að blanda saman mjög ólíkri tónlist. „Við erum að reyna að teygja á
þessu hugtaki þjóðlagatónlist. Það er svo gaman að sjá hvernig þessir lista-
menn skilja þjóðlagatónlist og sjá hvað þeir koma með. Það er oft svo ólíkt
og skemmtilegt,“ segir Snorri. „Salurinn er lítill þannig að það verður svo
einlæg og falleg nánd sem myndast.“ Miða er hægt að nálgast á tix.is.
Ragnheiður Gröndal er
meðal flytjenda á
Reykjavík Folk Festival.
Morgunblaðið/Ómar
Hátíð þjóðlagatónlistar
Högni Egilsson mun koma fram á há-
tíðinni í næstu viku.
Morgunblaðið/Eggert
Reykjavík Folk Festival verður haldið í Gym og
tónik-salnum í Kex hosteli við Skúlagötu dag-
ana 10.-12. mars 2016.
Greint var frá því í Morgun-
blaðinu fyrir áttatíu árum, 6.
mars 1936, að Gísli Sveinsson,
alþingismaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hefði spurst fyrir um það ut-
an dagskrár í neðri deild þings-
ins fáeinum dögum áður hvað
forsetar þingsins hefðu gert til
þess að koma lagi á þingfréttir
útvarpsins.
Vitnaði Gísli til umræðna
þeirra, sem fram höfðu farið í
sameinuðu þingi skömmu áður,
um þetta mál og þá hefði forseti
sameinaðs alþingis lofað að taka
málið til nýrrar yfirvegunar. Síð-
an hefði ekkert heyrst um málið,
en æskilegt væri að fá að vita,
hvort von væri á nokkurri bót á
þingfréttum útvarpsins, sem
væru gersamlega óviðunandi.
Ekki kom fram í frétt blaðsins
hvers vegna Gísli leit þingfréttir
útvarps þessum augum.
Á hinn bóginn var tekið fram
að framsóknarmaðurinn Jör-
undur Brynjólfsson, forseti neðri
deildar Alþingis, hefði svarað
fyrirspurn Gísla á þá leið, að
samningar stæðu enn yfir um
málið, en ekki væri hægt að
segja neitt um það að svo
stöddu, hvað ofan á yrði.
GAMLA FRÉTTIN
Deilt á
þingfréttir
Gísli Sveinsson alþingismaður. Jörundur Brynjólfsson alþingismaður.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Marge Simpson í sjónvarpsþáttunum
um Simpson-fjölskylduna bandarísku.
Jón Sveinsson, Nonni, rithöfundur
og prestur, í vetrarbúningi á Akureyri.
Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú
á Hólum í Hjaltadal 1674 til 1684.
©
IL
VA
Ís
la
nd
20
16
Vi
rð
is
au
ka
sk
at
tu
rin
n
er
re
ik
na
ðu
ra
fv
ið
ka
ss
an
n.
*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari
sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA
4. - 7. mars
Föstudag - mánudags
TAX FREE
HELGI*
Gildir ekki um vörur á áður niðursettu
verði og vörum merktum
“Everyday Low Price”
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30