Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 8
Í FÓKUS
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016
FRÆGÐIN Frami Aliciu Vikander hefur
verið skjótur, svo skjótur að hún við-
urkennir að hún viti varla í hvorn fótinn
hún eigi að stíga. „Þetta er taugatrekkj-
andi,“ sagði hún nýlega í samtali við tíma-
ritið Vogue. „Tilfinningarnar eru blendnar.
Allt sem ég hef viljað gera í lífinu er að
leika í bíómyndum en nú gerist þetta allt í
einu. Skyndilega er maður staddur í sama
herbergi og fólk sem maður hefur litið upp
til árum saman, það er Judi Denchurnar.
Maður hlýtur að velta fyrir sér hvort mað-
ur sé nógu góður. Kvíðinn fylgir manni
stöðugt og maður spyr sig hvort þetta sé
eina tækifærið. Ég þekki marga leikara sem
hugsa svona.“
Alicia Vikander er ógift og barnslaus en
hefur verið að slá sér upp með írsk/þýska
leikaranum Michael Fassbender í rúmlega
ár. Þau búa í Lundúnum.
Alicia Vikander í essinu sínu á árlegu balli sem fylgir iðulega Ósk-
arsverðlaunahátíðinni. Spennandi verður að fylgjast með henni.
AFP
„Þetta er tauga-
trekkjandi“
ALICIA VIKANDER varð um síðustu helgi önnur norræna leikkonan í sög-
unni, á eftir Ingrid Bergman, til að vinna Óskarsverðlaun. Það gerði þessi
sænska stúlka fyrir bestan leik í aukahlutverki í kvikmynd Toms Hoopers,
The Danish Girl. Vikander skaut þar með goðsögnum á borð við Gretu
Garbo, Liv Ullman, Ann-Margret og Lenu Olin ref fyrir rass. Enginn nor-
rænn leikari hefur hreppt hin eftirsóttu verðlaun en Max Von Sydow hefur
tvisvar verið tilnefndur. Vikander má hins vegar halda vel á spöðunum ætli
hún að skáka Bergman, sem hlaut í tvígang Óskar fyrir leik í aðalhlutverki
og einu sinni fyrir leik í aukahlutverki. Það var í kvikmyndunum Gaslight
(1944), Anastasia (1956) og Murder on the Orient Express (1974). Allt löngu
áður en Vikander fæddist.
The Danish Girl hefur gegnumsneitt fengið glimrandi viðtökur og dóma,
ekki síst frammistaða aðalleikaranna, Vikander og Eddies Redmaynes, en
þau þykja fara einstaklega vel með viðkvæmt efni.
Myndin byggist á lífi dönsku málaranna og hjónanna
Einars og Gerdu Wegeners en Einar var einn fyrsti
maðurinn sem gekkst undir aðgerð til að leiðrétta kyn
sitt árið 1930. Varð að Lili Elbe. Gerda Wegener stóð
þétt við bakið á honum/henni gegnum allt ferlið og þyk-
ir Vikander ná afar vel utan um þær flóknu tilfinningar
sem bærðust með henni á meðan.
Fáir utan Svíþjóðar höfðu líklega heyrt um Aliciu
Vikander fyrir árið 2015 en hvorki fleiri né færri en
fimm kvikmyndir á því ári hafa gjörbreytt því. Flestar
vöktu þær umtalsverða athygli. Hinar myndirnar fjórar
eru Ex Machina eftir Alex Garland, Burnt eftir John
Wells, The Man from U.N.C.L.E. eftir Guy Ritchie og
heimildarmyndin Ingrid Bergman: In Her Own Words,
þar sem Vikander var í hlutverki sögumanns.
Engin lognmolla er heldur framundan hjá Vikander
en hún verður í að minnsta kosti þremur myndum á
þessu ári. Jason Bourne með Matt Damon, The Light
Between Oceans með Michael Fassbender og Rachel
Weisz og Tulip Fever ásamt Justin Chadwick, Dane
DeHaan og Christoph Walz. Þá er í pípunum spennu-
myndin Submergence, þar sem Vikander leikur á móti
James McAvoy.
Ekki er um að villast: Stjarna er fædd. orri@mbl.is
ÓSKAR Alicia Vikander var
ekki í amalegum félagsskap á
Óskarnum. Brie Larson var valin
besta leikkona í aðalhlutverki,
Leonardo DiCaprio besti leikari í
aðalhlutverki og Mark Rylance
besti leikari í aukahlutverki.
Þess má geta að Larson er
ekki af norrænu bergi brotin,
þrátt fyrir nafnið. Hún er banda-
rísk en af fransk/kanadískum ætt-
um. Ættarnafn hennar, Desaul-
niers, fer hins vegar illa í munni
vestra og fyrir vikið tók hún sér
nafnið Larson – eftir dúkku sem
hún átti sem barn, Kirsten Lar-
son.
Eini Norður-
landabúinn
Mark Rylance, Brie Larson, Leonardo DiCaprio og Vikander á Óskarnum.
AFP
ÆVI Alicia Vikander fæddist í
Gautaborg 3. október 1988 og er
því á 28. aldursári. Faðir hennar er
geðlæknir en móðirin leikkona.
Þau skildu þegar hún var nýfædd.
Vikander á fimm hálfsystkini, föð-
ur síns megin.
Vikander byrjaði að leika á sviði
sjö ára gömul en stefndi þó leynt
og ljóst að því að verða ballerína.
Á unglingsárum gerðu meiðsli út
af við þann draum og hún einbeitti
sér upp frá því að leiklistinni. Fall
er fararheill og tveir fyrstu skól-
arnir sem Vikander sótti um höfn-
uðu henni. Loks komst hún þó að.
Hafði að vísu skráð sig í lögfræði í
millitíðinni en aldrei reyndi á það
nám því hún vildi frekar reyna til
þrautar við leiklistina.
Alicia Vikander var líka verðlaun-
uð á Screen Actors Guild-
verðlaununum fyrr á þessu ári.
AFP
Vildi verða
ballerína
Í fótspor
Bergman
Eddie Redmayne og Vikander í The Danish Girl. Redmayne var einnig tilnefndur til Óskars.
’Gerda Wegener stóð þétt við bakiðá honum/henni gegnum allt ferliðog þykir Vikander ná afar vel utan umþær flóknu tilfinningar sem bærðust
með henni á meðan.
Alicia Vikander
kampakát með
Óskarinn sinn.
AFP