Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Qupperneq 37
6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Unglingar eru eins og börn; það að
fara ofurfínt út að borða er ekki endi-
lega alltaf svo svakalega vel metið
heldur meira spennandi að skreppa á
skyndibitastað. Leyfið ykkur það
einhver kvöld og það er
líka notalegt að fara
með mat með sér
upp á hótelher-
bergi eða í
íbúðina og
spila.
Stundum er
borðhald á
veitingastað
þreytandi.
Leyfið
þeim að spila
sína tónlist á
kvöldin og ekki vera of
Ferðalög þarf að aðlaga að öllum
aldri og það er ekki hægt að ganga
að því vísu að það sem manni finnst
persónulega skemmtilegt að skoða
og aðhafast í sumarfríinu sé eitthvað
sem unglingarnir muni hafa gaman
af. Ef stórfjölskyldan ætlar að
ferðast saman, elsta kynslóðin og
yngri, er brýnt að skipuleggja ferð-
ina þannig að allir njóti sín. Hér eru
nokkur atriði sem foreldrar unglinga
geta haft í huga í næstu utanlands-
ferð:
Skemmtigarðar slá yfirleitt í gegn
þótt börnin séu orðin leið á að moka
á ströndinni. Lykillinn er að finna
skemmtigarða sem henta
þeirra aldri og ekki er
verra ef foreldrarnir
reyna að finna ung-
lingana í sjálfum sér
og flippa með.
Þegar þið pantið
borð á veitinga-
húsum skoðið þá
hvort staðinn sækir
mestmegnis eldra fólk
og veljið frekar staði
sem eru líflegir með margt
ungt fólk.
hörð á því að ferðin sé „tækjalaus“
með því að rífa af þeim símann. Ef
það er ekki það sem þau eru vön er
það kannski svolítið yfirþyrmandi
fyrir einhver þeirra að vera með
mömmu og pabba allan sólarhring-
inn og án þess að spjalla við vinina á
kvöldin þegar komið er heim.
Finnið söfn, byggingar, sögulega
staði eða annað sem tengist þeirra
áhugamálum en slíkt er best að gera
áður en haldið er af stað því það get-
ur þurft talsvert grúsk á netinu í það.
Unglingar eru eins mismunandi
og þeir eru margir. Sumir þurfa
meira persónulegt rými en aðrir og
ef þeir eru mjög sjálfstæðir gæti
borgað sig að vera í aðeins stærri
íbúð þannig að þau geti jafnvel haft
sitt eigið afmarkaða svefnrými í friði
fyrir yngri systkinum þegar þau
þurfa.
Leiktækjasali er hægt að finna
víða, líka í stórum verslunarmið-
stöðvum, og mjög skemmtilegt að
eyða einhverjum klukkustundum í
mótorhjóla- og kappakstursleikjum.
Ef farið er í langdregna fataleið-
angra munu margir kunna
að meta að farið sé í
leiktækjasal eftir
búðarápið. Billj-
ard stendur líka
alltaf fyrir sínu.
Prófið eitt-
hvað nýtt. Far-
ið í safaríferð,
river rafting,
leikið ykkur inni í
stórum plastbolta
sem flýtur á vatni,
lærið að kafa, pantið tenn-
isvöll og fáið kennslu, prófið að skella
ykkur í golf og eftir kvöldmatinn;
kíkið á karókístað og njótið þess að
syngja eins og englar eða ramm-
falskt!
Það er yndislegt að flakka á milli
lítilla sveitaþorpa, skoða kirkjur,
gista á sveitahótelum, borða í róleg-
heitum góðan mat og anda að sér
fjallalofti. En kannski ekki þegar
maður er 15 ára. Ef unglingurinn er
til dæmis lítið fyrir það að fara
snemma að sofa skal passa að velja
ekki gamalmennaþorp þar sem
slökkt er á ljósastaurunum
og allir fara að sofa kl. 21.
Ef þið eruð til í að
prófa eitthvað alveg
nýtt er hægt að panta
sér tréhús til að gista
í og það getur nú ald-
eilis verið ævintýri.
Breska ferðaskrif-
stofan Forest Holidays
skipuleggur til dæmis
ferðir í breskum skógum,
þar á meðal sjálfum Skírisskógi.
Lykilatriðið er svo að leyfa ung-
lingunum að skipuleggja með ykkur
ferðina. Láta þá skoða hótelin með
sér á netinu og hvað er hægt að
skoða og gera á svæðinu í kring.
Að ferðast með
unglinga
Á ákveðnu skeiði eru
margir unglingar ekk-
ert sérlega spenntir fyr-
ir því að fara í sumarfrí
með mömmu og pabba.
Það getur þurft að að-
laga ferðina að þeirra
þörfum og skipuleggja
dagrútínuna þannig að
þau njóti líka frísins.
Getty Images/iStockphoto
2.-6. mars
VEITINGASTAÐIR ICELANDAIR HÓTELA ERU FREMSTIR
MEÐAL JAFNINGJA Á FOOD AND FUN Í ÁR
Hver að verða síðastur að bóka. Hlökkum til að taka á móti ykkur: VOX Restaurant: 444 5050. Satt: 444 4050. Slippbarinn: 560 8080.
Renee Fagerhøi
Jacob Holmström
Jesse Miller