Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 15
Ég vann einu sinni með manni semsneri ýmsu við. Hann sagðist tildæmis hafa farið út að borða á
Brekkulæk, en meinti Lækjarbrekku. Svo
ruglaði hann saman látlaus og lauslát og
sagði að hann vildi „helst hafa hluti laus-
láta,““ segir Þórdís Gísladóttir, rithöfundur
og þýðandi, sem eins og lesendur hennar
vita er nösk á hversdagslega kímni í sam-
félaginu og þá ekki síður ýmsar málfars-
legar uppákomur. Hún tíndi til nokkur eft-
irminnileg dæmi.
„Æskuvinkona mín átti einu sinni að fara
í Hannyrðabúðina í Hafnarfirði og kaupa flí-
selín til að strauja aftan á klukkustreng sem
hún gerði í handavinnu í skólanum. Hún fór
í búðina og bað um sýfilis.“
Þórdís nefnir ýmis afbökuð orð sem hún
segist oft rekast á svo sem föðrun og föðr-
unarfræðingur.
„Önnur vinkona mín segir túnmatar í staðinn fyrir tómatar, svona eins og þeir vaxi úti á
túni. Ég fékk líka einu sinni póstkort frá vinkonu minni sem vann í Noregi og sagði mér frá
ógeðslega leiðinlegum yfirmanni sínum sem var með þykkt yfirvarðarskegg!“
Þórdís rifjar upp þegar hún var í íslensku í háskólanum og kennarinn, Guðrún Þórhallsdóttir,
sagði þeim nemendunum frá konu sem hún þekkti sem talaði alltaf um „auglesýngar“.
„Þegar hún var spurð hvers vegna hún héldi að þær hétu auglesýngar sagði hún að það
væri vegna þess að maður les þær með augunum. Ég held að þetta sé kallað „alþýðuskýring“
í málfræði, svona eins og þegar þröskuldur er kallaður þrepskjöldur en orðið á í raun hvorki
skylt við orðið þrep né skjöld heldur því að „þreskja“.“
Í einu ljóða sinna í ljóðabókinni Leyndarmál annarra gerir Þórdís sér mat úr smávegis
málmisskilningi en þar má finna ljóðið „Samhúð“ en ekki Samúð.
„Ég las orðið samhúð á Barnalandi og fannst það svo fyndið.
Annað orð af Blandi er orðið afbrigðisöm í stað afbrýðisöm.“
Þórdís bendir að lokum á bráðfyndið atriði í einni Andra-
bók Péturs Gunnarssonar. „Amma Andra fer í apótek og
biður um LSD þegar hún ætlar að
kaupa vítamín sem heitir ABC-
din.“
BARNALAND UPPSPRETTA
Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og þýðandi, á nokk-
ur eftirlætisorð sem hún hefur rekist á á netinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vildi hafa alla
hluti lausláta
6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Fáar prentvillur koma jafnilla niður á les-
endum og þær sem birtast í uppskriftum.
Jafnvel jólasósan sjálf getur verið ónýt vegna
smá misritunar, enda getur aðeins einn
aukatölustafur eða komma á vitlausum
stað snarbreytt bragðinu og þar með hátíð-
legum stundum í martröð; aðfangadegi eða
matarklúbbskvöldverði.
Því er full ástæða til að biðja sælkera af-
sökunar þegar slíkt gerist.
Uppskrift að ávaxtaköku nokkurri sem
birtist í tímaritinu Samvinnan árið 1964
fékk falldóma um allan bæ enda var kakan
brimsölt. ½ tsk. af salti í uppskriftinni
breyttist í ½ bolla af salti og óvanir bakarar
sem ætluðu að gera eitthvað huggulegt á
sunnudegi enduðu með fjölskyldumeðlimi
hálfa undir vatnskrönum.
Það getur
munað
miklu
þegar
saltmagn
er vitlaust
og meira en þrjá-
tíu árum síðar
þurfti að leið-
rétta uppskrift
að skinkuhornum í
Fréttablaðinu þar sem
salt var sett inn í uppskriftina í
stað sykurs. Var lesendum sagt að setja
tvær vænar matskeiðar af salti í deigið.
Í jólablaði Gestgjafans fyrir nokkrum ár-
um misritaðist uppskrift að villisveppasósu.
Í sósuna áttu að fara 1 dl portvín og ½ dl
brandí. Þeir samviskusömu sem fara ná-
kvæmlega eftir enduðu á að útbúa hana
eins og stóð og helltu 1 flösku af portvíni og
½ flösku af brandí í pottinn.
