Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 H altu ró þinni, tíminn er blekk- ing.“ Þetta forvitnilega mottó fylgir með tölvupóstum frá dr. Guðrúnu Marteinsdóttur, pró- fessor við Líf- og umhverfisvís- indadeild Háskóla Íslands og konunni á bak við TARAMAR-húðvörurnar sem komu á markað hér heima síðastliðið haust. Þörf áminning enda í mörg horn að líta hjá Guðrúnu þessi misserin eftir að hún fór nokkuð óvænt að framleiða og markaðssetja lífvirkar húðvörur samhliða störf- um sínum við háskólann. Vörurnar, sem hlotið hafa nafnið Rísandi Fegurð, byggja á tilraunum Guðrúnar sjálfrar með notkun efna úr náttúru Íslands. Rótin að þeim tilraunum er sú að sjálf þoldi Guðrún engar húðvörur sem fyrir voru á markaðnum. Hún byrjaði að safna jurtum og þangi í nátt- úrunni fyrir um áratug. Tækni til að einangra lífvirk efni hafði þróast mikið og fönguðu þær rannsóknir athygli Guðrúnar. „Ég fór út af mínu sviði, fiskifræðinni og inn á rannsóknasvið mannsins míns; hann hafði raun- ar unnið með matvæli en ekki snyrtivörur. Við fórum að ræða málin og þá kom í ljós að hann hefur verið að gera mjög áhugaverðar rann- sóknir, sem ég fékk hann til að flytja yfir í húð- vörurnar,“ segir Guðrún, en eiginmaður hennar er dr. Kristberg Kristbergsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Ís- lands. Næsta skref var að stofna fyrirtæki, ekki endilega með framleiðslu og útflutning í huga, heldur til að eiga möguleika á styrkjum til frek- ari rannsókna. „Þetta var árið 2010 og snerist á þeim tíma um að geta haldið áfram rannsóknum. Meðal þess sem við gerðum var að flytja aðferðir úr krabbameinsrannsóknum inn í húðvörurann- sóknir með því að nota lifandi frumulíkön til að sannprófa virknina á efnunum sem við vorum að einangra úr þörungum. Ég veit ekki um neinn annan í heiminum sem hefur gert það,“ segir Guðrún. Góðir hlutir gerast hægt Góðir hlutir gerast hægt og segir Guðrún tvö ár hafa farið í að þróa aðferðirnar sem gera þeim kleift að sleppa öllum rotvarnarefnum og öðrum efnum sem geta verið skaðleg og reynst fólki erfið. Hún segir ótrúlegustu gerviefni notuð við framleiðslu á húðvörum, svo sem vínyl- og sílí- kon afleiður, sem eðlilegra sé að nota við að flísaleggja baðið en til að bera á húðina. Til- gangurinn með notkun þessara gerviefna mun vera að tryggja stöðugleika betri endingu vör- unnar. „Við tókum þessar aðferðir ekki upp úr vasanum en þessi vinna borgaði sig klárlega og núna erum við að sækja um einkaleyfi fyrir þeim aðferðum sem við notum í framleiðslunni. Það er mikið til þess unnið að losna við þessi óæskilegu efni og þá sérstaklega hin eiginlegu rotvarnarefni en þau eru almennt tekin hratt upp í gegnum húðina og geta safnast fyrir í frumum. Hvers vegna ætti fólk að bera á sig efni sem brotna ekki einu sinni niður í nátt- úrunni?“ spyr hún. Áformað er að birta allar niðurstöður rann- sókna í ritrýndum greinum. „Það er væri hugs- anlega freistandi að sitja á niðurstöðum, svo að aðrir geti ekki notað þær, en með því að birta þær fáum við einskonar gæðastimpil á fram- kvæmd rannsóknanna og náum að framfylgja starfi okkar sem prófessorar við viðurkenndan og hratt vaxandi alþjóðlegan háskóla,“ segir Guðrún. Meðal samstarfsaðila Guðrúnar og Krist- bergs við rannsóknirnar eru bæði Háskóli Ís- lands og Háskólinn í Reykjavík, auk háskóla á Ítalíu, í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Verðmæti úr íslenskri náttúru Það er yfirlýst markmið TARAMAR að sem flest efni í vörunum komi úr íslenskri náttúru. „Við búum að gríðarlega mögnuðu hráefni hér á Íslandi og ég tala af reynslu því ég hef fengið hundruð sýna alls staðar að úr heiminum. Okk- ar hráefni ber af og þeir sem standa undir fram- leiðslu á þessu hráefni eins og Símon í Bláskel og Eygló hjá Móðir Jörð hafa unnið gríðarlega flotta undirbúningsvinnu.