Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 Atvinnuþátttaka hvergi meiri Á fjórða ársfjórðungi 2015 voru189.200 manns á aldrinum 16til 74 ára á vinnumarkaði hérlendis. Atvinnuþátttaka mældist 81,6%, sem er með því allra mesta í OECD ríki, jafnvel það mesta, að sögn Ólafs Más Sigurðssonar, sér- fræðings í vinnumarkaðsmálum hjá Hagstofu Íslands. OECD er Efna- hags- og framfarastofnun Evrópu. Þegar árið í heild er skoðað kemur í ljós að 191.300 voru að jafnaði á vinnumarkaði sem jafngildir 82,5% atvinnuþátttöku. Þegar horft er á þróun atvinnuþátttöku á Íslandi frá árinu 1991 sést að hún hefur aldrei farið niður fyrir 80% á ársgrundvelli „Á vinnumarkaði“ teljast bæði þeir sem eru starfandi, 183.300 á áð- urnefndu tímabili, og fólk í atvinnuleit, en í þeim sporum voru 5.900 á síðasta ársfjórðungi. Hlutfall starfandi mæld- ist 79% og atvinnuleysi var 3,1%. Frá fjórða ársfjórðungi 2014 fjölgaði starf- andi fólki um 5.300 og hlutfallið jókst um 1,5 prósentustig. Glöggir telja sig hafa merkt að mjög mikið sé auglýst eftir fólki í vinnu um þessar mundir. Því er nú spáð að at- vinnuleysi geti jafnvel farið niður í 1-2% í sumar, eins og sumrin 2006 og 2007, ekki síst vegna stóraukinna um- svifa í þjónustu við ferðamenn. Ferðaþjónusta hefur verið mjög til umfjöllunar hin síðari ár, enda með hreinum ólíkindum hve umfangið hef- ur aukist gríðarlega á tiltölulega stuttum tíma. Tölfræði sýnir þró- unina auðvitað svart á hvítu en fólk finnur það líka á eigin skinni; hvort það sem á leið um Keflavíkurflugvöll eða kemur við á vinsælum ferða- mannastað. Þeir mest sóttu eru gjarnan eins og miðbær Reykjavíkur um miðjan þjóðhátíðardag. Álíka margir starfsmenn koma að því nú sem Hagstofan kallar Flutn- ingar með flugi og árið 2008, liðlega 2.000 manns. Þeim fækkaði reyndar í 1.600 árið 2012 en voru í fyrra 2.200. Starfsmönnum á gististöðum og við veitingarekstur hefur hins vegar fjölgað verulega eins og nærri má geta; voru 7.800 árið 2008 en í fyrra alls 12.600; hefur því fjölgað á sjö ár- um sem nemur öllum íbúum Seltjarn- arnes og reyndar vel það. Einn er sá liður hjá Hagstofunni sem kallaður er ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur og ætti að segja sig nokkuð sjálft um hverja ræðir þar og fjölgunin einnig gíf- urleg: 900 starfsmenn féllu í þennan flokk árið 2008 en í fyrra 2.300. Því má segja að skv. Hagstofunni starfi nú 17.100 manns hérlendis beint við ferðaþjónustu en voru 10.800 árið 2008. Fjölgunin á sjö ár- um: 6.300 manns. Það er eins og allir Akurnesingar hefðu vent kvæði sínu í kross og ráðið sig til starfa í ferða- þjónustu. Eða næstum því eins og hver einasti íbúi á Vestfjörðum! Einn viðmælandi blaðsins kallaði það sem á undan var nefnt kjarna- ferðaþjónustu en í raun væri hægt að telja ýmislegt annað til þessa sí- stækkandi atvinnuvegar, að minnsta kosti að hluta. Til dæmis tónlistarhá- tíðina Iceland Airwaves. Landsleikur í fótbolta gæti líka átt þar heima og þannig mætti telja. Með fjölgun byggingarkrana, eink- um á höfuðborgarsvæðinu, sér fólk svart á hvítu hve framkvæmdir hafa aukist. Kranarnir voru reyndar margir 2008 en afar lítið hreyfðir í töluverðan tíma. Kranamenn hafa nú hins vegar nóg að gera á ný. Hótel hér og hótel þar, en einnig rís mikið af íbúðarhúsnæði. Árið 2008 störfuðu 18.400 við bygg- ingarstarfsemi eða