Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 51
6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Það eru fimmtán bækur á borðinu hjá mér, eitthvað sem ég er búin að lesa en ætla að lesa aftur og svo bækur sem ég hef ekki lesið. Ég ætla að lesa aftur M Train eft- ir Patti Smith. Ég las hana þegar hún kom út og gaf hana svo, en svo keypti ég nýtt eintak til að lesa hana aftur. Svo er ég rosalega spennt fyrir Chelsea Girls eftir Eileen Myl- es, ég las fyrstu síð- urnar í henni og heill- aðist, en ég var þá að lesa þrjár aðrar bækur svo að ég er ekki komin lengra. Ég er líka að lesa japanska skáld- sögu, Body eftir Asa Nonami, sem er mjög skemmtileg og sýnir vel hvað japönsk menning er ólík okk- ar. Hún segir frá mæðgum sem eru sí- fellt að fara í lýtaað- gerðir, en pabbinn er alltaf að vinna og tekur ekkert eftir því hvernig þær eru að breytast smám saman. Ég er líka með A Brief History of Seven Killings eftir Marlon James á náttborðinu og ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég er ekki byrjuð á henni. Önnur bók sem ég er ekki byrjuð á en ætla að lesa er H is for Hawk eftir Helen Macdonald sem ég er búin að sjá á listum yfir bestu bæk- ur alls staðar. Svanborg Sig- urðardóttir Dagur Hjartarson er ljóðskáld og nú líka skáldsagnahöfundur. Morgunblaðið/Árni Sæberg BÓKSALA 24. FEB.-1. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Meira blóðJo Nesbø 2 UndirgefniMichel Houellebecq 3 Ég ferðast einSamuel Bjørk 4 Einn af okkurÅsne Seierstad 5 Moomin Colouring Book 6 Þrjár sekúndurRoslund og Hellström 7 Allra meina bótAnders Hansen 8 FyrirvariRenée Knight 9 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir 10 Enginn venjulegur lesandiAlan Bennett 1 Meira blóðJo Nesbø 2 UndirgefniMichel Houellebecq 3 Ég ferðast einSamuel Bjørk 4 Þrjár sekúndurRoslund og Hellström 5 FyrirvariRenée Knight 6 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir 7 Enginn venjulegur lesandiAlan Bennett 8 ÖrlagaþættirSverrir Kristjánsson 9 Tvöfalt glerHalldóra Thoroddsen 10 Síðasta ástarjátninginDagur Hjartarson Allar bækur Íslenskar kiljur MIG LANGAR AÐ LESA Mormónsbók, helgirit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, vitraðist stofnanda trúarinnar, Jos- eph Smith, þegar engill birtist hon- um er Smith var á átjánda árinu. Hún varð grunnur Mormónatrúar og er nú ein umdeildasta bókin á Amazon þar sem gagnrýnendur skiptast í tvo andstæða hópa – ann- að hvort gefa þeir bókinni fimm stjörnur eða eina. Útgáfan sem um ræðir er frá 1981 en deilur hófust þegar fréttist að nemendur í mormónskum há- skóla í Saltsjávarborg hefðu verið hvattir til þess af kennurum sínum að skrifa jákvæðar umsagnir um helgiritið á Amazon. Þeir tóku til óspilltra málanna, en þegar þetta spurðist út flykktust andstæðingar trúarinnar inn á vefinn og byrjuðu að skrifa niðrandi athugasemdir um bókina. Framan af síðustu viku voru jákvæðar umsagnir í meiri- hluta en nú hafa hinar neikvæðu siglt framúr og eru heldur fleiri. Engum sögum fer af viðbrögðum Amazon við þessum kryt. Engill afhendir Joseph Smith Mormónsbók á gullplötum sem síðar týndust. Mynd/Wikipedia Umdeilt helgirit AF MORONI Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Movie Star hvíldarstóll Verð frá 433.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.