Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 46
LESBÓK Á laugardag lýkur á Brúðulofti Þjóðleikhússins sýningum á verkinuKlókur ertu, Einar Áskell, sem fjallar um góðvin margra íslenskra barna, sem eflaust vildu mörg sjá þessa áhugaverðu sýningu. Einar Áskell kveður 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 Fyrri hálfleikurinn er búinn og hinn síðarirétt að hefjast. Þannig lýsir myndlist-armaðurinn Pétur Gautur þeim tíma- mótum sem hann fagnar um helgina en Pétur heldur upp á fimmtugsafmælið sitt með veg- legri sýningu í Gallerí Fold. „Mér fannst tilvalið að efna til þessarar sýn- ingar núna og hafa hana örlítið öðruvísi en ég er vanur,“ segir Pétur sem tekur tímamót- unum með einstakri ró og yfirvegun. „Á sýningunni er ég að horfa til allra átta ef svo má að orði komast. Ég horfi fram á veginn með nýjum verkum en líka aftur fyrir mig og er með nokkur eldri verk á sýningunni einnig. Tek t.d. gamalt myndefni og mála upp á nýtt.“ Elsta myndin á sýningunni segir Pétur að sé frá annaðhvort 1994 eða 1995 en hann hélt sína fyrstu sýningu árið 1993 og telur að hugs- anlega sé elsta mynd þessarar sýningar jafn- vel frá annarri eða þriðju sýningunni hans fyr- ir meira en tuttugu árum. „Það er dálítið skemmtilegt að segja frá því að þetta gamla verk á örlitla samsvörun með nýjustu verkum sýningarinnar. Þetta er hundr- að prósent abstrakt mynd en formin og hvernig hún er máluð endurspeglar dálítið það sem ég er að gera núna í dag og því kunnuglegur svipur milli nýjustu verkanna sem hanga uppi á sýn- ingunni og þessa gamla verks.“ Elskar enn gömlu verkin sín Æfingin skapar meistarann og við erum alltaf að læra á meðan við lifum, segir Pétur sem segist þó ekki skammast sín fyrir fyrstu verk sín. „Þegar þú ert búinn að vera að mála í 30 ár lærirðu ýmislegt og þróar þinn stíl. Mér finnst samt gaman að sjá fyrstu myndirnar mínar. Síðan er það bara bundið við hverja mynd hvað mér finnst. Stundum hugsa ég – hvað varstu að hugsa, Pétur, djöfull er þetta lélegt verk – og tala þá um sjálfan mig í þriðju persónu. Í önnur skipti segi ég við sjálfan mig – mikið of- boðslega er þetta gott verk hjá Pétri, rosalega hefur hann verið góður á þessum tíma – þetta er því ýmist í ökkla eða eyra hjá mér,“ segir Pétur hlæjandi en bætir svo við að sér þyki al- mennt ofboðslega vænt um verkin sín þegar hann lítur til baka. Markaðurinn lengi að taka við sér Allir vita að Pétur hefur málað uppstillingar af öllum gerðum og frá flestum hliðum. Á því er engin breyting á þessari sýningu en Pétur seg- ist þó ekki vera einnar skúffu maður. „Núna held ég mig við uppstillingarnar en ég var með sýningu fyrir nokkrum árum þar sem ég málaði húsamyndir. Það er svo skrítið að þegar ég fer að mála nýtt þema er mark- aðurinn lengi að taka við sér. Fólk fór að segja mér að ég ætti ekkert að vera mála svona held- ur frekar eins og ég var vanur. Síðan venst markaðurinn því að maður er ekki einnar skúffu maður og húsamyndirnar urðu mjög vinsælar og fólk spyr hvort ég ætli ekki að mála fleiri slíkar myndir.“ Af nægu er að taka og segir Pétur allar líkur á því að hann muni mála meira af myndum í stíl við húsamyndirnar í framtíðinni. „Núna er bara hálfleikur og mér gefst von- andi heilsa til að mála í hálfa öld til viðbótar enda finnst mér ég eiga nóg eftir og væri alveg til í að dansa örlítið lengur við listagyðjuna.“ Allt á blússandi siglingu aftur Myndlistin getur verið harður húsbóndi en Pétur segir heilladísirnar hafa verið með sér í liði alla tíð. Almenningur hafi alltaf tekið list hans vel og þrátt fyrir tilraunir til að leggja fyrir sig eitthvað annað en listina hefur hún dregið hann til baka í hvert sinn. „Ég hef reynt að gera ýmislegt annað en að mála myndir en það er alveg sama hvað ég reyni ég enda alltaf með pensilinn í hönd- unum. Kannski er það vegna þess að ég er nokkuð góður í þessu og fólk tekur mér vel en það verður ekki sagt að ég hafi ekki gert heiðarlegar tilraunir til að gera eitthvað ann- að.“ Spurður hvort áhuginn á list hans hafi alltaf verið jafn mikill segist Pétur ekki geta kvart- að. „Það hefur alltaf verið nokkur áhugi á list- inni minni. Áhugi dróst þó almennt saman eftir hrunið og markaðurinn var nokkuð erfiður ár- in á eftir. Núna er hins vegar að létta til og fólk er farið að hringja í mig aftur og vill fara að sjá verk eftir mig. Það er ljóst að þjóðfélagið er komið á blússandi siglingu aftur og því engin ástæða til annars en að fara nokkuð jákvæður inn í framtíðina.“ Pétur Gautur heldur upp á 50 ára afmæli sitt með sýn- ingu í Gallerí Fold. Morgunblaðið/Golli Fagnar 50 ára afmælinu í Gallerí Fold Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur heldur veglega afmæl- issýningu í Gallerí Fold í til- efni fimmtugsafmælis síns. Á sýningunni verða 30 verk til sýnis bæði gömul og ný. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is ’Þegar þú ert búinn að vera að mála í 30 ár lærirðu ýmislegt ogþróar þinn stíl. Mér finnst samt gaman að sjá fyrstu myndirnarmínar. Síðan er það bara bundið við hverja mynd hvað mér finnst.Stundum hugsa ég – hvað varstu að hugsa, Pétur, djöfull er þetta lé- legt verk – og tala þá um sjálfan mig í þriðju persónu. Í önnur skipti segi ég við sjálfan mig – mikið ofboðslega er þetta gott verk hjá Pétri, rosalega hefur hann verið góður á þessum tíma – þetta er því ýmist í ökkla eða eyra hjá mér. Á afmælissýningu Péturs verða 30 verk. Pétur vinnur mikið með uppstillingar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.