Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 53
Fá lög nutu meiri lýðhylli hér um slóðir árið 1983 en „99 Luftbal- lons“ með þýsku nýbylgjusveitinni Nenu. Lagið var á fyrstu plötu sveitarinnar sem bar nafn söngkon- unnar. Ári síðar var textanum snarað yfir á ensku og lagið endur- útgefið undir heitinu „99 Red Balloons“. Urðu vinsældir þeirrar útgáfu síst minni en hún komst meðal annars á topp breska vin- sældalistans og í annað sætið á þeim bandaríska, á eftir erkismell- inum Jump með bandarísku rokk- sveitinni Van Halen. Til að gera langa sögu stutta varð „99 Red Balloons“ eini al- þjóðlegi smellur Nenu. Réttið upp hönd ef þið getið nefnt annað lag með sveitinni? Nena naut þó áfram hylli heima fyrir og í fleiri Evr- ópulöndum næstu misserin. Sveitin leystist upp árið 1987 og síðan hefur söngkonan starfað á eig- in vegum, undir sama nafni. Gabr- iele Sus- anne Ker- ner fæddist í þýsku borginni Hagen árið 1960 og verður 56 ára síðar í þessum mánuði. Gælunafn- ið, Nena, fékk hún þriggja ára gömul í sumarfríi með for- eldrum sínum á Spáni. Það þýðir einfaldlega „lítil stúlka“ á spænsku. Nena lærði til gullsmiðs en hellti sér út í tónlist- ina nítján ára gömul, fyrst með hljómsveitinni Stripes en síðan bandinu sem kennt var við hana sjálfa. Nena gerði út frá Vest- ur-Berlín og meðal meðlima í sveitinni var ástmaður söngkon- unnar, trommuleikarinn Rolf Bren- del. The Stripes sendi frá sér eina breiðskífu, hljómsveitin Nena fimm og söngkonan hefur gefið út tólf plötur undir eigin nafni. Þá síð- ustu „Oldschool“ í fyrra. Hún er sumsé ennþá virk og nýt- ur bærilegra vinsælda í Þýskalandi. Auk söngsins hefur Nena starfað annað veifið í sjónvarpi, einkum við tónlistar- og skemmtiþætti. Hætt komin í fæðingu Upp úr sambandi Nenu og Bren- dels slitnaði árið 1987, um sama leyti og hljómsveitin leystist upp. Fljótlega eftir það tók hún saman við svissneska leikarann Bene- dict Freitag og ól honum þrjú börn. Fyrsta fæðingin gekk afar illa og var Nena hætt komin. Barnið var fatlað, mögulega vegna læknamistaka, og lést skömmu fyrir fyrsta afmælisdag sinn. Árið 1990 eignuðust þau tvíbura, dreng og stúlku, sem í dag syngja bakraddir hjá móður sinni. Nena og Freitag skildu og hún tók næst saman við trymbilinn og upptökustjórann Philipp Palm. Þau eiga tvo syni, fædda 1995 og 1997, og núna á Nena líka þrjú barnabörn. Nena og Palm eru ennþá sam- an og búa í Hamborg, eins og frúin forðum. Söngkonan Nena eins og hún kom okkur fyrir sjónir á hátindi frægðar sinnar. HVAÐ VARÐ UM NENU? Blöðrur sem springa aldrei Nýleg mynd af Nenu á tónleikum. Söngkonan hefur engu gleymt. 6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 SJÓNVARP Þættirnir Popp- og rokksaga Íslands hefja göngu sína á ný í Ríkissjónvarpinu að kvöldi sunnudags. Sex fyrstu þættirnir voru sýndir fyrir áramót og nú er röðin komin að seinni þáttunum sex. Dagskrárgerð er sem fyrr í höndum Arnar Marinós Arnarsonar og Þor- kels Harðarsonar í samstarfi við Dr. Gunna en þættirnir eru byggðir á bók þess síðastnefnda, „Stuð vors lands“. Í þáttunum er rætt við tónlistarmenn sem sett hafa svip á íslenskt dægurtónlistarlíf gegnum