Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 31
6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Grænmeti verður í aðalhlutverki á diskinum á komandi mánuðum. Kjöt og annað prótín hefur lengst af tekið þarna stærsta hlutann en nú fær grænmeti stærra og meira áberandi hlutverk en áður. Sífellt fleiri veitingastaðir auglýsa að þeir bjóði aðeins upp á ferskt hrá- efni og þá jafnvel „beint frá bónda“ eða „úr héraði“ og í þessum flokki er grænmeti oftar en ekki áberandi. Boðið verður í meira mæli upp á rétti sem eru hreinir grænmet- isréttir án þess að þeir séu sérstaklega auglýstir sem slíkir. Grænmeti er ekki lengur „matur sem maturinn minn borðar“. Grænt er vænt Getty Images/iStockphoto ’ 41% matreiðslu- mannanna sagði að það svið sem ætti eftir að stækka mest á næstu tíu árum væri sjálfbærni. Sýrt grænmeti á borð við hið kór- eska kimchi og súrkál af ýmsu tagi nýtur sívaxandi vinsælla. Gerjaður matur þykir sérlega góður fyrir bakteríuflóruna í maganum, sem sannað er að eigi stóran þátt í al- mennri vellíðan en rannsóknum á þessu sviði er að fjölga. Gerjaður matur þykur jafnframt byggja upp ónæmiskerfið. Súrkál er algengt en líka er hægt að sýra til dæmis gúrkur, gul- rætur og rósakál. Hægur leikur er að gera þetta sjálfur heima hjá sér og er sýrt grænmeti líka bragð- gott með ýmsum mat. Sýrt grænmeti fyrir líkama og sál Getty Images/iStockphoto Það er góð ástæða fyrir því að baunir af ýmsu tagi ættu að fá stærri sess í mataræði okkar. Þarna er um að ræða prótín sem kemur úr grænmetisheim- inum og er ódýrt. Þarna á meðal eru linsubaunir og kjúk- lingabaunir. Þær fyrrnefndu þurfa stuttan eldunartíma og því er hagkvæmt að nota þær. Þær síðarnefndu má búast við að sjá í ýmsu formi en mjöl úr kjúklingabaunum er hægt að nota í margskonar rétti og er það bæði glútenlaust og prót- ínríkt. Sameinuðu þjóðirnar hafa ennfremur lýst því yfir að árið 2016 sé ár baunanna á al- þjóðavísu. Liðtækar linsubaunir Getty Images/Polka Dot RF Afrískt krydd og réttir eiga eftir að verða al- gengari á veitingastöðum. Flestir þekkja til dæmis kínverskan, taílenskan og víetnamskan mat en nú er komið að Afríku. Kryddblöndur á borð við berbere, harissa, dukkah, ras el hano- ut og tsire munu verða vinsælli og sífellt fleiri vestrænir bragðlaukar munu venjast þessu afr- íska bragði. Það er alltaf gott að fá smá krydd í tilveruna og heimakokkar munu njóta þess að prófa sig áfram á þessu sviði. Afrískt bragð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.