Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Qupperneq 47
6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Á Háskóladaginn, á laugardag kl. 12
til 16, verður Listaháskólinn
með opið hús í húsakynnum skól-
ans í Laugarnesi. Nemendur og
kennarar taka á móti gestum og
kynna námið með lifandi dagskrá.
Sýningarstjórinn Markús Þór
Andrésson mun á
sunnudag kl. 14
leiða gesti um
hina heillandi sýn-
ingu Sjónarhorn í
Safnahúsinu við
Hverfisgötu.
Sýningin er
ferðalag
um íslenska
myndheima
um aldir.
Nú er „stóri dómur“ fallinn,
hvaða kvikmyndir hlutu Ósk-
arsverðlaunin í ár. Nokkrar
þeirra eru sýndar í kvikmynda-
húsum landsins, þar á meðal
The Revenant og Son of Saul.
Konan, eða konuímyndin, er fyrir-
mynd allra verkanna á sýningunni
Gyðjur sem stendur yfir í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar. Á sunnudag
kl. 15 leiðir sýningarstjórinn Birg-
itta Spur gesti um sýninguna.
Hin árlega og sívinsæla sýning
blaðaljósmyndara, Myndir ársins,
verður opnuð á nýjum stað, í Perl-
unni við Öskjuhlíð, á laugardag kl.
15. Þá verða afhent verðlaun í sjö
flokkum og fyrir bestu myndina.
Athygli okkar ætlar að verðatakmarkaðri með hverri kyn-slóðinni og núna er svo kom-
ið að ungt fólk sendir örskilaboð hvað
til annars í gegnum til dæmis snap-
chat en það er gott dæmi um ör-
mynd,“ segir Harpa Fönn, annar
hugmyndasmiðurinn að Örvarpinu,
en hún fékk hugmyndina fyrir tæpum
sjö árum ásamt Halldóru Rut.
„Við Halldóra höfum unnið að ör-
mynda-heimilisþáttaröð sem spann-
aði sögu ungs fólks í nútíma bænda-
samfélagi út á landi. Þegar því
verkefni lauk áttuðum við okkur á því
að það væri í raun enginn vettvangur
fyrir slíkar myndir á Íslandi, enginn
staður þar sem haldið væri utan um
verk sem þessi. Upp úr því verður
þessi hugmynd um Örvarpið til.“
Frjálst form
Örvarpið er vettvangur örmynda,
listamanna og áhorfenda á ruv.is/
orvarpid, sem sameinar öll form lista
í kvikmyndaiðnaðinum og er sam-
starfsverkefni RÚV, Bíós Paradísar,
Nýherja og annarra listamanna.
Formið er nokkuð frjálst og í raun
bara ein regla.
„Það er rétt, við gerum engar
tæknilegar kröfur til mynda og fólk
getur þess vegna tekið þær upp á
snjalltækin sín, hvort sem það eru
símar eða spjaldtölvur. Eina krafan
sem við gerum er að myndin sé ekki
lengri en fimm mínútur.“
Í gær, laugardag, fór fram upp-
skeruhátíð Örvarpsins, sem haldin
var í Bíó Paradís. Á hátíðinni gafst
áhorfendum færi á að velja sína uppá-
haldsmynd en alls kepptu 14 myndir
um titilinn örmynd ársins.
„Þetta fer þannig fram að við fáum
sendar inn myndir á haustin og þar
eru valdar 14 myndir sem sýndar eru
svo í Ríkisútvarpinu. Þessar myndir
eru svo sýndar í samstarfi við Bíó
Paradís og geta áhorfendur tekið þátt
í valinu með kosningu sem fer meðal
annars fram á vef Ríkisútvarpsins,
Ruv.is,“ segir Harpa.
Meistaratímar með fagfólki
Örvarpið heldur úti hátíðum, master-
klössum með reyndu kvikmynda-
gerðarfólki og listamönnum, litlum
örmyndanámskeiðum og fyrir-
lestrum.
„Við fórum einmitt og hittum stelp-
urnar í Stelpur skjóta í vetur sem
flestar sendu inn sína mynd í þema-
vikuna unga fólkið. Einnig héldum
við úti þemaviku fyrir konur í kvik-
myndagerð og fólk í heimildar-
myndagerð til að svara eftirspurn,
umræðum og áhuga áhorfenda.“
vilhjalmur@mbl.is
Harpa Fönn og Halldóra Rut fóru um landið og tóku upp örmynda-þáttaröð
um lífið á landsbyggðinni, sem varð til þess að þær stofnuðu Örvarpið.
Ljósmynd/Guðmundur Þór Bjargmundsson
Örstutt um
Örvarpið á Íslandi
Örmyndir njóta vaxandi vinsælda hér á landi
og víðar en Harpa Fönn og Halldóra Rut hafa
stofnað til Örvarpsins sem er vettvangur
örmynda á Íslandi.
Stilla úr örmyndinni Úlfur Úlfur sem
sýnd var m.a. í Ríkissjónvarpinu.
MÆLT MEÐ
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
40 ára
Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga
Stýrðu birtunni heima hjá þér
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI
Sendum frítt hvert á land sem er
gegn staðgreiðslu
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
Reykjavík
Keflavíkurflugvöllur
Kauptu miða núna á www.flugrutan.is
*Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr.
2.000 kr.*
FYRIR AÐEINS
Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Umhverfisvænt
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR!
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í
tengslum við allar komur & brottfarir
flugvéla um Keflavíkurflugvöll.