tíðina og rykið dustað af gömlu myndefni. Komið var fram á níunda áratuginn þegar frá var horfið fyrir áramót og næstu vikurnar mun kastljósið án efa beinast að stórlöxum á borð við Bubba Morthens, Sálina hans Jóns míns, Syk- urmolana og Björk, Of Monsters & Men og Sigur Rós. Poppsagan aftur í loftið Björk Guð- mundsdóttir. ÞRASS Dave Mustaine, söngvari og gítarleikari bandaríska þrassbandsins Megadeth, er skeleggur samfélagsrýnir og sé einhver þungarokkari líklegur til að bjóða sig í framtíðinni fram til embættis forseta vestra er það hann. Á dögunum mátaði kappinn sig raunar við embættið á Twitter. Færi hann fram myndi hann vilja hafa Alien Cooper sem varaforsetaefni. Fréttaskýrendur telja að þar sé Mustaine að tala um gamla brýnið Alice Cooper. Hann vill fá Michael Sweet úr kristilega málmbandinu Stryper sem utanríkis- ráðherra, Ben Carson sem heilbrigðisráðherra, Mike Muir, söngvara Suicidal Tendencies, sem varnar- málaráðherra og móður sína í menntamálaráðuneytið. Hreint ekki illa mannað, eða hvað? Mustaine mátar sig við forsetaembættið Dave Mustaine er þrælpólitískur. Morgunblaðið/Sverrir Breski háðfuglinn James Corden hefur verið með nokkuð sérstakt þema í þætti sínum, The Late Late Show, undanfarið en þátturinn er sýndur á CBS í Bandaríkjunum og SkjáEinum hér heima. Þannig er mál með vexti að sami maðurinn kemur aftur og aft- ur sem gestur í þáttinn en undir mismunandi nöfn- um og starfsheitum. Á alltaf að standa fyrir kynningu af einhverju tagi. Þegar kemur að honum gerist hins vegar alltaf það sama; tónlistarstjóri þáttarins, Reggie Watts, brestur í óstöðvandi söng og valtar yf- ir manninn. Tíminn rennur út og aumingja gesturinn kemst ekki að. Rýkur út úr stúdíóinu í fússi. Skilj- anlega. Fyrst hét þessi ágæti maður Andrey Arshavin og sérhæfði sig í því að pakka inn jólagjöfum; næst hét hann Gilles Grimandi og var vísindamaður af ein- hverjum toga og nú síðast hét hann Marc Overmars og var brellumeistari í kvikmyndum. Hafði meira að segja skrifað bók um efnið í samstarfi við félaga sinn, José Antonio Reyes. Eins og glöggir lesendur hafa þegar áttað sig á eru þetta allt nöfn á fyrrverandi leikmönnum enska knattspyrnufélagsins Arsenal. Og hvers vegna eru þeir niðurlægðir með þessum frumlega hætti? Jú, James Corden er forfallinn aðdáandi annars knatt- spyrnufélags í Lundúnum, nefnilega West Ham Unit- ed. Og eins og allir sannir aðdáendur West Ham hat- ar hann Arsenal eins og sjálfa pestina. Corden er ekki fyrsti West Ham-maðurinn til að draga dár að Arsenal en frægt var þegar málmbandið góðkunna Iron Maiden var með eftirfarandi úrslit aft- an á plötu sinni Somewhere in Time árið 1986: West Ham 7 - Arsenal 3. Bassaleikari Maiden, Steve Harris, er sem kunnugt er grjótharður stuðningsmaður West Ham. Reggie Watts og James Corden eru annálaðir æringjar. Ætli Bandaríkjamenn skilji þetta Arsenal-grín? AFP SPÉFUGLINN JAMES CORDEN Hæðist að Arsenal Marc Overmars Gilles Grimandi Andrey Arshavin Nýr og glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Fjölbreyttur og vandaður matseðill. Pantaðu borð í síma 483 4700

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.