Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 47
6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Á Háskóladaginn, á laugardag kl. 12 til 16, verður Listaháskólinn með opið hús í húsakynnum skól- ans í Laugarnesi. Nemendur og kennarar taka á móti gestum og kynna námið með lifandi dagskrá. Sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson mun á sunnudag kl. 14 leiða gesti um hina heillandi sýn- ingu Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin er ferðalag um íslenska myndheima um aldir. Nú er „stóri dómur“ fallinn, hvaða kvikmyndir hlutu Ósk- arsverðlaunin í ár. Nokkrar þeirra eru sýndar í kvikmynda- húsum landsins, þar á meðal The Revenant og Son of Saul. Konan, eða konuímyndin, er fyrir- mynd allra verkanna á sýningunni Gyðjur sem stendur yfir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Á sunnudag kl. 15 leiðir sýningarstjórinn Birg- itta Spur gesti um sýninguna. Hin árlega og sívinsæla sýning blaðaljósmyndara, Myndir ársins, verður opnuð á nýjum stað, í Perl- unni við Öskjuhlíð, á laugardag kl. 15. Þá verða afhent verðlaun í sjö flokkum og fyrir bestu myndina. Athygli okkar ætlar að verðatakmarkaðri með hverri kyn-slóðinni og núna er svo kom- ið að ungt fólk sendir örskilaboð hvað til annars í gegnum til dæmis snap- chat en það er gott dæmi um ör- mynd,“ segir Harpa Fönn, annar hugmyndasmiðurinn að Örvarpinu, en hún fékk hugmyndina fyrir tæpum sjö árum ásamt Halldóru Rut. „Við Halldóra höfum unnið að ör- mynda-heimilisþáttaröð sem spann- aði sögu ungs fólks í nútíma bænda- samfélagi út á landi. Þegar því verkefni lauk áttuðum við okkur á því að það væri í raun enginn vettvangur fyrir slíkar myndir á Íslandi, enginn staður þar sem haldið væri utan um verk sem þessi. Upp úr því verður þessi hugmynd um Örvarpið til.“ Frjálst form Örvarpið er vettvangur örmynda, listamanna og áhorfenda á ruv.is/ orvarpid, sem sameinar öll form lista í kvikmyndaiðnaðinum og er sam- starfsverkefni RÚV, Bíós Paradísar, Nýherja og annarra listamanna. Formið er nokkuð frjálst og í raun bara ein regla. „Það er rétt, við gerum engar tæknilegar kröfur til mynda og fólk getur þess vegna tekið þær upp á snjalltækin sín, hvort sem það eru símar eða spjaldtölvur. Eina krafan sem við gerum er að myndin sé ekki lengri en fimm mínútur.“ Í gær, laugardag, fór fram upp- skeruhátíð Örvarpsins, sem haldin var í Bíó Paradís. Á hátíðinni gafst áhorfendum færi á að velja sína uppá- haldsmynd en alls kepptu 14 myndir um titilinn örmynd ársins. „Þetta fer þannig fram að við fáum sendar inn myndir á haustin og þar eru valdar 14 myndir sem sýndar eru svo í Ríkisútvarpinu. Þessar myndir eru svo sýndar í samstarfi við Bíó Paradís og geta áhorfendur tekið þátt í valinu með kosningu sem fer meðal annars fram á vef Ríkisútvarpsins, Ruv.is,“ segir Harpa. Meistaratímar með fagfólki Örvarpið heldur úti hátíðum, master- klössum með reyndu kvikmynda- gerðarfólki og listamönnum, litlum örmyndanámskeiðum og fyrir- lestrum. „Við fórum einmitt og hittum stelp- urnar í Stelpur skjóta í vetur sem flestar sendu inn sína mynd í þema- vikuna unga fólkið. Einnig héldum við úti þemaviku fyrir konur í kvik- myndagerð og fólk í heimildar- myndagerð til að svara eftirspurn, umræðum og áhuga áhorfenda.“ vilhjalmur@mbl.is Harpa Fönn og Halldóra Rut fóru um landið og tóku upp örmynda-þáttaröð um lífið á landsbyggðinni, sem varð til þess að þær stofnuðu Örvarpið. Ljósmynd/Guðmundur Þór Bjargmundsson Örstutt um Örvarpið á Íslandi Örmyndir njóta vaxandi vinsælda hér á landi og víðar en Harpa Fönn og Halldóra Rut hafa stofnað til Örvarpsins sem er vettvangur örmynda á Íslandi. Stilla úr örmyndinni Úlfur Úlfur sem sýnd var m.a. í Ríkissjónvarpinu. MÆLT MEÐ Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is 40 ára Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga Stýrðu birtunni heima hjá þér Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 PLÍ-SÓL GARDÍNUR Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is BSÍ - Umferðarmiðstöðin Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Kauptu miða núna á www.flugrutan.is *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr. 2.000 kr.* FYRIR AÐEINS Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur & brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.