Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 35
Davines OI sjampó og hárnæringarnar eru
ótrúlega góðar vörur. Sjampóið gefur hárinu
aukna fyllingu og líf. Hárnæringin er sérlega
þétt og gott er að geyma hana í hárinu í 2-3
mínútur til að fá sem mest úr vörunum. Vör-
urnar ilma dásamlega, eru umhverfisvænar
og lausar við bæði paraben og sulfat.
Zara
11.995 kr.
Ég elska
náttfatatrend-
ið sem hefur
verið áberandi
að und-
anförnu. Þessa
skyrtu verð ég
að eignast.
Ilse Jacobsen
98.500 kr.
Glæsileg kápa frá einu flott-
asta tískuhúsi Skandinavíu,
Baum und Pferdgarten.
Snúran
129.900 kr.
Fallegur skenkur frá Røpke
Design & Mark Wedel.
Gotta
7.750 kr.
Fallegur brjóstahaldari
í beige með „vintage“
tvisti frá FWSS.
Zara
1.995 kr.
Uppáhalds fylgihluturinn
minn þessa dagana.
HönnunarMars hefst í næstu viku og er því
dagatalið stútfullt af spennandi viðburðum.
Ég setti því saman smá lista af draumadress-
inu þessa vikuna. Náttfatastíllinn er er í miklu
eftirlæti og er skyrta í þeim stíl úr Zöru nauð-
synleg í fataskápinn minn.
Í þessari viku...
Sigurborg Selma
sigurborg@mbl.is
6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
La Vie est
Belle er nýr
ferskur og fín-
legur ilmur frá
Lancome. Ilm-
urinn er ferskur
og ávaxta-
kenndur og sér-
lega fínlegur.
Flaskan er einnig
afskaplega falleg
og fáguð á
snyrtiborðið.
Wonder Mud skin-best er þriggja
mínútna maski frá Biotherm.
Maskinn harðnar á húðinni og
hreinsar vel óhreinindi á húðinni.
Nýtt
Rouge Volupté
Shine Oil in Stick
er nýr varalitur frá
Yves Saint Laur-
ent. Varalitirnir inni-
halda nærandi olíur og
gefa ómótstæðilegan
gljáa. Varalitirnir eru
fáanlegir í 12 litum í
þremur flokkum sem
flokkast eftir tilefnum.
Gyðjur er ný lína frá hönnunarhúsinu Saga Ka-
kala. Saga Kakala er hönnunarhús Ingibjargar
Grétu Gísladóttur sem sérhæfir sig í silkislæðum
og kasmírtreflum. Gyðjur er þriðja lína Saga Ka-
kala en fyrirtækið leggur upp úr samstarfi við
ólíka hönnuði.
Hönnuðurinn Katrín Ólína hannar línuna
Gyðjur, teikningar sem prentaðar eru á hágæða
silkislæður en hún er innblásin af gyðjum á borð
við Freyju og Venus. Línan Gyðjur verður frum-
sýnd á HönnunarMars í Hannesarholti, Grund-
arstíg 10.
GYÐJUR Á HÖNNUNARMARS
Verk Katrínar
Ólínu á slæðum
Verk Katrínar Ólínu, Gyðjur, eru
prentuð á hágæða silkislæður.
Jennifer Lawrence var með létta en rokk-
aða förðun og sólkyssta húð. Lawrence var
förðuð með vörum frá Dior en svarti augn-
línupenninn setti punktinn yfir i-ið.
Leikkonan Margot Robbie var með
náttúrulega förðun. Robbie klæddist
gylltum síðkjól og tónaði því fersk-
leiki förðunarinnar og frjálslegt hárið
vel saman og mótaði fallega heild.
Kerry Washington var með fág-
aða fallega förðun. Augun fengu að
njóta sín og varir voru í látlausum
lit. Svarti augnblýanturinn var sér-
lega fallegur.
Cate Blanchett var með fallega liði í hárinu. Jeanine
Lobell sá um förðunina og kaus að hafa hana milda þar
sem kjóll leikkonunnar var í áberandi lit. Lobell not-
aðist aðallega við förðunarvörur frá Giorgio Armani.
Falleg förðun
Förðunin á Óskarnum 2016 var vissulega misjöfn. Hér getur að
líta brot af því sem stóð upp úr. Á heildina litið var áhersla lögð á
fullkomna húð og fallegan ljóma.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Jenn Streicher sá um förðun Emily
Blunt en hún var sérstaklega falleg. Aug-
un voru örlítið sanseruð í náttúrlegum,
brúnleitum tónum sem hentaði föl-
bleikum Prada-kjólnum fullkomlega.