“ Um þessar mundir eru Guðrún og Kristberg að rannsaka íslensku repjuolíuna og segja hana ákaflega kröftuga. „Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að framleiða olíu úr jurtum sem koma úr íslensku lífríki og við teljum að hægt sé að margfalda verðmæti olíunnar með þróun á sér- hæfum efnum fyrir matvæli, húðvörur og lyf. Þetta þýðir að rannsóknirnar okkar eru komnar inn á svið landbúnaðarins, sem er mjög spenn- andi.“ Fyrsta TARAMAR-varan kom á markaðinn hér heima í október á síðasta ári og segir Guð- rún viðtökur hafa verið mjög góðar. „Maður er djúpt snortinn yfir viðtökunum. Við höfum fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá fólki sem hefur prófað vörurnar og ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að svo margir þyldu ekki neinar aðrar húðvörur. Þetta gengur mun hraðar en okkur óraði fyrir; við erum eiginlega eins og hamstrar á hjóli til að anna eftirspurn.“ Hún hlær. Þrjár vörur, allar fyrir andlit, eru þegar komnar í verslanir og sú fjórða er á leiðinni nú í mars, næturkrem. Á næsta ári er von á fyrstu vörunni fyrir líkama. Að sögn Guðrúnar eru fimm vörur í viðbót á teikniborðinu og er ætl- unin að kynna þær á fjögurra til fimm mánaða fresti. Rannsóknir munu svo halda áfram, þann- ig að vöruþróunin er í raun bara að byrja. „Það næsta sem við ætlum að skoða er sólarvörn, sem er stórt vandamál vegna þeirra efna sem þar hafa verið notuð,“ segir Guðrún. Vörnar fást á um fimmtán útsölustöðum og er Fríhöfnin stærsta verslunin. Einnig má nefna Hagkaup, Lyf og heilsu og Lyfju. „Við ákváðum að fara ekki í fulla dreifingu meðan við erum enn að prófa vöruna og læra hvernig er best að dreifa svona ferskri vöru,“ segir Guðrún. TARAMAR er einnig með heimasíðu á net- inu, auk þess sem hægt er að setja í „körfuna“ sína á nammi.is. TARAMAR er þar búð í búð- inni. Hreinleiki vörunnar þýðir að geymsluþolið er minna og fyrir vikið þarf dreifingin að vera út- hugsuð. „Venjan er að húðvörur geti setið í hill- um verslana árum saman og okkur er sagt að það sé í lagi en við vitum betur og bendum á að best er að nota lífvirk efni sem fyrst. Varan okk- ar geymist í 7-11 mánuði. Það er misjafnt eftir vörum. Við leggjum áherslu á það í öllu kynn- ingarefni að fólk noti vöruna fljótt, geymi hana ekki uppi í hillu,“ segir Guðrún. „Þetta snýst ekki um það að varan skemmist, heldur sýna mælingar okkar að lífvirknin byrjar að dala eft- ir þennan tíma. Það er keppikefli okkar að neyt- andinn fái vöruna eins ferska og hún var þegar við bjuggum hana til og að hún verði það þang- að til hann hættir að nota hana. Þetta byggir á fimmtán ára rannsóknum.“ Spurð um markhópinn segir Guðrún það fyrst og fremst vera fólk frá 35 ára aldri og upp úr og eru vörurnar bæði ætlaðar konum og körlum. Hún segir yngra fólk nota vörurnar og nýjasta varan, sem kemur á markað í haust, er ætluð „vandamálahúð“ og hefur til dæmis reynst vel við unglingabólum. Stefna á Bandaríkjamarkað TARAMAR hefur sett framleiðsluna upp í Sandgerði, fékk gott húsnæði í gamla bókasafn- inu, Vörðunni. „Sandgerði stendur þétt við bak- ið á okkur og Eignarhaldsfélag Suðurnesja er fyrsti kjölfestufjárfestirinn okkar. Kom inn og trúði á okkur þegar við vorum í startholunum. Eins hefur Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri tekið ótrúlega vel á móti okkur.