Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 VETTVANGUR Best að taka fram í upphafi aðég er ekki að biðja ummenningarbyltingu eins og hjá Maó í Kína, þegar reynt var að þvinga fólk með valdi inn á veg dyggðarinnar; láta þau sem urðu viðskila við pólitískan rétttrúnað ganga svipugöng undir háværum fordæmingum. Bæði í refsiskyni fyrir villu síns vegar og öðrum sem víti til varnaðar. Meiningin var að fá þau og aðra til að „hugsa rétt“ og „breyta rétt“. Ekki reynd- ist þetta farsæl leið til að kenna góða breytni. Viðfangsefnið sem ég hef í huga undir fyrirsögninni á þessum pistli er vissulega þankagangur og breytni. Nánar tiltekið hvernig megi forða okkur frá því að lenda aftur inn í hringiðu sjálftöku og ásælni, sem við kynntumst svo vel í aðdraganda efnahagshrunsins, ekki bara í fjármálakerfinu heldur víðast hvar í efnahagslífinu, í stóru og í smáu. Það fer varla framhjá nokkrum manni hvert við erum nú, enn á ný, að sogast. Risabónusar, óhóf- legar arðgreiðslur og brask þar sem þau sem komast í aðstöðu skara eld að sinni köku; og við- kvæðið jafnan hið sama þegar að þessu er fundið: Allir eru að gera það úti í hinum stóra heimi. Hvers vegna ekki við? Í útlöndum fái stjórnendur bónusa og eignist hluti í fyrirtækjunum sem þeir stýri. Þannig verður til sameiginlegt svar, stöðluð réttlæting sjálf- tökuheimsins Lög og reglur geta hér að sjálf- sögðu skipt sköpum. Ný löggjöf um sparisjóði um síðustu aldamót breytti þeim úr þjónustustofnunum fyrir nærsamfélagið, þar sem bannað var að braska með eign- arhluti, gerði þeim nú kleift að taka þátt í Hrunadansi kapítalism- ans. Lagabreytingarnar losuðu sparisjóðina nefnilega við mél og beisli þannig að þeir gætu, engu síður en nýfrelsuðu bankarnir, hleypt á harðastökki inn í lendur þar sem gróðavon var að finna. Ótemjurnar fóru um víðan völl. Svo hrundi öll spilaborgin eins og við öll þekkjum. En hún var reist við að nýju. Og nú er að koma í ljós að kúltúrinn, þankagangur fyrirhrunsáranna, varð eftir í fjár- málakerfinu. Hann hvarf aldrei og verður ekki betur séð en nú blómstri hann sem aldrei fyrr. Og það er þarna sem þörf er á umbyltingu hugarfarsins. Við þurf- um vissulega lög, auk formlegs að- halds og eftirlits. Og við þurfum nýtt skipulagsform, samfélags- banka í stað áhættusækinna gull- gerðarvéla, sem náttúrlega búa ekki til neitt gull ef út í það er far- ið. En það er ekki nóg að búa til hið ákjósanlega skipulagsform. Svipugöngin viljum við varla og lögin og aðhaldsreglurnar nægja ekki. Það er ekki hægt að setja lög um hófsemi. Ekki frekar en um kurteisi. Hún verður ekki lögleidd. Hún þarf að verða til innan frá. Og nákvæmlega þetta er við- fangsefni byltingarinnar; að við innrætum sjálfum okkur annað og betra hugarfar en það sem er allt- of einkennandi fyrir okkar samtíð. Hina sömu siðgæðisvitund og búið er að reyna – með misjöfnum ár- angri að vísu – að kenna okkur í tvö þúsund ár og gott betur. Trúarbrögð og siðfræði heimspek- innar hafa reynt að fá okkur til að hugsa og breyta á ábyrgan hátt og í almannaþágu en gangast ekki eigingirni og græðgi á hönd. Ég leyfi mér að spyrja, er skyn- samlegt að blása út af borðinu þetta mörgþúsund ára samtal? Þarf ekki að gera hið gagnstæða, leggja eyrun við göfugum boð- skap? Væri slík bylting ekki eft- irsóknarverð? Og ætti hún ekki er- indi inn í íslenskt fjármála- og efnahagslíf? Þurfum menningarbyltingu ’Ótemjurnar fóru um víðan völl. Svo hrundi öllspilaborgin eins og við öll þekkjum. En hún var reistvið að nýju. Og nú er að koma í ljós að kúltúrinn,þankagangur fyrirhrunsáranna, varð eftir í fjár- málakerfinu. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Morgunblaðið/Ómar Edda Sif Pálsdóttir, dag- skrárgerðarmaður á RÚV, þurfti á sérstökum gesti að halda til að birtast á skjánum hjá sér og aug- lýsti eftir honum á Facebook. „Jæja nú jæja… Á ein- hver ykkar eða þekkir svartan kött á höfuðborgar- svæðinu sem langar til að verða sjónvarpsstjarna og á lausar mín- útur á miðvikudaginn?“ Nokkur svör bárust og var ráðið í starfið samdægurs. „Kötturinn Maximus sló öðrum við í viðbragðshæfni og mun vonandi fara verkið vel úr hendi,“ skrifar Edda stuttu síðar. Fleiri sjónvarspmenn tjáðu sig á samfélagsmiðlum í vikunni. Helgi Seljan, fréttamaður Kastljóss, skýtur fast á Gísla Martein Bald- ursson sjón- varpsmann, eða réttara sagt er „skotið“ frá dótt- ur hans. Á Twitter skrifar hann að fimm ára dóttir sín hafi sagt að það hafi verið svo fyndið þeg- ar ein af Reykjavíkurdætrum hafi kysst gamla karlinn. Gísli Mar- teinn svarar að bragði: „Fyrst vinnur hann mig í Eddunni, svo skellir hann þessu á mig. Maður þarf ekki óvini þegar maður á vini eins og Helga.“ Mottumars er hafinn með til- heyrandi yfirvaraskeggjum. Ekki eru allar konur jafn hrifnar. Guðný Lára Ingadóttir, kona Hauks Holm, birti þessa mynd af manni sínum á Facebook og rit- ar: „Mottumars – ég ekkert að rifna úr gleði en málefnið er gott. Koma svo strákar – allir að safna og svo í tékk.“ Donald Trump er vinsælt um- ræðuefni á netsíðum víða um heim. Björg Magnúsdóttir út- varpskona ræðir um hann á Facebook. „Það er alveg að verða staðreynd að Donald Trump virðist á hraðri siglingu í átt að Hvíta húsinu. Í aðra röndina finnst mér Bandaríkin (og heimurinn) eiga það skilið; Trump er sprottinn þráðbeint upp úr þeim kúltúr sem við öll með hjálp samfélagsmiðla höfum skapað, menningu þar sem öllu ægir saman. Filterslausar og órit- stýrðar upplýsingar blandast gáfulegum og útpældari inn- leggjum og allt er skilgreint sem jafnmerkilegt þannig að idjótar og drasl er sett í sama flokk og rest. Á hinn bóginn er Trump beinlínis hættulegur; hann er op- inber rasisti sem gæti vel hafið þriðju heimsstyrjöldina.“ AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.