Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 MATUR Fáir spá meira í mat, matargerð og strauma og stefn-ur á matvælasviði en kokkar og veitingafólk.Könnun sem samtök veitingastaða í Bandaríkj- unum gerðu nýverið á meðal tæplega 1.600 meðlima gef- ur einhverja hugmynd um hvernig matarlandslagið ligg- ur en ítarlega skýrslu má lesa á restaurant.org. Áhugavert er að 44% matreiðslumannanna sem tóku þátt í könnuninni sögðu að mest áberandi matartískan á síðustu tíu árum hefði verið krafan um hráefni úr héraði og beint frá bónda. 41% sagði að það svið sem ætti eftir að stækka mest á næstu tíu árum væri sjálfbærni. Þetta er góð þróun sem helst í hendur við aukna meðvitund um matarsóun. Hér verða taldar upp nokkrar fæðutegundir sem við eigum áreiðanlega eftir að sjá meira af á næstu mán- uðum. Grænmeti í aðalhlutverki Grænmeti fær sífellt stærri hlut á matardiskinum. Matur fer í og úr tísku eins og annað. Hér verður talið upp nokkuð af því sem við eigum eftir að sjá meira af á komandi mánuðum, samkvæmt spám frá fagfólki. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Þang, grænmeti sjávarins, er umhverf- isvæn planta sem hægt er að rækta sjálf- bært og inniheldur mikið af næringarefnum. Wakame-þang á áreiðanlega eftir að sjást borið fram með fleiri réttum en sushi, til dæmis blandað í salat. Hérlendis er líklegt að fólk fari að horfa á íslensk söl og þurrkað þang í meira mæli. Hægt er að nota þetta sem krydd frekar en eitthvað sem er í aðalhlutverki í máltíð. Umhverfis- vænt þang Blóm eins og lavender og rósir má nota í ýmsa matargerð. Þetta eru falleg og ilmrík blóm sem hægt er að nota í te en óhefðbundnari notkun fer vaxandi, samkvæmt specialtyfood.com. Til dæmis er framleiddur lavender-ostur og poppkorn með saffran og rósum og einnig poppkorn með lavender sem þykir líka fara vel með hvítu súkkulaði og vanillu. Ylliblómasafa er gott að nota til að bragðbæta vatn og ekki síður sódavatn. Blómlegur matur Getty Images/iStockphoto Minni sóun Fólk er orðið mun meðvitaðra um matarsóun en áður og á þessu ári verður málefnið meira í brennidepli. Afgangauppskriftir eru vinsælar því almenningur vill nýta mat sinn sem best. Hluti af þessu er líka að nota stærri hluta af skepnum sem fólk borðar svo hlutverk slátrarans verður stærra og óvenjulegir bitar oftar á borðum. Ennfremur hefur veit- ingastöðum sem sóa engu fjölg- að. Einn slíkur staður er Tiny Leaf í London en þar er boðið upp á lífrænan grænmetismat. Þar er grænmetisskrælingi breytt í stökkar flögur og börk- urinn af sítrusávöxtum er not- aður til að búa til olíur, svo eitt- hvað sé nefnt. Lífrænum úrgangi er breytt í áburð og að sjálf- sögðu er pappír og plast endur- unnið. Getty Images/iStockphoto

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.