mannvirkjagerð hér á landi, skv. tölum Hagstofunnar. Mjög dró úr, eðlilega, í kjölfar banka- hrunsins og ári seinna, 2009, voru 12.100 starfsmenn í byggingargeir- anum. Árið 2012 var fjöldinn kominn niður í 9.700 en starfsfólki við bygg- ingarvinnu hefur fjölgað jafnt og þétt á ný síðan og var í fyrra 12.000. Starfsmenn eru álíka margir nú og árið 2008 á fjölmörgum sviðum þjóð- lífsins. Dæmi: Við landbúnað starfa nú 3.900 en á því sviði unnu 4.300 fyrir sjö árum. Sambærilegar tölur varð- andi fiskveiðar voru 4.500 þá en 4.100 nú. Í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði voru starfsmenn 19.400 árið 2008 en í fyrra voru þeir sagðir 20.000. Athygl- isvert er að skoða fjölda starfsmanna við fjármála- og vátrygginga- starfsemi. Árið 1991 fylltu 4.900 þann flokk, árið 2008 voru þeir hvorki fleiri né færri en 9.400 en í fyrra var fjöldi þeirra starfsmanna orð- inn 6.500. Örlítið hefur fjölgað í hópi þeirra sem starfa við matvæla- og drykkjavöru- iðnað frá 2008; úr 19.400 í 20.000 og við heil- brigðis- og fé- lagsþjónustu starfa 22.400 manns en árið 2008 voru 21.300 á þeim vettvangi. Erlendir ferðamenn hjá brennu við Ægisíðu á gamlárskvöld. Morgunblaðið/Styrmir Kári Þátttaka á vinnumarkaði er óvíða meiri í OECD en á Íslandi, jafnvel hvergi, og hlutfallslega mjög fáir eru atvinnulausir um þess- ar mundir. Atvinnuleysi gæti orðið nánast ekki neitt í sumar, ekki síst vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Atvinnuleysi á Íslandi var 4% í fyrra í aldurshópnum 16-74 ára, töluvert meira á höfuðborgar- svæðinu, 4,5%, en utan þess. Staða á vinnumarkaði var góð skömmu fyrir bankahrunið. Árið 2007 var 2,3% atvinnuleysi og 2008 var það 3%. Árið 2009 rauk fjöldi atvinnu- lausra upp í 7,2% af vinnuafli. Síðan hefur atvinnulausum smám saman fækkað á ný. Í fyrra var 4,5% atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu en 3,1% utan þess. Aukin þjónusta við ferða- menn skiptir miklu máli í þessu sambandi og tölur um fjölda ferðamanna því afar athyglis- verðar. Erlendir ferðamenn sem eiga leið um Keflavíkurflugvöll voru um einni milljón fleiri á síðasta ári en fyrir áratug. Þeir voru 747.534 árið 2005 og hafði þá fjölgað um tæplega 150.000 frá því tveimur árum áður. Í fyrra fóru rúmlega 1,7 milljónir er- lendra ferðamanna um Kefla- víkurflugvöll. Mun minna atvinnuleysi Á fjórða ársfjórðungi 2015 unnu 23,9% af öllu starfandi fólki aðeins á hefðbundnum vinnutíma, það er að segja ekki kvöld-, nætur- eða helg- arvinnu. Ef frá eru taldir launamenn sem stunda vaktavinnu þá vann að jafn- aði 31,1% starfandi fólks að- eins á hefðbundnum vinnu- tíma. Nokkuð áberandi er að það falli saman að launa- menn séu í hlutastörf- um og þeir stundi vaktavinnu. Á fjórða ársfjórðungi 2015 voru 47,9% þeirra sem voru í hlutastarfi í vakta- vinnu til sam- anburðar við 19,7% þeirra sem voru í fullu starfi. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fjórðungur bara í dagvinnu Atvinnulausar konur hér á landi voru í fyrra 2.100 og var at- vinnuleysi á meðal kvenna 2,3%. Atvinnulausir karlar voru 3.800 eða 3,8%. Á fjórða ársfjórðungi 2015 voru 900 manns sem höfðu verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur samanborið við 1.000 manns á fjórða ársfjórðungi 2014. Úr Hagtíðindum Hagstofunnar INNLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.