Ritstjóri fréttabréfs Ármanna, Áróðurs,
hvatti lesendur sína í leiðara árið 2011 til
að grafa og kryddleggja silung. Sagði hann
svo frá því að í uppskrift að graflaxblöndu
einni hefði sykur einhvern tíman misritast
sem laukur í stóru upplagi af uppskrifta-
blaði sem dreift var í stórmarkaði. Saxaðan
lauk mætti enn sjá í graflaxuppskriftum
sem ætti þó engan veginn við.
Eitthvað þótti mönnum haframjölskök-
urnar sem bakaðar voru eftir uppskrift
Heimilistímans árið 1978 þurrar og skrítn-
ar. Í uppskriftinni stóð að í kökurnar ætti að
fara 1 kg af hveiti, en átti að vera 1 dl.
Í aðra uppskrift, að bolludagsbollum í
Morgunblaðinu fyrir 20 árum, vantaði hins
vegar 12 dl af hveiti.
ÝMISLEGT ÚR UPPSKRIFTUM
Brimsaltar ávaxtakökur
og ofurölvi af jólasósum
Stundum má lesa lýsingar á einhverju sem
er ógerlegt. Eins og þegar blaðamenn Fálk-
ans heimsóttu Siglufjörð árið 1962 og rák-
ust meðal annars á síldarstelpur við bryggj-
una:
„Við skrúfum niður framrúðuna og spyrj-
um vegfaranda: Er byrjað að salta?“ Ekki er
þessi texti einsdæmi um að fólk reyni að
skrúfa niður framrúður bíla.
Árið 1960 vakti það kátínu þegar þulur
Ríkisútvarpsins hvatti landsmenn til að
mæta á dansleikinn við Vestur-Þýskaland.
Varð þetta tilefni blaðaskrifa og lét Þjóðvilj-
inn teikna mynd af Konrad Adenauer, kansl-
ara Vestur-Þýskalands og Ólafi Thors, for-
sætisráðherra Íslands, þar sem þeir stigu
dans.
Nokkrum sinnum hefur það komið fyrir
að dagblöðin segja frá málsverðum á nokk-
ur þúsunda metra dýpi. Eyjafréttir sögðu til
dæmis frá því árið 2005 að borðað hefði
verið á 2.277 metra dýpi.
Útvarpskonunni Lísu Pálsdóttur varð á
að mismæla sig í útvarpinu þegar Tónabær
var og hét og sagði: „Þið sem hafið áhuga,
skellið ykkur í Tónabæ og slettið ærlega úr
skaufunum.“ Lísa hefur sagt frá því að hún
hafi verið að hugsa um orðin skankar og
klaufar og varð útkoman þessi.
Á leikskólum á landinu starfa nokkrir
þorskaþjálfarar ef marka má skrif í fjöl-
miðlum og víðar en sú misritun er til dæm-
is í sérstöku uppáhaldi hjá einum viðmæl-
enda hér á næstu opnu. Þá hafa
heilsugæslustofnanir
líka óskað eftir þorska-
þjálfum til starfa í blöðum og einnig hef-
ur aðalfundur Félags þorskaþjálfa verið
auglýstur. Þá var samkvæmt auglýsingum
á 9. áratugnum hægt að skrá sig í Þorska-
þjálfaskóla Íslands.
Í beinum íþróttalýsingum sem og beinum
útsendingum almennt getur ýmislegt gerst.
Það vita íþróttafréttamenn manna best
sem að auki eru gjarnan upprifnir og æstir
yfir gangi mála. Handknattleiksmaðurinn
Sigfús Sigurðsson átti frábæra frammi-
stöðu á EM í Svíþjóð 2002. Sigfús hafði
nokkrum árum fyrir mótið átt í miklum
erfiðleikum utan vallar og voru þarna mikl-
ar vonir bundnar við hann. Ekki fór framhjá
neinum hve stórkostlegu formi Fúsi var í og
Geir Magnússyni, íþróttafréttamanni á
RÚV, varð svo að orði: „Lifandi mönnum er
best að batna.“
Og fleira má tína til úr íþróttunum sem
einhverjir muna. „Allir leikmenn liðsins
eru á annan metra,“ sagði Samúel Örn
Erlingsson um hávaxna körfuknattleiks-
menn.
Það er ekki bara á íslensku sem Íslend-
ingar mismæla sig en Eyþór Ingi Gunn-
laugsson tónlistarmaður keppti fyrir Íslands
hönd í Eurovision árið 2013. Í viðtali hrósaði
erlendur blaðamaður honum fyrir frammi-
stöðuna og mörgum þykja mismæli Eyþórs
Inga með þeim fallegri fyrr og síðar;
„Thank you for your beautiful voice“ („takk
fyrir þína fallegu rödd“ en „voice“ átti
væntanlega að vera „words“).
Úr ýmsum áttum
FRAMRÚÐUR SKRÚFAÐAR NIÐUR OG LEIKMENN Á ANNAN METRA