Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 19
Guðrún Marteinsdóttir er fædd árið 1955 og ólst upp á Selfossi. Hún kveðst alltaf hafa haft ríka þörf fyrir sterkan tilgang í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það kom strax í ljós þegar hún, tíu ára gömul, tók að sér að gefa út fréttabréf og dreifa því í húsin í grenndinni. „Ég man að hvatinn var sá að mér fannst fréttamiðl- arnir á þeim tíma ekki vera að ná því hvað ástandið í Afríkuríkinu Biafra væri alvarlegt. Börn væru að svelta og þar fram eftir göt- unum.“ Þetta mun hafa verið fyrsta viðskiptahugmynd Guðrúnar en hún seldi fréttabréf sitt á fimm aura stykkið. „Ef það gekk, annars gaf ég þetta. Mig minnir að ég hafi haldið þessu gangandi í heilt ár.“ Guðrún kveðst hafa verið svo heppin að hafa átt foreldra sem hún gat talað við. Faðir hennar, Marteinn Björnsson, var verkfræð- ingur og hún á margar góðar minningar um samtöl þeirra fram á rauðanótt um allt milli himins og jarðar. „Pabbi talaði mikið um náttúrufræði, stjörnurnar og himingeiminn og svo var hann alltaf að reyna að kenna mér stærðfræði. Ég man þegar hann var að kenna mér kvaðratrót og sagði mér að taka loftbita og byrja á að helminga hann í huganum. Eftir á að hyggja hefði líklega verið betra ef pabbi hefði verið bakari, það hefði verið auðveldara að skilja þetta þannig,“ segir hún og hlær. Ætlaði að verða listamaður Móðir Guðrúnar hét Arndís Þorbjarnardóttir, hún sat í sveit- arstjórn og var mjög öflug í félagsmálum á Selfossi. Bróðir Guð- rúnar er Björn Marteinsson, sem er verkfræðingur og arkitekt á Nýsköpunarmiðstöð og kennir einnig við Háskóla Íslands. Sjálf ætlaði Guðrún að verða listamaður en skráði sig í líffræði við Háskóla Íslands eftir stúdentspróf til að geðjast föður sínum sem lagði ríka áherslu á að hún byggi að praktískri háskóla- menntun. Í lok líffræðinámsins kynntist hún manninum sínum, Kristberg Kristbergssyni, matvælafræðingi, og elti hann til Am- eríku. Þar ætlaði hún í listnám og sótti um námslán en var synjað. Samkvæmt lánareglunum var ekki hægt að skipta um hest í miðri á og hún varð að halda áfram í líffræðinni. Lauk fyrst mastersprófi og síðan doktorsprófi. „Mér leiddist líffræðin svo sem aldrei og sé ekki eftir að hafa lagt hana fyrir mig. Þörfin fyrir að skapa hefur hins vegar alltaf verið fyrir hendi og núna er ég að fá útrás fyrir hana með rannsóknum mínum og markaðssetningu á TARAMAR-vörunum. Húðvörur eru út af fyrir sig ekki list en það er samt ákveðin list að vinna með þessar vörur,“ segir hún. Eftir á að hyggja segir Guðrún ágætt að hún haslaði sér ekki völl í listum. „Ég á vini sem eru listamenn og þeir eru meiri hug- sjónarmenn en ég!“ segir hún. Bjargaði ættleggnum Af áhugamálum sínum nefnir Guðrún útskurð og listmálun, göng- ur, skíði og útivist almennt. Hún kveðst vera með gríðarlega sterka tengingu við íslenska náttúru og þess vegna hafi ekki komið annað til greina en að leita fanga þar vegna húðvaranna. Guðrún og Kristberg eiga eina dóttur, Hlín Kristbergsdóttur, sem leggur stund á doktorsnám í sálfræði. Eiginmaður Hlínar, Kristinn Hafliðason, hefur tekið þátt í uppbyggingu TARAMAR með Guðrúnu. „Ég get staðfest að allar skrítlur um tengdamæður eru bull,“ segir hún hlæjandi. Hlín og Kristinn eiga tvær dætur, Evu og Emblu. „Hlín tók að sér að bjarga ættleggnum en það eru fá börn okkar megin í ættinni og við vorum við það að deyja út.“ Guðrún Marteinsdóttir á kafi í þorskrannsóknum fyrir um tuttugu árum. Allar skrítlur um tengdamæður eru bull 6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 líkaninu aftur til ársins 1948 til þess að fá sem gleggsta mynd af öllu sem hefur gerst í hafinu kringum landið á þessum tíma,“ segir Guðrún. Þetta gerir vísindamönnum kleift að hverfa inn í líkanaheiminn og reyna að leggja mat á að- stæður í hafinu á hverjum tíma. Hvað var til dæmis á seyði þegar síldin hvarf fyrir norðan árið 1968? „Við erum að nota söguna til að læra og varpa þekkingunni inn í framtíðina. Þetta er gríðarlega spennandi,“ segir Guðrún, en líkanið spáir nú fyrir eðlisþáttum sjö daga fram í tím- ann. Sjá má spárnar á www.marsyn.is/sjospa. Ekki eru enn komnar almennilegar fiskspár en að sögn Guðrúnar bendir margt til þess að það verði hægt í nálægri framtíð. Verkefnið er komið á það stig að farið er að leita eftir fjárfestum og segir Guðrún áhugann að vonum mestan fyrir samstarfi við sjávar- útveginn. Með upplýsingum frá skipum geti spárnar orðið enn nákvæmari og farið mjög ná- lægt því að lýsa sjónum eins og hann er. Sólarhringurinn mætti vera lengri Að sögn Guðrúnar gengur merkilega vel að sameina þetta tvennt, það er verkefnin á vett- vangi TARAMAR og háskólans. Hún viður- kennir þó að stundum mætti sólarhringurinn vera aðeins lengri. „Eins og núna þegar við fór- um inn á markaðinn með TARAMAR fannst mér ég ekki hafa nægan tíma fyrir Marsýn og seinna á það eflaust eftir að snúast við. Aðal- málið er hins vegar að finna gott fólk með sér og það er ekki síst ástæðan fyrir góðu gengi TARAMAR; við höfum fengið alveg frábært fólk til liðs við okkur,“ segir Guðrún. Hún reiknar fastlega með því að starfa áfram við Háskóla Íslands. Hún er með kennsluskyldu en er svo heppin að í fyrra kom til starfa við deildina Dr. Steve Campana, sem Guðrún segir einn færasta vísindamann í heimi á sviði fiskvís- inda, og fyrir vikið er hægt að dreifa kennslunni á hennar fagsviði á fleiri. „Það opnar mér mögu- leika á að borga mig út úr kennslu og það mun ég án efa nýta mér í framtíðinni.“ „Meðan ég er í þessu fyrirtæki kemur ekki annað til greina en að halda gild- unum og standa við gefin loforð; að varan sé handgerð og aðeins notast við hágæðahráefni,“ segir dr. Guðrún Marteinsdóttir um TARAMAR. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.