Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 26
Ragnheiður Ösp segir gam- an að vinna með fyrirtæki sem hafi svona mikla ástríðu fyrir viðfangsefninu. Morgunblaðið/Golli Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður rekur hönnunarhúsið Umemi og framleiðir meðal annars Notknot, púða sem innblásnir eru af skáta- hnútum og hafa notið gífurlegra vinsælda. Nýver- ið skrifaði Ragnheiður undir samning við hið virta sænska hönnunarhús Design house Stockholm sem hafið hefur framleiðslu á púðunum fyrir al- þjóðamarkað, en þeir eru meðal annars komnir í sölu í hönnunarbúð MoMa-safnsins í New York. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Fleiri tækifæri á erlendum markaði Anders Färdig, stofnandi ogforstjóri Design HouseStockholm, heillaðist af Notknot-púðum á DesignMatch, ár- legum viðburði í tengslum við Hönn- unarMars þar sem hönnuðum er gef- ið færi á að kynna vörur sínar stóru hönnunarhúsunum. „Anders var mjög hrifinn af púðunum og hafði samband við mig í kjölfar Hönn- unarMars þar sem ég var í útlöndum á meðan DesignMatch var haldið.“ Design House Stockholm hafði ekki verið með textíl í línum sínum áður, aðallega húsgögn og fylgihluti svo þau höfðu í raun enga reynslu í að láta framleiða textíl. Nýverið hóf hönnunarhúsið hinsvegar að fram- leiða textíl og í kjölfarið undirritaði Ragnheiður samning við sænska fyr- irtækið sem hefur hafið framleiðslu á púðunum. Vantar sérhæfingu á Íslandi Design House Stockholm segir Ragnheiður vera einskonar útgáfu- fyrirtæki fyrir hönnun, líkt og bóka- eða tónlistarútgefandi. Fyrirtækið er þar af leiðandi með ákveðnar línur og ólíka hönnuði sem koma að hverjum hlut. „Þeir taka ekki bara vöruna og selja hana heldur leggja þeir uppúr því að auglýsa hönnuðina í leiðinni. Ég er rosalega ánægð að fá hjálp við að framleiða vöruna. Þau eru al- veg frábær og með rosalega skemmtilegt úrval af vörum,“ segir Ragnheiður og bætir við að það sé sérstaklega gaman að vinna með fyr- irtæki sem hafi svona mikla ástríðu fyrir viðfangsefninu. „Það er rosalega mikið traust sem felst í því að að setja verkið sitt í hendurnar á á öðrum. Þetta er mikil vinna og ég hef eig- inlega ekki haft tíma til þess að hanna neitt nýtt síðastliðin fimm ár. Þar af leiðandi er rosalega gott að fá svig- rúm til þess að einbeita sér að öðru með hjálp hönnunarhússins.“ Ragnheiður segir algengt að hönn- uðir sem reki lítil hönnunarfyrirtæki sjálfir hafi oft minna svigrúm til þess að einbeita sér alfarið að hönnun og þróun. „Maður er að pakka í kassa, fara með á pósthúsið, senda tölvupósta og fara með í búðir. Þetta eru um 10 mismunandi störf sem verið er að sinna í einu,“ útskýrir Ragnheiður og hlær og bætir við: „Ég held að flestir hönnuðir heima á Íslandi taki virkan þátt í bæði ferli og framleiðslu. Það er líka takmarkað hvað er hægt að gera heima. Oft þarf maður bara að redda sér svolítið sjálfur.“ Sér áfram um íslenska markaðinn Það gefur því augaleið að fyrirtæki á borð við Design House Stockholm opni ýmsar dyr fyrir lítil hönnunar- fyrirtæki. Til að mynda eru Notknot- púðarnir komir í sölu í hönnunar- búðinni MoMA Design Store í New York. Ragheiður mun áfram sinna fram- 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 HÖNNUN Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 Páskatilboðin í Höllinni RIALTO Nettur og skemmtilegur La-Z-Boy sjónvarpssófi. Klæddur gráu eða svörtu áklæði. Einnig fáanlegur 2ja sæta. Stærð: 205 × 90 × 105 cm 259.990 kr. 319.990 kr. ASPEN Beige, brúnt eða svart slitsterkt áklæði. Stærð: 80 × 85 × 102 cm 89.990 kr. 109.990 kr. Þú finnur Páskabæklinginn okkar á www.husgagnahollin.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.