Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Side 12
FORSETAVAKTIN
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016
Rólegur maður, yfirvegaður ífasi, mjög góður í mann-legum samskiptum og sem á
auðvelt að vinna með fólki – miðað
við heimasíðu hans – bauð sig í vik-
unni fram til embættis forseta Ís-
lands. Sá heitir Heimir Örn Hólm-
arsson, rafmagnstæknifræðingur að
mennt og með meistaragráðu í verk-
efnastjórnun. Hann er eini formlegi
nýliði vikunnar.
Nafn Katrínar Jakobsdóttur, for-
manns Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs og fyrrverandi
menntamálaráðherra, var enn og
aftur oftast nefnt í könnun sem birt
var í vikunni.
MMR kannaði hug landsmanna
fyrir Stundina og mældist Katrín
með stuðning 37,5% svarenda – mun
meira en aðrir. Lagðist hún í fram-
haldinu undir hinn fræga feld. „Auð-
vitað er það ekki nema eðlilegt að
maður velti þessu fyrir sér þegar
margir telja þetta góða hugmynd,“
sagði Katrín við mbl.is. Hún sagðist
ætla að velta málinu fyrir sér af al-
vöru í nokkra daga.
Svarar Vigfús í dag?
Vigfús Bjarni Albertsson, prestur á
Landspítalanum, var skyndilega
nefndur á dögunum sem mögulegur
forsetaframbjóðandi. Hópur fólks
hvetur hann eindregið til þess að
gefa kost á sér og svo er að skilja að
landsmönnum verði kynnt niður-
staða vangaveltna Vigfúsar og eigin-
konu hans, Valdísar Aspar Ívars-
dóttur, um helgina.
Vigfúsi Bjarna verður afhent
áskorun, undirrituð af 500 manns, á
Hótel Borg í dag, sunnudag, að því
er segir í tilkynningu til fjölmiðla.
Þá spratt Hannes Bjarnason frá
Eyhildarholti í Skagafirði fram í
dagsljósið í vikunni. „Ég vil ekki úti-
loka neitt, þetta er bara til skoðunar.
Maður fylgist með hvernig mál
þróast,“ sagði Hannes í vikunni eftir
að í ljós kom að virkjuð hafði verið á
ný bloggsíðan jaforseti.is sem hann
opnaði fyrir fjórum árum en þá var
hann einmitt í framboði. Hlaut þá
um 1% greiddra atkvæða. Þá bjó
Hannes í Noregi en fjölskyldan flutti
til Íslands 2013 og býr í Skagafirði.
Rétt er að rifja upp, lesendum til
glöggvunar, að nokkrir hafa fyrir
þónokkru lýst yfir framboði.
Ástþór Magnússon, athafnamaður
og stofnandi Friðar 2000, er reynd-
astur þeirra á þessu sviði en hann
gerir nú fjórðu atlöguna að Bessa-
stöðum. Elísabet Kristín Jökulsdótt-
ir rithöfundur hefur einnig lýst yfir
framboði en vikan var sannarlega
ánægjuleg fyrir hana því Elísabet
var tilnefnd til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina
Ástin ein taugahrúga. Enginn dans
við Ufsaklett.
Þá hefur Hildur Þórðardóttir
þjóðfræðingur tilkynnt framboð sem
og Sturla Jónsson bifreiðastjóri, að
ógleymdum Ara Jósepssyni, sem er
helst þekktur fyrir að birta mynd-
bönd af sér á Youtube.
Aðrir sem mældust með töluverð-
an stuðning í könnun MMR sem áð-
ur var nefnd, fyrir Stundina, voru
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgun-
blaðsins, Stefán Jón Hafstein, Sal-
vör Nordal, forstöðumaður Sið-
fræðistofnunar, Ólafur Jóhann
Ólafsson, rithöfundur og athafna-
maður, Andri Snær Magnason rit-
höfundur og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, fv. menntamála-
ráðherra og varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, sem sagðist einmitt
á dögunum vera að íhuga málið eftir
að skorað var á hana að gefa kost á
sér.
Fullyrt hefur verið að Össur
Skarphéðinsson, alþingismaður og
fv. ráðherra, sé að kanna stöðuna;
hafi verið töluvert í símanum, eins
og það var orðað! Spennandi verður
að sjá hvernig Össur metur þau sím-
töl og ekki er ólíklegt að fleiri komi
fram á sjónarsviðið áður en mjög
lengt um líður.
Færist senn fjör í leikinn?
Tíðindi vikunnar benda
til þess að hugsanlega
geti farið að draga til
frekari tíðinda en til
þessa í baráttunni um
forsetaembættið.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir
Karl Frímannsson hefur sagt
lausu starfi sínu sem sveit-
arstjóri Eyjafjarðarsveitar.
Hann segir á Facebook að þó að
freistandi væri að koma þeirri
flökkusögu af stað þá væri hann
ekki á leið í forsetaframboð.
„Margir hafa komið að máli við
mig síðustu daga en ekki nefnt
forsetaframboð einu orði,“ seg-
ir hann í léttum dúr.
Jón Gnarr, fv. borgarstjóri, til-
kynnti um miðjan janúar að
hann myndi ekki gefa kost á sér
í forsetakjöri. Hafði reyndar
gert það löngu áður, en þegar
Jón tilkynnti um miðjan janúar
að hann hygðist tjá sig um
mögulegt framboð sitt í einum
af miðlum 365 nokkrum dögum
síðar biðu menn spenntir. Það
hlaut að verða skúbb? Sumir
biðu spenntir en Jón tók af allan
vafa í eigin sjónvarpsþætti, Ice-
land today, á Stöð 2. Sagðist
ekki fara fram en útilokaði þó
ekki að hann kynni að gera það
síðar.
Árni Björn Guðjónsson, fyrr-
verandi oddviti Kristilega lýð-
ræðisflokksins, gaf um áramót-
in kost á sér til forseta en hætti
við aðeins rúmum sólarhring
síðar af sérstökum ástæðum,
sem þó voru ekki tilteknar frek-
ar í tilkynningu til fjölmiðla.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
VÖNGUM VÍÐA VELT
Að fara fram, eða ekki
16
VIKUR TIL KOSNINGA
Hannes Bjarnason Vigfús Bjarni Albertsson Ari Jósepsson Ástþór Magnússon
Hildur ÞórðardóttirHeimir Örn Hólmarsson Elísabet Kristín Jökulsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsd.Sturla Jónsson
Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is
B
ra
nd
en
b
ur
g Ekki laumupokast
Breyting á endurvinnslustöðvum. Gerðu öllum auðveldara
fyrir og komdumeð blandaða úrganginn í glærum poka