“ Fimm manns koma að framleiðslunni í dag en gangi markaðssetning erlendis upp gerir Guð- rún ráð fyrir að fjölga þurfi starfsmönnum upp í allt að 25. Spurð um framhaldið svarar Guðrún því til að TARAMAR ætli sér stóra hluti. „Við vitum að við getum framleitt í það minnsta fjörutíu þús- und einingar á viku og hugsanlega tvöfaldað það síðar. Það hentar fyrir annaðhvort einn stóran markað eða tvo minni markaði. Við mun- um bara fara inn á einn markað í einu og að öll- um líkindum verður það Bandaríkin, enda þótt við höfum líka rætt við fólk í Bretlandi, sem er mun minni markaður. Við erum menntuð í Bandaríkjunum og bjuggum þar í tíu ár, þannig að það er okkar heimavöllur,“ segir Guðrún, en viðræður standa nú yfir við aðila sem búa að mikilli markaðs- og sölureynslu á ferskvörum í Bandaríkjunum. Til lengri tíma litið segir Guðrún mikilvægt að slá hvergi af gæðakröfum. „Meðan ég er í þessu fyrirtæki kemur ekki annað til greina en að halda gildunum og standa við gefin loforð; að varan sé handgerð og aðeins notast við há- gæðahráefni. Það getur verið varasamt að vaxa of hratt.“ Áberandi mikil nýsköpun Guðrún segir TARAMAR hafa þá sérstöðu að gríðarmikil nýsköpun hafi átt sér stað á öllum stigum, ekki bara í rannsóknum og þróun á vör- unni. „Við erum líka að tala um fjármögn- unarleiðirnar, auk þess sem við sjáum fram á að verða með töluverða nýsköpun í markaðs- setningunni,“ segir hún. Varðandi fjármögnunina nefnir Guðrún sér- staklega svokallaða B-hluthafahugmynd. Hún snýst um að venjulegt fólk, hver sem er, gangi inn af götunni og kaupi hlut í fyrirtækinu. Hver hlutur er 100.000 krónur og kaupir fólk ýmist einn hlut eða fleiri. „Þegar fólk gerir það verður það hluti af hjarta fyrirtækisins, en ástæðan fyrir því að þeir heita B-hluthafar er sú að þeir fá arð og allt sem aðrir eigendur fá en hafa eng- ar skyldur, hvorki fjárhagslegar né stjórn- unarlegar. Þetta er að verða tvö hundruð manns og við munum mjög líklega loka þessum hópi fljótlega, áður en við verðum komin með þrjú hundruð hluthafa. Þessi leið hefur verið mjög skemmtileg og dýnamíkin í hópnum mik- il.“ B-hluthafarnir leggja ekki bara til fé, þeir taka líka þátt í að prófa vöruna og hafa fyrir vik- ið aðgang að henni áður en hún kemur á mark- að. Nýjasta TARAMAR-varan kemur á markað nú í mars en hluthafarnir hafa haft aðgang að henni frá í nóvember síðastliðnum. Að sögn Guðrúnar er stefnt að því að prófa þessa hugmynd í Bandaríkjunum líka. „Við er- um að undirbúa fyrsta B-hluthafafundinn vestra, þar sem saman munu koma sextíu til sjötíu manns. Nú þegar er komið fólk á lista sem býður eftir að geta tekið þátt og stofnað með okkur bandaríska félagið. Straumalíkan er lýsir flæði sjávar í kringum Ísland Háskóli Íslands á hlut í TARAMAR og upplýsir Guðrún að rannsóknarvinna hennar við skólann tengist nú jafn mikið þörungum og fiski. Hún kemur raunar að öðru fyrirtæki, Mar- sýn, sem einnig tengist Háskóla Íslands. Helsta verkefni þess hefur verið að þróa gríðarstórt straumalíkan sem lýsir hafinu í kringum Ísland í þrívídd og öllum eðlisþáttum þess; hitastigi, seltu, straumum, lagskiptingu og svo framvegis. „Það sem er merkilegt við þetta stærðfræði- líkan er að það tekur inn gögn og leiðréttir þannig líkankeyrslur með öllum fáanlegum gögnum sem við getum fundið, svo sem frá baujum, skipum eða gervitunglum. Við þetta bætist svo gagnagrunnur Hafrannsóknastofn- unar. Við höfum notað öll þessi gögn og varpað Að bera á sig íslenska náttúru Rísandi Fegurð (Emerging Beauty) frá TARAMAR kallast nýjar lífvirkar húðvörur sem komnar eru á markað hér á landi. Þær eru afrakstur rannsókna dr. Guðrúnar Marteinsdóttur líffræðings, sem lagði upp í þá vegferð af illri nauðsyn; þoldi sjálf eng- ar húðvörur sem fyrir voru á markaðnum. Guðrún segir viðtökur hafa verið vonum framar og nú er unnið að markaðssetningu TARAMAR á erlendri grundu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Það er keppikefli okkar aðneytandinn fái vörunaeins ferska og hún var þegarvið bjuggum hana til og að hún verði það þangað til hann hættir að nota hana.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.